Honda’s cutting-edge V3 engine gets boosted with electric compression

Já það er ekki hægt að segja annað en að hér sé á ferðinni spennandi mótor V3  þ.e. tveir að framan og einn að aftan,   vatnskælt með rafstýrðri túrbínu.

Á dögunum sýndi Honda frumútgáfu af þessari vél á má með sanni segja að hún er glæsileg þó túrbínan sé lítil og nett.

Vélin sjálf er ekki breið heldur lítið breiðari en gaffalbrúin á hjólinu og og má sjá að það væri auðvelt aðgengi að síjum ef hjólið sem kemur er naked útgáfa þ.e.   aðgengi að ventlum að framan gæti kannski verið aðeins meira mál, en það er vandamál vem vélvirkjar leysa eftir 50 þúsund km eða meira er ef stilla þarf ventla.

Mótorinn er 75°V motor og er að sjálfsögðu vatnskæld en við fáum bara að sjá mótorinn, en enga vatnkassa svo það á eftir að breyta lookinu.

Túrbínan er eitthvað alveg nýtt, og að hún sé ekki stýrð af útblæstri heldur tölvurafmagnstyringu er öðruvísi.
Þar með getur tölvan stjórnað nákvæmlega hversu mikið loft fer inn á vélina óháð snúningi og ætti það að taka út ýmsa gangkvilla nú eða auðvelda allskonar tjúnvinnu.

Hugsanlega þar hjólið eitthvað öflugra rafmagnskerfi til að knýja Túrbínuna og kannski stærri rafgeymi, en líklega leysa þeir það vandamál auðveldlega.

Mótorinn er hugsaður til notkunar í nokkrum gerðum stærri mótorhjóla og verður spennandi að sjá þær útfærslur og hvað hann getur þegar þar að kemur.

En mér sýnist að hann gæti hentað bæði í racera – hippa og adventure hjól.

Ath þetta er ennþá bara hugmyndaútgáfa  (concept) og það þarf ekkert að vera að þetta komi út úr verksmiðjunum þó manni lítist ágætlega á það sem maður sér.

Gaman að þessu…

 

Ath þetta er ennþá bara hugmyndaútgáfa  (concept) og það þarf ekkert að vera að þetta komi út úr verkksmiðjunum þó manni lítist ágætlega á það sem maður sér.

Gaman að þessu…