Greinar Oktober 2021

Mótorhjóla dagbækur Jóns frá Helluvaði

Mótorhjóla dagbækur Jóns frá Helluvaði

Vorið 1943 heppnaðist mér að eignast traust og nýlegt mótorhjól “Royal Enfield” til kaups. Í næstum tíu ár hafði ég átt ýmsar tegundir hjóla sem voru mestu gallagripir sökum aldurs og slits. Ég ók þó einu þeirra vítt um Austurland, fór gömlu póstleiðina yfir Mývatnsöræfi og ferjaði það á bátskænu yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöllum. Af þremur gírum sem áttu að vera á hjólinu, vantaði miðgírinn, svo annað hvort fór það lúshægt, ellegar þá eins hratt og hægt var. Bensín kostaði þá 40 aura lítirinn sem nægði til að aka allt að 30 km vegalengd á góðum vegi.