Það eru margir harðir hjólararnir !
Í janúarmánuði ár hvert, í litlu þorpi í Suður Þýskalandi er haldið mótorhjólamót sem er ekki á hvers mans færi.
Þar er nefnilega haldið Elefanttreffen eða í beinni þýðingu „Fílalandsmót“ nálægt bænum Thurmansbang í Bayerischer Wald (Bæjaraskógi) í dal sem verður oft fullur af snjó og frosti í janúar
Mótið er yfirleitt haldið í Bavaria (Solla), og snýst um eitt:
-
að mæta á mótorhjóli,
-
í alvöru vetrarveðri,
-
tjalda í snjó og frosti,
-
kveikja varðelda, drekka bjór og lifa af helgina 😄
-
- Upplýsingaborð fyrir alveg sérlega vitlausar spurningar
- þetta virðist vera ákveðin upplifun
- Brrrrrrrrr…..
- Pylsuveisla í kuldanum
- Coool
Þarna eru nefnilega engar lúxuskröfur, ekkert sýningarmót — bara harðjaxlar, á gömlum BMW, Ural, sidecarar, loðnir jakkar kraftgallar og frystur skeggvöxtur.













