Er Aðalfundur Tíunnar þann 27. mars kl 14:30.  



Fundurinn verður haldinn í glæsilegu húsi Mótorhjólasafns Íslands.

Venjulega er aðalfundur klúbbsins á haustin en vegna Covid ástandsins var honum frestað og því verða ársreikningar ársins 2019 yfirfarnir að þessu sinni.

Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf og kosning í stjórn.
Endilega bjóðið ykkur fram ef þið hafið áhuga.
Hægt er að bjóða sig fram á aðalfundi. í síðasta lagi.
Dagskrá Aðalfundar :
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs. (2019)
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs. (2019)
4. Lagabreytingartillögur. ( ef einhverjar)
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.

Viðburðurinn á facebook

Síðar um kvöldið stefnum við að því að halda ölkvöld og rífa upp stemminguna fyrir sumarið. 🙂

 

Minnum einnig á Happdrætti Tíunnar sem dregið verður í á Aðalfundardaginn 27mars. 
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ KAUPA MIÐA.