...
„Ég — fertug konan — fann nýja leið að náttúrunni,    öðru fólki og innra friði.      GRACE BUTCHER 

 

Það besta við þetta allt  saman? Það er að vera aleinn — að vera maður sjálfur. Að þurfa ekki að  spyrja: Viltu stansa hérna?  Viltu beygja hérna? Ertu tilbúin að leggja af stað núna?“  Á þessu kvennaári held ég, að Þetta hafi verið það besta.

Og að aka! Það var það eina, sem ég aðhafðist hvern dásamlegan daginn á fætur öðrum, meðan hvíta BMW R60/6 mótorhjólið mitt með værðarlega vélarhljóðinu, flutti mig gegnum bláa, græna og gullna veröld á þessari 4000 kílómetra löngu útileguferð um norðausturhluta Bandaríkjanna og Kanada.

Ég — fertug konan — fann nýja leið að náttúrunni,
öðru fólki og innra friði.

Ég hafði farið í útilegu áður, en í það sinn hafði ég bara staðið og horft á, meðan ferðafélaginn reisti tjaldið,  kveikti bál, lagaði mat og gekk svo frá öllu saman aftur. Þess vegna hafði ég, áður en ég lagði af stað, reist rautt nælontjald í ávaxtagarðinum, skammt frá húsinu okkar, og reynslusvaf í því til að venja mig við. Ég notaði enga dýnu, ég lagðist bara til hvílu á óslétta jörðina og það var eins og Móðir Jörð tæki mig blíðlega í fang sér. Morguninn, sem ég ók í gegnum bæinn í norðurátt fannst mér ég heyrði til þessum gömlu galvösku mótorhjólagörpum, þar sem ég ók í vínrauðum leðurbúningi á hvíta mótorhjólinu með allt mitt hafurtask í þétt samanvöfðum böggli og nokkrum hnakktöskum. Þegar ég ók spottann að hraðbrautinni og hafði jafnt
augun á umferðinni, sólinni og dimmbláum himni, sagði ég (mjög ánægð með sjálfa mig): „Jæja, nú byrjar það!“ Þetta var svo sem engin frumleg athugasemd, en aðstæðurnar voru mér það og nægja mér til afsökunar. Ég, sem á mínum fjörutíu árum hafði aldrei tjaldað fyrr en fyrir tveim vikum, var að leggja upp í 4000 km langt ferðalag með útilegu, á fínu, nýju mótorhjóli . . . alein!

GRACE BUTCHER

Alla ferðina út í gegn brostu bílstjórar og farþegar þeirra til mín. Flestir þeirra, sem veifuðu mér, voru börn og eldri konur. Ég hugsaði dálítið um seinni hópinn, en varð svo sátt við að þessar gömlu, gráhærðu, vísu konur væru orðnar nógu gamlar
til að hafa skilið, að ef lífið á að hafa einhvern tilgang, verði maður að finna út hver hann á að vera — og hrinda áformum sínum í framkvæmd —- áður en það er of seint. Það vildi svo til, að ég stansaði til að borða á sama veitingahúsi og bílfarmur af konum, sem hafði skömmu áður ekið veifandi framhjá mér. Ég sat enn á mótorhjólinu og var að taka af mér hjálminn og hanskana, þegar ein þeirra hrópaði til mín: „Mig langar bara að segja þér, að okkur finnst þú sniðug. Ég sagði við þær hinar. Hugsið ykkur að láta vindinn leika um andlitið! Og svo ertu alveg á eigin vegum. Okkur finnst það hljóti að vera dásamlegt!“

Með kurteisisbrosi lék ég hlutverk furðukvenmannsins og naut þess að vera kvenkyns, alein á mótorhjóli. Það varð ég að endurtaka oft á komandi vikum og ég varð aldrei þreytt á því. Ef ég á að vera heiðarleg, hafði ég lítið hugsað um þau vandræði, sem ég gæti átt eftir að lenda í á leiðinni. En allir, sem ég hitti, voru bara vingjarnlegir, forvitnir, hjálpsamir, kurteisir og áhugasamir. Eins og bensíntittur einn orðaði það, einu sinni þegar ég var að fylla á tankinn: „Að sjá konu eins og þig á hjóli eins og þessu . . . ja hérna, ég tek ofan fyrir þér! Þú getur verið viss um að enginn verður þér til trafala.“ Og það stóð heima. Ég er 1.68 sm há og 52 kg á þyngd. Það er því ekki stærð mín, sem vekur virðingu. Það er eitthvað annað. Og ég held að það hafi einfaldlega verið það, að ég lagði upp í þessa ferð.

Venjulega keyrði ég rólega af stað og muldraði „sko!“ og „nei!“ þegar ég sá nýtt landslag breiðast út fyrir framan mig. Ég man ennþá hallann í beygjunum, þegar ég keyrði krókabeygjuvegi upp fjöllin. Eru nokkur fallegri tré til en þyrping af hvítu
birki, sem stendur eins og krítarstrik upp úr barrskóginum? Dag nokkurn er ég hafði tjaldað við fjallavatn, fann ég nokkur stór stykki af birkiberki og skrifaði á þau bréf. Mig hafði alltaf dreymt um að skrifa bréf á birkibörk. Það færði mig aftur til sjö ára
aldursins, þegar það skemmtilegasta, sem ég gat hugsað mér, var að leika indíána.

Eina nóttina kaus ég heldur að sofa í smákofa í stað tjaldsins. Hann var pínulítill og stóð við hið volduga St. Lawrencefljót, þar sem það var 30 km breitt og er næstum eins og hafið með sjávarföllum, mávum og fullt af rekadrumbum, sem hafði skolað upp á ströndina. Ég hlóð dálítinn bálköst, sem ég skvldi með steinum, eldaði matinn, borðaði og sat svo með uppáhaldsdrykkinn — súkkulaði og kaffi til helminga — á meðan sólin gekk undir.

Ég sat lengi í rökkrinu á rauðbrúnum sandinum og hallaði mér upp að trjábol, sem var rennisléttur af öldurótinu. Smám saman seig ég neðar og neðar, þar til höfuðið hvíldi á trjábolnum, og ég hvíldist í sandinum.
Bálið var nær útkulnað og appelsínulitur rnáninn lýsti upp svarbláan himininn. Það hafði hækkað í fljótinu svo það átti fáa metra eftir að fót um mínum. Ég lá langa lengi hreyfingarlaus, full djúpstæðrar ánægju.

Þessi ánægja átti rætur sínar að rekja til þeirrar sælu fullvissu að á hverju kvöldi myndi ég tjalda einhvers staðar og halda af stað að morgni. Engin föst áform. Enginn sími. Engir stílar að leiðrétta. Ekkert að hafa fyrir stafni hvern friðsælan daginn á
fætur öðrum, annað en að aka. Burtséð frá nokkrum símtölum við 21 árs gamlan son minn lét ég engan vita hvar ég var. Og ég var fyllilega sátt með að enginn vissi hvar ég var niður komin eða vissi hvenær ég kæmi aftur.

Fólkið. Það var ný reynsla. Maðurinn við bensíntankinn í Quebec svaraði spurningu minni um hvítu „fjöllin“ við asbestnámurnar á þá leið, að hann sendi son sinn inn eftir asbestbita handa mér — glampandi, svörtum steini, sem leit út fyrir að  bómullarþræðir héngu út úr — til þess að ég gæti sýnt vinum mínum heima. Og litlu drengirnir tveir, barnabörn hjónanna, sem ráku tjaldstæðið, sýndu mér bestu, fegurstu og leyndustu staðina við litla vatnið, þar sem ég gæti tjaldað, og trítluðu samviskusamir við hlið mína um kvöldið, þegar ég fór í smá leiðangursferð.

Mikið var ég dásamlega þreytt á kvöldin, eftir röskar átta stundir á þjóðveginum. Og hvað ég fór fljótt að sofa og vaknaði snemma — og vel upplögð. Ég hreyfði mig með varkárni á morgnana í tjaldinu mínu, því á hliðum þess höfðu safnast saman dropar, sem héngu þar gins og rúbínar og glömpuðu í sólaruppkomunni. Og svo tók ég allt saman, það varð að þorna á ferðalagi dagsins. Ég var glöð yfir að tjaldið var rautt. Hver dagur hófst í rósrauðum bjarma!

Stundum var ég fúl yfir að sjá hvaða merkingu ferðamenn leggja í orðið ,,útilega“. Á sumum tjaldstæðum var þetta eins og að búa í íbúðum — bara undir berum himni. Þetta voru tölusett smásvæði með runnum í stað veggja. Sjónvarpi og útvarpi. Konur spígsporuðu í baðkápum með krullupinna í hárinu. Rafmagnsrakvélar. Ég flýti mér framhjá svona stöðum.

Ég hef sítt hár, sem ég flétta í tvær fléttur. Stundum slást þær framan í mig vegna loftstraums frá vindhlífinni. En ég hef ekkert á móti því að vegfarendur sjái að þar sé kona á ferð og þess vegna treð ég þeim ekki undir hjálminn. Árangurinn er líka sá, að ég hef ekki orðið vör við neinn fjandskap annarra vegfarenda, eins og svo margir mótorhjólaferðalangar kvarta yfir.
En dag nokkurn hugsaði ég með mér. „Skítt með það, ég set hárið upp undir hjálminn, þá er það ekki fyrir.“ Skömmu síðar stansaði ég við bensíntank til að spyrja til vegar. Eins og venjulega gekk ég innfyrir án þess að taka hjálminn af mér eða gleraugun og bensíntitturinn spurði kurteislega: „Hvað get ég gert fyrir þig, herra?“ Og þá tosaði ég fiétturnar niður aftur!

Þegar ég sneri til Bandaríkjanna aftur, var ég spennt og æst, þegar ég átti að fara yfir landamærin, eins og væri ég njósnari. Vingjarnlegur tollvörður talaði fram og aftur um mótorhjól við mig — svona eins og til að róa mig — og svo spurði hann: „Hvaða farangur ertu með til baka, sem þú hafðir ekki, þegar þú fórst af stað?“ Ég hugsaði svo brakaði í heilanum, því ég vildi fyrir alla muni vera heiðarleg. „Við skulum nú sjá — jú, tvö epli, tvær ferskjur, dós af hænsnakjötssúpu, og asbestbút.“ Hann glotti:
„Þú hefur ekki gert mjög mikið fyrir kanadiskan þjóðarhag,“ og svo mátti ég halda áfram.

Í stuttu máli sagt var það dásamleg upplifun að keyra út í víðáttuna á hverjum degi, að vera aleinn í friði með sjálfum sér, að hlaða lítinn báiköst og laga einfalda máltíð, horfa á sólina setjast, vera heilsusamlega þreyttur eftir ferðalag dagsins og sofna
öruggur á jörðinni undir rauðu þaki. Alltaf stóð stóra, hvíta mótorhjólið og beið þolinmótt eftir mér, alltaf startaði það í fyrstu tilraun, og suðaði friðsamlega í átt til fjallanna, renndi sér glæsilega gegnum bæina og ávann okkur vini hvar sem við fór. -Það var minn tryggi félagi, sá. síðasti sem ég sagði góða nótt við á kvöldin, áður en ég lokaði tjaldinu mínu og sá fyrsti sem ég bauð góðan daginn.

Þetta fyrsta ferðalag okkar verður áreiðanlega ekki það síðasta.

Úrval 11 hefti 1975

 

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.