Mikil fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi.
Eflaust hafa þeir sem skoða mótorhjólasíður á veraldarvefnum tekið eftir að megnið af fjölgun mótorhjóla er mest í ferðahjólum (svokölluðum Adventure mótorhjólum).
Flest eru þessi hjól yfir 650cc og útbúin með farangurstöskum til ferðalaga bæði á malbiki og á malarvegum, en ef maður skoðar tölur um seld mótorhjól á Íslandi síðustu tvö-fjögur ár eru flest hjólin motocrosshjól og létt endurohjól, en af þeim hjólum sem kallast götumótorhjól þá er yfir 60% mótorhjól sem mætti kalla Adventure mótorhjól (600 til 1300cc ferðahjól). Um allan heim er hægt að fara á námskeið til að keyra þessi hjól við krefjandi aðstæður, torfærur og aðrar hindranir. Síðustu fjögur ár hefur mesta aukning á sölu mótorhjólaframleiðanda verið í þessum mótorhjólum og virðist bara eiga eftir að aukast í framtíðinni.
Síðustu 10 ár hefur erlendum ferðamönnum sem ferðast á Íslandi á Adventure mótorhjólum aukist um nokkur prósent árlega, en á síðasta ári varð algjör sprenging. Margir hafa furðað sig á þessari miklu fjölgun, en eflaust á hún sér eðlilegar skýringar. Instagram og Youtube-stjörnur hafa verið duglegar að heimsækja landið síðustu ár. Ef maður tekur saman helstu Instagram-stjörnurnar þá er yfir 20 svoleiðis áhrifavaldar með áhangendur á bilinu 5.000 og yfir 200.000 komið til landsins síðustu 10 árin. Svo eru það þeir sem skilja eftir sig myndbönd ótrúlega drjúgir og sem dæmi þá hafa yfir 300.000 manns séð myndina Where The Glacier Meets The Sky eftir Shawn Edmondson og Kevin Bleything, en til að geta séð þá mynd þurftu menn að borga 5 dollara til að geta séð myndina og þegar búið var að selja 300.000 áhorf var myndin opnuð og geta nú allir séð myndina ( sjá tengil:
Where The Glacier Meets the Sky on Vimeo ). Svo er það stelpa frá Hollandi sem kallar sig Itchy Boots, en hún kom hér í miðju Covid-tímabilinu og gerði nokkur 20 mínótna myndbönd um sína Íslandsför (fyrir mér þá valdi hún flest rangt í sínum ferðaplönum og virtist hreinlega elta vont veður hvar sem hún var). Þessi stelpa er búin að ferðast um allan heim á misstórum mótorhjólum og horfa upp í tvær milljónir manns á myndböndin hennar ( tengill á Youtube-síðuna hjá henni: Itchy Boots – YouTube ).
Instagram-stjörnu sumarið 2022.
Síðasta sumar sló öll met, yfir 15 stórstjörnur á Instagram komu til Íslands. Stæðsta og fjölmennasta stjörnuferðin var eflaust 40+ mótorhjólaferð Honda um landið þar sem hátt í 10 þáttakendur í ferðinni voru með yfir 5000 fylgendur á Instagram (sá sem var með flesta er með yfir 200.000 fylgendur). Þessi ferð var mynduð bak og fyrir og er hægt að nálgast flest myndbrotin á þessari vefslóð: Honda Adventure Roads 2022 Iceland – A very special off-road lesson. – YouTube . Svo var það heimshornaflakkarinn Lyndon Poskitt sem ferðaðist víða um hálendið og Vestfirði með yfir 160.000 áhangendur á Instagram og gerði svo þætti um Íslandsferð sína sem sýndir eru á Youtube ( sjá tengil: Races to Places SE15 EP2 – Adventure Motorcycling Documentary Ft. Lyndon Poskitt – YouTube ). Svo komu Instagram -“stelpurnar”. Margir hafa séð myndbrot frá Breskri stelpu sem kallar sig: The girl on a bike sem hefur farið í ferð með (1) Ridewithlocals | Selfoss | Facebook og er hún með tæplega 130.000 fylgendur, Affe-auf-Bike, stelpa með tæplega 200.000 áhangendur á Instagram, ferðast um á ýmsum mótorhjólum. Þvældist um mjög vonda vegi á Íslandi síðasta haust á nýjum Harley Davidson og lenti í ýmsum ævintýrum. Hanna C. Johansson sem ekur svokölluðu “skrambler-hjóli” er með yfir 70.000 fylgendur sýndi flottar Íslands-myndir á sinni Instagramsíðu síðasta haust. Svo kom hér Runa Grydeland frá Noregi með tæpa 50.000 áhangendur á Instagram ferðaðist hér um mánaðarmótin ágúst-september og er að gefa út 20 mínótna þætti um sína Íslandsferð á vefsíðunni Youtube ( sjá þætti hér: Motorcycle ride through the highlands of ICELAND [S4 – E2] – YouTube ), fínir þættir sem er ágætis Íslandskynning.
Ýmislegt annað sem kynnir Ísland sem mótorhjólaland.
Margt annað sem ekki virðist vera merkilegt í fyrstu er að draga að erlenda ferðamenn á mótorhjólum eftir að hafa séð myndband, mynd eða auglýsingu. KTM, Husqvarna og Honda hafa tekið upp auglýsingar á nýjum mótorhjólum á Íslandi. 2009 gáfu Robert Wicks og Greg Baker út bók sem nefnist Adventure Riding Techniques, en næstum allar myndirnar í þeirri bók eru teknar á Íslandi. Seinna gaf Robert Wicks út bók sem ber nafnið Building the ultimate Adventure Motorcycle og voru margar myndir í þeirri bók frá Íslandi. Allan Henneberg er Danskur mótorhjólamaður og gaf út bók um Íslandsferð sína sem hann fór í ásamt félögum sínum. Bókin er gefin út 2010 í samvinnu við www.advrider.dk þar sem má sjá tengla í bókina. Ef leitað er á Youtube eftir ævintýramyndböndum frá Íslandi eru þau myndbönd næstum óteljandi.
Ekki tæmandi úttekt á mótorhjólamennsku.
Þessi samantekt er óttarlegt fljótfærnis pár og unnin eftir mínu höfði, alls ekki tæmandi úttekt á þessari miklu fjölgun á því sem ég kalla ævintýramótorhjólamennsku á Íslandi. Sjálfur byrjaði ég að keyra á svona mótorhjóli 1986 og hefur mér alltaf fundist skemmtilegra að keyra malarvegi og moldarslóða frekar en malbik, hef verið leiðsögumaður hjá Biking Viking nánast frá því að það fyrirtæki var stofnað ( www.bikingviking.is og (1) Biking Viking | Hafnarfjörður | Facebook ). Vonandi hafði einhver skemmtun af þessum lestri, með kveðju Hjörtur Líklegur.