Mótorhjólafólk segir sína sögu

Hlaðvarpsþættir sem voru áður á vefsíðunni hjolarinn.com

Fjórði þáttur

1. Sigríður Dagný eða Sigga Dagný

Tók bæði bílprófið og mótorhjólaprófið á Ísafirði. Nánar tilekið á flugbrautinni þar, geri aðrir betur.

2. Keppir í dag á R1 hjóli sínu

Nýtir nú tíman vel í að undirbúa sig og hjólið fyrir næstu spyrnu sem verður 2021. 

3. Hefur farið hringinn nokkrum sinnum

Nú síðast fékk hún sér peysu og vettlinga til að setja í samband og naut ferðarnar mun betur við það.

Þriðji þáttur

1. Arnar Kristjánsson

Árið 1993 fer Arnar í mótorhjólaprófið og er búinn að vera nánast á hjólinu má segja síðan.

2. Allt sem gengur fyrir bensíni heillar

Hvort sem bensínvélin knýr mótorhjól eða bíla að þá hefur Arnar áhuga á því.

3. Hefur ekki farið hringinn ennþá

Arnar hefur samt rúllað það mörgum kílómetrunum að það samsvarar hringferðum nokkrum sinnum.

Annar þáttur

1. Katrín Lind Guðmundsdóttir eða Katý

Síðan 1995 hefur Katý verið kringum mótorhjól með einum eða öðrum hætti.

2. Hefur notað mótorhjól sem jólatré

Geri aðrir betur, held ekki. Elskar Harley Davidson og reyndar Honduna líka en sér sig alveg á á Harley í framtíðinni.

3. Er búinn að fara hringinn 1 sinum

Fór á Hondu Shadow 1100cc og ekki með neina rúðu eða neitt. Bara vindinn í fangið og setti jú peysuna í samband og svo  faðmaði hún Ísland.

Fyrsti þáttur

1. Gylfi Hauksson

Býr í Grindavík og hefur verið að hjóla síðustu fimm árin eða svo en hjólar mikið á hverju ári.

2. Hefur farið hringinn nokkrum sinnum

Byrjaði á að fara hringin á Yamaha Warrior 1700cc en ekur í dag um á Suzuki V-Storm og líkar það vel

3. Er einn af stofnendum ToyRun Iceland

Góðgerðarsamtökin ToyRun Iceland styðja við bakið á Píeta samtökunum

Gylfi
Gylfi