Smárabíó bauð upp á sérstaka snigla sýningu í gærkvöldi á mótorhjólamyndina Bikeriders. Um það bil 70 meðlimir Sniglanna komu í hópkeyrslu á sýninguna klædd í leðurföt og með hjálma.

Ólafur Þórisson markaðsstjóri Smárabíós segir að stemningin hafi verið afar góð þegar bíóið fylltist af leðurklæddu hjólafólki.

„Smárabíó ákvað að taka sérstak tillit til þeirra sem komu á sýninguna með því að lækka hitastigið í salnum til að öllum liði þægilega í leðurgöllunum í salnum. Það var mikill leður og mótorhjólalykt í loftinu eftir að myndinni lauk og hjóluðu Sniglarnir út í sólarlagið með bros á vör og eitthvað popp í tönnum,“ segir Ólafur.

Lovísa Arnardóttir skrifar  fyrir Visir.is