Að hafa speglana rétt stillta á ökutækinu.
Að hafa speglana rétt stillta á hjólinu er sennilega eitthvert það einfaldasta og ódýrasta öryggisatriði sem hver hjólari getur haft í lagi á hjólinu. Ekki bara það að þú vitir þá hvað sé að fara að koma ss bílar að taka frammúr (ef þú leyfir það) en einnig getur þú mögulega séð hvort þeir sér bara úti að aka og taki jafnvel ekki eftir þér.
Hver hefur ekki heyrt orðatiltækið að vera úti að aka og bara tók ekkert eftir þessu eða hinu.
Að vita hvað sé fyrir aftan þig er næstum jafn mikilvægt og að sjá vel fram fyrir sig en já bara næstum. En með því að fylgjast vel með umferðinni fyrir aftan sig líka má mögulega koma í veg fyrir aftan á keyrslu með tilheyrandi tjóni á hjóli og ökumanni.
Að hafa speglana rangt stillta eða jafnvel enga spegla má líkja við að aka um með skálkaskjól eins og hestar voru útbúnir hér áður fyrr svo þeir sæju ekki hliðarumferðina og gætu fælst við hana.
Til að hafa speglana rétt stillta fyrir þig er oftar en ekki gott að hafa þá þannig að þú fáir sem breiðasta sjónsvið, þeir eiga ekki að sýna það sama ss ef bíll er beint fyrir aftan þig að þá áttu að sjá sitthvora hlið bílsins eftir í hvorn spegilinn þú lítur. Ef þú sérð bara þig sjálfan verður þú að fá þér framlengingar á speglana því þó útsýnið sé ómótstæðilegt að þá bætir það ekki öryggið þitt að sjá þig sjálfan. Einföld google leit skilaði fjölda niðurstöðva um framlengingar eða lengri arma á spegla.
Ef þú setur málið yfir á bifreið að þá eru flestir bílar útbúnir þremur baksýnisspeglum. Sá sem er inni í bifreiðinni sýnir það sem er beint fyrir aftan bílinn en hliðarspeglarnir eru oft bara til skrauts eða svo, eru stilltir til að sjá útlínur bílastæðis eða sýna sama sjónarsvið og miðspegillin. Hvar eða hvenar heldur þú að bílstjóri bílsins með speglana svoleiðis stillta sjái mótorhjólið koma að honum.
Því miður þá er mótorhjólið á blinda blettinum hjá þeim bílstjórum sem keyrir um með speglana sína út í bláinn ef svo má segja. Stillir þá ekki að sér.
Förum varlega þarna úti og endum ferðina heima.