Hjálmar Sigurðsson á Stokkseyri á sér sérstakt áhugamál því hann safnar mótorhjólum.

Þetta losar  vel yfir eitt þúsund hjól af ýmsum gerðum, sem Hjálmar hefur safnað síðustu fimmtán árin.

„Þetta er bara mitt áhugamál, ég safna bara öllum hjólum,“ segir Hjálmar. Hann á mikið af Harley Dawson, hjólum, nokkur lögreglumótorhjól og meira að segja Spidermann mótorhjól.

Þrátt fyrir að hann sé komin yfir Sextugt þá lætur hann það ekki stoppa sig enda gefur söfnunin honum mikið.

„Það er bara gaman af þessu, þetta er það sem ég hrærist og lifi í, ég er mótorhjólamaður og verð það alveg þar til að ég dey. Það er eins og þeir segja Bretarnir, þegar ég hætti að geta hjólað á tvíhjólinu þá set ég þriðja hjólið undir, ég get þá bara hjólað lengur.“ Hjálmar er með mótorhjólaskegg. „Já, já, það fylgir þessu, það er nú bara þannig, maður lifir bara í þessu og ég er bara eins og ég er,“ segir Hjálmar.

Hann segist ætla að halda áfram að safna mótorhjólum og þiggur fleiri ef einhver á. „Já, já, ég þigg alveg í safnið hérna, ef fólk á þau niður í geymslu eða einhversstaðar annarsstaðar, þá þigg ég hjólin, ég get alveg borgað pínulítinn pening fyrir þess vegna,“ segir hann.