Stutta svarið er „JÁ“ af hverju ekki?
En fjöldinn allur af rökum, greinum, ástæðum og hverju sem er segja NEI.  200 hestafla hjól eru ekki byrjendahjól.

Þegar þú loksins ákvaðst að fara í mótorhjólaprófið og þú náðir prófinu. Þá þarf að fá sér hjólið. Við höfum áður komið með grein um hvaða hjól hentar byrjendum en eins og segir þar að þá ætlum við ekki að vera sá sem segir NEI eða JÁ við spurningum þínum. Við getum bara bent þér á hvað sérfræðingar segja.

Við eigum öll okkar draumhjól, við getum alveg séð okkur í hyllingum á þessu eða hinu hjólinu. Þegar við setjumst á drauma tryllitækið, tilfinningin sem við fáum, hvort sem hún sé gæsahúð eða kvíði þá fáum við öll einhverskonar gæsahroll við einhverri einni ákveðnari tegund. Hvort sú tegund er Hayabusa eða Harley Davidson getur bara þú sagt til um.

En til að svara upphafsspurningunni að þá er svarið einfaldlega JÁ ef þú telur þig geta ráðið við allt þetta afl í þessum tryllitækum að þá segi ég bara go for it.

En er það skynsamlegt fyrir þig að byrja á slíku? Ef þú þekkir ekki nógu vel til hegðunar mótorhjóla.   Að ráða við svona stór hjól er aðeins meira en að segja það.

Fórstu beint í A prófið án þess að taka A1 eða A2 og hefur því ekki bakgrunn eða þekkingu á akstri sporthjóla?
Freistingin á beinum vegarkafla verður gríðarleg því jú þú hefur kannski ekki þá reynslu að geta staðist freistinguna (ef nokkur hefur þá reynslu) En hvað sem hver segir að þá held ég að freistingin til að sjá hvað þú getur verður alltaf ofan á, við förum ekkert út í að tala um að þú viljir sjá hvað hjólið getur því það mun geta svo miklu meira en þú.

En hvort sem þú ferð eða ferð ekki á 200 hestafla hjólið og byrjar bara fyrst á 100 hestafla hjóli  að þá þarftu að fá þér hjól og koma út að hjóla með okkur hinum og öðlast um leið reynsluna til að fá þér stærra hjól næst 🙂

Kawasaki H2R er með Hraðametið og miklu meira en 200 hestöfl.