Í dag lögðu í hann tveir Tíufélagar á mótorhjólum áleiðis á Landsmót bifhjólafólks sem verður reyndar ekki fyrr en eftir mánuð í Trékyllisvík á Ströndum.

Völdu þeir að fara lengri leiðna á mótið að þessu sinni því þeir stefna að því að taka ferjuna út frá Seyðisfirði og ferðast um Evrópu áður en þeir koma til baka og enda á Landsmóti.

Við óskum þeim Fiffa og Val góðrar ferðar og munum fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum á leiðinni.

Hjólin sem þeir fóru á eru Suzuki Hayabusa 1300 og Honda CBF1000F  en þeir eru búnir að nota veturinn til að undirbúa ferðina og græja hjólin.

Snappkòðin fyrir snappið hjà Val er hèr.