Á Fimm mótorhjólum og með nýkeypta sterkgula Benzrútu til reiðu tókust meðlimir Sniglabandsins á við þrekraun  –  að ferðast um Sovétríkin, spila og skemmta innfæddum.  Varla grunaði þá að rússneskir myndu drekka þá undir borðið, hlaða þá kræsingum í hvert mál og syngja ættjarðarlög.

Enn síður áttu þeir von á því að þurfa að forðast mafíuna, múta löggunni og fela hjólin innandyra svo þeim yrði ekki stolið.

Sniglabandið sagði Samúel frá raunum sínum og gleði að baki járntjaldsins, sem nú er farið að hrikta í.  Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að hjálpa til við að trampa niður járntjaldið.

Ofvitar og leðurlúðar blönduðu sama geði

Þrátt fyrir nokkuð ógnvænlegan klæðaburð að mati meðalmannsins,  leður frá toppi til táar voru gaurarnir í Sniglabandinu meðal þúsunda ungmenna sem stefndu á Sovétríkin til að boða frið.   Ferðalagið var skipulagt í samvinnu við samtökin Next Stop Soviet en Skúli Gautason hafði farið í undirbúningsferð til landsins í austri.

Lögð voru drög að tónleikahaldi og gististaðir ákveðnir. Þá var ekkert eftir nema að mæta á svæðið í vígamóð og kynnast því óvænta. Gefum sniglabandinu færi á að lýsa atburðunum.

,,Þótt við vildum fara á mótorhjólum þurfti líka rútu til að flytja tónlistarbúnaðinn, svo við gætum slegið á strengi og barið bumbur.
Tveir úr hópnum fóru til Amsterdam, keyptu rútuna í Köln og óku henni 800km leið sem fannst í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið flugvellinum. Spilaði bandið fyrir hóp úr Hells Angels mótorhjólasamtökunum áður en ferja til Svíþjóðar var gripin. Komnir ekki löngu síðar til Finnlands gistum við á gömlum herragarði og í næsta nágrennivar samsafn af virtustu stúdentum Evrópu sem voru að fagna því að hafa dúxað í skólum hver í sínu heimalandi.  Það skaut því skökku við þarna, leðurlúðar frá Íslandi og ofvitar Evrópu blönduðu geði.

Eftir því sem landamæri Sovétríkjana nálguðust varð umhverfið óhugnlegra, bensínstöðvarnar óhrárlegri og landslagið grárra. Stuttu áður en að landamærunum kom þeyttist skífa af tannhjóli eins hjólsins.
Afturdekkið hefði getað læst við þetta, en við tókum eftir þessu í tæka tíð fyrir einskæra tilviljun. Okkur til láns festist róin sem hélt skífunni í drullu innan á mótorhlífinni, slóðaskapur eigandans við þrif bjargaði því málinu. Því segjum við bón er böl. Við púsluðum þessu saman á síðustu bensínstöð Finnlands. Það hefði verið erfitt hinum megin við landamærin eins og átti eftir að koma í ljós.
Sem betur fer vorum við bara á fimm mótorhjólum. Hin sex sem voru ferðalangar með okkur, ferðuðust í flugvélasætum í rútunni. Bannað er að vera í stórum hópum á mótorhjólum í Sovét, það getur kostað fangavist ef hjólin eru fleiri en fimm…  Við þurftum að bíða fjóra klukkutíma á landamærunum, verðirnir rýndu í passana okkar og svo fóru fjóri klukkutímar í pásu. Rússar eru reyndar alltaf að bíða eftir einhverju sem enginn veit hvað er. Þeir fæðast í biðröð.
Við þóttum óvenjulegtir gestir á landamærastöðinni og verðirnir laumuðust að baki skúranna og smelltu af okkur myndum.

Komnir af stað reyndist erfitt að rata, götur voru ílla merktar og fátt fólk á ferli. Oft ókum fram á fólk sem var að ráfa á malbikinu í náttmyrkri í fámennum hópum.  Þegar við komum inn í borgina varð okkur ekki um sel. Hún var obboðslega skítug og umlukin virkisveggjum frá miðöldum.  Það voru vestræn merkingarskilti á sumum stöðum þannig að víð gátum kraflað okkur áfram. En málingin á þeim var þannig að þau voru næstum ósýnileg í myrkrinu. Við komum að krossgötum í eitt skipti og þar bentu vegvísar á tvær leiðir til Leníngrad. Við vorum eitthvað að vandræðast en þá kom mótorhjólanáungi á fullu og við stoppuðum hann. Hann stóð hins vegar varla í lappirnar fyrir ölvun og við fengum ekkert af viti upp úr honum.  Stuttu seinna kom svo klesst Lada og þar voru fullir náungar líka á ferðinni! Þeir buðu okkur hermannabúninga til sölu, Vodka og fleira, voru greinilega svartamarkaðsbraskarar.  Við létum nægja að fá leiðbeiningarí rétta átt.“

Mafían stelur bílum og fólki.

,,Leníngrad er eins og aðrar borgir, grá og fátæktin talsverð þannig að sumt fólk býr neðanjarðar, í göturæsunum, til að hafa yl. Við komum þangað að næturlagi en sáum engann síma til að hringja í gestgjafa okkar, hann Boris með stálandlitið. Við rákumst á fólk sem útbjó kort sem við rötuðum eftir. Boris tók á móti okkur og læsti hjólin inni í skúr því það er alkunna að þjófamafía rænir útlendum farartækjum og selur þau. Reyndar hafa stundum heilu fjölskyldurnar horfið með öllu á leiðinni milli Moskvu og Minsk. Þess vegna gættum við þess á ferðalaginu að stanza aldrei nema brýna nauðsyn bæri til.

Við vorum þrjá daga í Leningrad. Þar var fólk alltaf í biðröðum, í biðröð fyrir utan verslanir, inni í þeim til að fá körfu, biðröð eftir kvittun til að borga og svo loks biðröð til að fá að borga, eftir að hafa sýnt kvittununa fyrir útekt.  Í hillunum í einni af versluninni voru heilu veggirnir undirlagðir einhverju pækluðu glundri. Við leituðum svaladrykkja en fundum bara rauða og dísæta leðju í flöskum svona með kommanistabragði.  Við fundum aldrei verslun með almennilegum mat. Samt virtist fólk aldrei líða skort ef marka má kræsingarnar sem voru borðnar á borð fyrr okkur.  Fólk reddaði sér á svartamarkaðinum í hverri borg. Stundum fannst okkur við vera að éta fólkið út á gaddinn, fengum gnótt af kjöti og kavíar. Alltaf þurftum við að skola matnum niður með vodka.  Annað þótti Rússum móðgun og vodkadrykkjan sannar karlmennsku viðkomandi.  Par í okkar hóp þótti dálítið undanlegt þar sem það smakkar ekki áfengi og ekki bætti úr skák að þau voru líka grænmetisætur.“

Við buðum gestgjöfum okkar á einn dýrast veitingastaðinn í Leningrad. Máltíðin þar kostaði 40 rúblur en mánaðarlaun almennings var um 150 rúblur sem okkur fanst lítið miðað við fjárráð okkar, en við fengum 500 rúblur fyrir hverja tónleika Þannig að við áttum í erfiðleikum með að eyða peningununum.
Veitingastaðurinn var broslegur og máttum við gæta okkar að skella ekki upp úr yfir skemmtiatriðunum sem voru háalvarleg.  Gestanna vegna stilltum við okkur. Bannað var að fara á klósettið meðan á skemmtiatriðum stóð.  Við heyrðum spilað þarna Messeforte-lag, reyndar á vitlausum hraða, og fimmtugur maður söng Rick Ashley-lög.  Við reyndum bara að vera kurteisir undir þessum misþrymingum á vestrænum lögum.
Stundum vorum við bara kurteisir í matarboðum og borðuðum rétti sem við hefðum aldrei snert hérna heima.  Eitthvert skyrkennt duft borðuðum við sem þembdi upp magann á augabragði.   Einn ljúfengur drykkur sem heitir kefir var einskonar súrmjólk, svona súrmjók sem hefur staðið í tvo til fjóra daga eftir allra síðasta söludag.“

Maður á reiðhjóli á 120km hraða

Borgin Tallin var næst á dagskrá, í 370km fjarlægð. það þótti okkur ekkert tiltökumál eftir að hafa brunað 800 kílómetraí einum rykk. Við vorum allir ósofnir og þreyttir, urðum að mæta á réttum tíma og  Keyrðum því án hvíldar.  Litlu munaði að það yrði bjarna Braga að aldurtila. Hann sá tvö ljós koma á móti sér og langaði að svífa inn á milli þeirra og leggjast til hvílu upp í heitu rúmi.  Ljósin tvö voru aðvífandi bíll og sem betur fer vaknaði kappinn upp af þessum afbakaða þyrnirósasvefni. Skúli sá ofsjónir, sá mann á reiðhjóli hjóla á fullu inn á milli mótorhjólanna á 120km hraða…
Unga fólkið er kolgeggjað í rokktónlist en í Riga spiluðum við fyrir leiðindalið. Það vangaði við öll lög og þegar við tókum dúndrandi trommusóló stóð það agndofa og beið eftir vangalagi.  Við sjokkeruð fólkið alveg með þessum rokkleikum. Hins vegar voru mennirnir sem settu upp ljósin færir en reykvélarnar þeirra spúðu meiri olíu en reyk og allt í tveggja til þriggja metra fjarlægð frá reykvélunum var atað olíuúða.   Allir vildu vera að stjórna í okkur, fólk í Riga er með skipulagsdellu.  Það eina sem dugði á það var að vera ákveðinn og frekur og Atli setti upp húfu og sólgleraugu og lék framkvæmdastjóra. Þá gekk allt vel. Eftir tónleikana var búið að svifta mannin sem skipulagði fyrri tónleika okkar af tvennum, ærunni. Hann missti öll réttindi, húsnæði og vinnuna og var því nánast bjargarlaus. Við gátum ekkert gert og vitum ekki hvað varð um hann, en hann var rekinn þar sem skipulagi fyrri tónleika þótti ábótavant. Það er því ekki auðvelt að bjarga sér á rússneska ef eitthvað bjátar á.

Í Vilinius var Björgvin Ploder heppinn með gistingu. ,,Það var hundur á heimilinu sem ég gisti á. Hann missti þvag í hvert skipti sem hann tók á rás og bunan stóð oft aftur úr honum.  Hann var eins og kálfur að stærð og var samt bara hvolpur. Eina nóttina var hann eitthvað að vaða uppí hjá mér og meig í rúmið.  Eigandinn barði hann sundur og saman og henti honum út. Daginn eftir var hann kominn inn og bunan hélt áfram um allt gólf ef hann hreyfði sig. Á næturna gat ég ekki hreyft mig, þá hreyfði hundurinn sig og meig um allt. Ég var því bara bundinn í rúminu þó ég þyrfti kannski sjálfur að létta á mér…“

Vilnius í Litháen var skemmtilega borgin og fólk þar hataði að vera kallað rússar. Þar taldi fólk sig Litháena og var stolt af því.

Í Minsk í Hvíta Rússlandi var öll skipulagning til fyrirmyndar. Okkur fannst þægilegast að vera þar, fólkið léttara og öll aðstaða fyrir okkur í seilingarfjarlægð frá tónleikastaðnum.  Aðalgatan var er ekki nema 30km löng og við gistum skammt frá höfuðstöðvum KGB við Leníntorg.  Það var íllilega dekrað við okkur þarna. Við fengum Ikarus lúxus rútu til afnota. Hún var innréttuð með aðeins tólf stólum sem snérust í allar áttir.
Því miður þurftum við að æða til Moskvu eftir stutta dvöl.

Skammt frá Minsk skoðuðum við þorp eitt af mörg hundruð sem þjóðverjar brenndu til grunna með öllum íbúum í seinn stíriðinu. Bjöllur hringdu á mínutu fresti við hvert stæði sem hús hafði staðið. Þetta var óhugnalegt að skoða en það var kaldhæðni örlaganna að hinum megin við hæð í nágrenni rústanna var Rauði herinn að æfa skotárasir.“

Allir Moskvubúar að drepast úr leiðindum

,,Átta hundruð kílómetra akstur tók nú við til Moskvu. Þangað förum við aldrei aftur, aldrei, aldrei aftur, Borgin er ömuleg. Aksturinn þangað var erfiður og malbikið brotið og erfitt yfirferðar á motorhjólum. Moskva er skítug og menguð, örugglega ein ógeðslegasta borg í heimi.
Allir borgarbúar virðast vera að drepast úr leiðindum og enginn ratar nema í næsta nágrenni við sig því göturnar liggja eins og óskipulagður kóngulóarvefur. Það eina sem virkar þarna er lestarkerfið en götuakstur er næsta skref við sjálfsmorð.
Á fimm til sex akgreina götum eru allir á yfir hundrað kílómetra hraða – í innanbæjarakstri. Það þarf að vera í botni til að lifa af og við vorum oft fjóra til fimm klukkutíma að ferðast milli borgarhlutaþví borgin er svo stór og flókin. Þetta var eins og leika í bíomynd – að taka þátt í umferðinni, við keyrðum bara eins og við þorðum, yfirleitt nærri hundrað og fjörtíu til að vera fyrstir.  Þarna á Moskvustrætum er hæðst tíðni alvarlegra umferðaslysa og erum við ekki hissa.

Einu sinni á ljósum var bíll á undan eitthvað lengi af stað. Við flautuðum og þá fór feitlaginn ökumaðurinn í hanskahólfið og veifaði skammbyssu. Við skellihlógum en hann meinti þetta ílla, blessaður, en varð lúpulegur þegar lögga flautaði á hann.  Við sáum ekki meira af honum og örlög hans eru ókunn. Annars eru rauð ljós á götuvitum aðeins notuð til viðmiðunar eða sem jólaskraut, menn taka lítið mark á þeim. Leigubílstjórarnir voru íllúðlegir í umferðinni og öskruðu og veinuðu ef þeim líkaði eitthvað ílla. Einn sem flutti okkur veifaði veiðihnífi og óð út úr bílnum öskuíllur þegar svína var fyrir hann.  Versti leigubílstjórinn var þó í Tallin Honum  kynntist stúlka úr hópnum þegar hún skrapp í bíltúr. Hann ætlaði með hana út í skóg og ætlaði að nauðga henni.  Hún lék kalda konu, bað hann frekar að hafa mök við sig upp við tré og lést vera sú blíðasta . Kappinn fékk síðan öflugt spark á viðkvæmasta stað líkamans og lá eftir en hún hljóp og gat stöðvað bíl.“

 

Ein verslun seldi bara Regnhlífar og alternatora

,,Annan skrautlegan bílsjóra hittum við fyrir þegar Sigurður gleymdi gítar og þurfti að sækja hann í snarhasti fyrir tónleika.  Hann yfirborgaði bílstjóranum fyrirfram og bað hann að flýta ser sem mest hann gæti. Stjórinn tók það bókstaflega og keyrði eins og óður væri. Hann keyrði Volgu-drusluna bókstaflega í botni, sneið stuðara af Lödu,fór utan í strætó og annan bíl og linti ekki látunum fyrr en hann hafði skilað gítarnum og Sigurði í heilu lagi á mettíma. Allt fyrir nokkrar rúblur. Annars var mjög erfitt að fá leigubíl í sjálfri Moskvu, Tíundi hver bíll stoppaði. Kannski vorum við svona skelfilegir ásyndum. Margir neituðu að fara í tiltekin hverfi og þetta var þreytandi og hlýtur að pirra alla ferðamenn.
Rúblur eru sem matadorpeningar í viðskiptum í höfuðborginni. Fyrir þær fást aðeins helstu nauðsynjar en ef menn vilja tæki, sigarettur eða einhvern munað verða þeir að eiga pening, helst gjaldeyri í sérstakar verslanir fyrir ferðamenn. Margar verslanir eru með glæsilegar útstillingar en ekkert til að versla með. Ein verslun var með frábæra kjóla og fallega útstillingu en seldi altenatora og regnhlífar, ekkert annað! Tíu verslanir hver í nágrenni við aðra geta verið að selja sömu hlutina , það fæst svo fátt. Við keyptum okkur rakvélar og þær reyndust vera árgerð 1959
Moskva var eiginlega endapunkturinn á tónleikaferðalaginu. Fólk í Rússlandi þráir að heyra vestræna tónlist og líkuðu íslensku lögin okkar vel. Margir góðir tónlistarmenn búa þarna og stundum stóðu við agndofa yfir spilamennsku afburðamanna.“

 

Enginn skyldi reyna að drekka Rússa undir borð

,,Þeir kunna vel að drekka og enginn íslendinguskyldi reyna að drekka rússa undir borðið. Við reyndum en tókst ekki. Ef þeir opna vodkaflösku er hún kláruð. Eftir nokkur staup fá rússnesskir menn glampa í augun og halda áfram að drekka með glampa í auguanum. Við fengum glampa í augun, héldum áfram að drekka en svo slokknaði á okkur. Rússarnir héldu svo áfram og drukku. Að neita staupi er nánast glæpsamlegt í augum þeirra, því þurftum við sífellt að vera að skvetta í okkur við ólíklegustu tækifæri – alltaf með mat.
Það var reyndar ágætt þegar búið var að venjast því vodkinn ver vel í maga með mat. Þeir eiga alls kona vodka og drekka hann alltaf óblandaðann. Þetta kóksull í vodka hérlendis þykir okkur nú óskiljanlegt. Við gáfum einhverjum rússum Jack Daniels en þeim fannst það hið versta glundur og bragðdauft. Vodka blífur…

Reiðubúnir að halda heim eftir ævintýranlega Moskvudvöl lentum við í kuldakasti vetrar.  Leiðinlá aftur til Leningrad og síðan til Finnlands. ÞEssi leið var hrikaleg þrekraun, það erfiðasta sem við höfum upplifað sem mótoehjólamenn, við sáum ekki sjoppu, kaffihús, eða skýli klukkutímum saman, ekki einu sinni til að kaupa prins póló með kommonistabragði. Við vorum ekki langt frá því að verða úti á mótorhjólunum þó allt væri í lagi með rútufólkið
Við áðum í Leningrad en áttum svo 800 kílómetra eftir að landamærunum og gegnum Finnland.
Færið var hræðilegt, slabb og snjór á köflum. Það er ekkert til ámátlegra en mótorhjólatöffari sem er aðdrepast úr kulda, en við vorum svo gegnkaldir að ef við stoppuðu,gátum við varla gengið óstuddir.
Sem fyrr voru löggur að stoppa okkur fyrir of hraðan akstur, það hefur örugglega gerst oftar en tuttugu sinnum í allri ferðinni. Einu sinni stoppaði bandbrjáluð lögga rútuna og kom óð af bræði að henni við höfðum ekið á 70 þar sem mátti aka á 90kílómetra hraða! Við vorum semsagt á of litlum hraða samkvæmt hinum háu herrum í löggunni. Gæjinn veiffaði kylfunni ótt og títt og bístjórinn var að skíta á sig af hræðslu, sá síberíuvist fyrir sér. Svo hélt hann sig vera lausann allra mála og ætlaði að keyra af stað. Þá trylltist löggan, barði rútunamargsinnis með alefli með kylfunni, heimtaði vegabréfið af bílstjóranum og dró hann með sér inn í varðskýlið.

Þar upphófst ægilegur reiðilestur á rússnesku  og löggan ranghvoldi augunum af bræði. Þá komum við mótorhjólakapparnir fimmsaman og löggan hentist út.  Löggan smá linaðist og endaði á því að skýra út hraðatakmarkanir með tilheyrandi teiknimyndum á ensku. Bílstjórnn slapp við freðmýrar Síberíu en þurfti að borga sekt. Annars vorum við farnir að borga löggunum sjálfkrafa 10 rúblur í hvert skipti sem við vorum stoppaðir.  Tíu rúblur voru sama og einar mútur fyrir lögguna“.

 

Farin að þekkja nærföt hinna

,,Á Landamærunum, sem við vorum farnir að þrá að komast í gegnum, litu landamæraverðirnir inn í rútuna og skoðuðu ruslapokana. Það var allt á hvolfi í rútunni, föt hengu til þerris, nærföt, sem við vorum farnir að þekkja hvert af öðru eftir sex vikna samvistir, og annað drasl. Þeir hristu bara hausinn og hleyptu okkur í gegn. Það var ótrúleg sæla að komast til Finnlands. Malbikið var rennislétt, glitraði í sólskini sem braust fram um leið og við komum yfir landamærin.  Þetta var eins og himnensk dýrð eftir grámyglu í sex vikur. Við dönsuðum af gleði þegar við gátum keypt okkur kaffi og mjólk í fyrstu sjoppunni. Þetta voru svo ótrúleg stakkaskipti á fáum kílómetrum – með landamæri á milli. Jafnvel þegar að það rigndi allt í einu þá fannst okkur rigningin hrein miðað við þá rússnesku.
Við rétt náðum ferjunni frá Finnlandi til Svíþjóðar og gistum nánast í gufubaðinu til að ná upp eðlilegu hitastigi eftir kaldann akstur í Rússlandi. Við höfðum ætt 1500 kílómetra á tveimur dögum og þótti því leikur einn að aka 600 kílómetra þegar við komum til Danmerkur.

Við viljum allir fara aftur en ekki á mótorhjólum nema þá með rútu sem getur flutt þau lengri vegalengdir. Hins vega förum aldrei til Moskvu aftur. Aldrei. Ekki fyrir miljón rúblur eða þúsund lítra af vodka…“

Viðmælendur Samúels voru
Björgvin Plóder, Skúli Gautason, Friðþjófur Ísfeld Sigurðsson og Einar Rúnarsson.

Tímaritið Samúel 1989