Mótorhjólaslysið á Akureyri

Öryggismálum ábotavant

 Annar keppandi í gallabuxum datt á 150 km hraða

Það fór betur en á horfðist fyrir Árna Þór Jónassyni mótorhjólakappa 15. júní síðastliðinn þegar hann lenti í árekstri við bifreið í keppni í götuspyrnu. Hjól Árna var í öðrum gír og á allt að 180 km hraða þegar hann skall á bílnum sem kom akandi á móti honum í öfuga akstursstefnu. Áætla má að samanlagður hraði ökutækjanna hafi verið um 200 km. Árni liggur nú á batavegi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann mjaðmagrindar-, handleggs- og fótbrotnaði en sagði í viðtali við DV að eflaust hefði keppnisgallinn sem hann klæddist bjargað lífi hans sem og hjálmur og bakbrynja. Árni kastaðist af hjólinu 60 til 70 metra og lenti m.a. á ljósastaur.  Hann sagði að hann myndi ekki hvað gerst hefði mörgum klukkutímum fyrir slysið.

DV fékk að sjá myndband áhorfanda af atvikinu og sést þar greinilega hvar billinn ekur inn á brautina áður en ræst er. Hjól Árna fór upp á afturdekkið í ræsingu og sá hann því ekki bílinn fyrr en hann kom að bremsukaflanum. Á myndbandinu sést þegar hann grípur í bremsuna örskömmu áður en hann skellur á bílnum.

 

Árni sagði að hann yrði að öllum líkindum frá vinnu næstu þrjá mánuði en hann er rafvirki og rekur rafmagnsverkstæðið Átak á Blönduósi. Samkvæmt heimildum DV, frá bæði keppendum og áhorfendum, var öryggismálum keppnishaldara ábótavant. Keppandi, sem aðeins var klæddur gallabuxum og leðurjakka fékk að taka þátt í keppninni. Sá maður datt á rúmlega 150 km hraða en slapp nánast ómeiddur.
Götunni hafði verið lokað fyrir annarri umferð fyrir keppnina en vegna fyrra slysins þurfti að opna brautina til að hleypa sjúkrabíl inn á og var brautinni aldrei lokað eftir það, að sögn áhorfenda. Einnig var tekið eftir því að í gæslu voru jafnvel 11 og 12 ára krakkar. Ekki náðist i forsvarsmenn Bilaklúbbs Akureyrar 1 síma i gær og á föstudag vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. -ss

Dv. 25.06.2002

Um daginn fannst þetta í bílskúr á Akureyri en Ingólfur Jónsson hafi geymt þetta púst eftir slysið, og gaf Mótorhjólasafninu það.