Í dag 20.apríl 2024 var haldinn aðalfundur Tíunnar Bifhjólaklúbbs Norðuramts.
En áður en fundurinn hófst þá komu hjónin Kristján hringfari og Ásdís í heimsókn til okkar og kynnti Kristján okkur ferðir sína um heiminn og hvernig það breytti lífsýn hans.
Kynningin var mjög áhugaverð, og eftir að hafa spjallað við okkur þá bauð hann okkur bækurnar sýnar til sölu en bætti samt um betur því hann gaf Tíunni alla söluna af bókunum sem var afar rausnarlegt af þeim.
Tían færði þeim einnig gjöf, sitthvora tíupeysuna svona til að þau myndu eftir heimsókninni til okkar. Kærar þakkir frábæru hjón.
Aðalfundur Tíunnar .
Eins og áður sagði þá hófst aðalfundur Tíunnar stuttu eftir að Kristján hafði lokið sér af.
Venjuleg aðalfundarstörf voru viðhöfð, farið yfir reikninga og svoleiðis, og svo kom að stjórnarkjöri.
Víðir formaður og Valur gjaldkeri ásamt Sidda Ben, höfðu gefið út að þeir óskuðu eftir að hætta, en Víðir og Siddi hafa verið í stjórn í mörg ár Víðir 8 ár og Siddi í 7 ár.
Framboð á fundinum komu svo fram:
Trausti Friðriks og Gissur Agnarsson ásamt Ómari Geirsson buðu sig fram og voru kjörnir í stjórn,
Óskar Björn Guðmundsson bauð sig svo fram sem Formaður Tíunnar og var hann kosinn samhljóma.
Stjórn á svo eftir að stilla sér betur upp en hún gerir það á sínum fyrsta fundi eftir aðalfund.
Til hamingju og gangi ykkur vel .
Stjórn Tíunnar 2024 eftir aðalfund 20.04.2024
Óskar Björn Guðmundsson (Formaður)
Svanhvít Pétursdóttir (Gjaldkeri)
Anna Guðný Egilsdóttir (Ritari)
Arna María Sigurbjargardóttir (Varaformaður)
Gissur Agnarsson (Fjölmiðlafulltrúi)
Trausti Friðriksson (Varamaður)
Ómar Geirsson (Varamaður)