Aðalfundur Tíiunnar var haldinn 13.október 2023 í Mótorhjólasafni íslands á Akureyri.
Það var fámennur en góðmennur aðalfundur Tíunnar sem haldin var í gær.
En þar sem fundargerð er ekki tilbúin á er best að stikla á stóru um fundinn.
Ein Lagabreytingatillaga var samþykkt um að aðalfundur yrði framvegis að vori þ.e fyrir 15 maí ár hvert, í kjölfar þess bauð Víðir sig fram til áframhaldandi formanns þangað til. Sem var samþykkt.
Stjórnin er þar með nánast eins , en eina breytingin var að Arna María Sigurbjargardóttir var kosin inn í stað Antons Steinarssonar.