Kynningarmyndband

Í Sept­em­ber í fyrra létu hjón­in Skúli Skúla­son og Sig­ur­laug Ein­ars­dótt­ir gaml­an draum ræt­ast og fóru í mótor­hjóla­ferð um Banda­rík­in. Skúli hef­ur lengi haft mik­inn áhuga á að mynda og klippa sam­an efni úr ferðalög­um sín­um og í þetta skiptið gerði hann tvo þætti um ferðalagið sem tók 10 daga.

Þætt­irn­ir, sem eru alls ríf­lega 90 mín. að lengd, nefn­ast Four Corners sem er punkt­ur­inn þar sem Utah, Nýja Mexí­kó, Col­orado og Arizona-fylki skar­ast. Farið var með 24 manna hópi sem hjólaði um á 16 Harley Dav­idson mótor­hjól­um og þegar yfir lauk höfðu rúm­lega 3600 km verið lagðir að baki.

Þætt­irn­ir sem eru aðgengi­leg­ir á Vi­meo eru tal­sett­ir á ensku til að ná til sem flestra. mbl.is ræddi við Skúla um ferðina og mynd­ina.

 

Mbl.is

26.12.2014