Beygja á mótorhjóli, ökumaðurinn hallar sér hvert?

Þegar ekið er á mótorhjóli og beygjur eru teknar, er svo sem ekki til ein aðferð sem er réttari en önnur annað en að á meðan þú dettur ekki að þá sleppur það til. If it works it ain’t stupid sagði einhver.

Mótorhjól virka best þegar þau eru beint upp, þess eða stærsti hluti dekkjanna snerta jörðina. Dekkin eru breiðust á þeim hluta sem liggur að jörð og þá virka dekkin best s.s til hraðaaukning og hraða minnkun og demparar virka einnig rétt. Það er aftur á móti í beygjum sem snertiflötur dekkjanna verður hvað minnstur og mismunandi dempun og þá þarf aðeins að hafa hlutina í lagi ef ekki á að fara illa.

Þegar þú tekur mótorhjólaprófið að þá er farið yfir kafla þar sem farið er í þessi atriði en góð vísa er aldrei of oft sögð.


Ef litið er á mynd 1 má sjá að hjólið og ökumaður mynda svokallaðan láréttan ás. Rauðu örvarnar og ásetan hjá ökumanni parast sem þýðir að miðflóttaraflið ýtir rétt í hjól og ökumann á meðan að aðdráttarafl jarðar togar inn á við og niður, ökumaður ætti að komast klaklaust frá þessari beygju.

Mynd 2 sýnir aftur á móti þar sem ökumaður hallar sér út frá hjóli og þar með setur hann þyngdarpunktinn ofan á hliðina á hjólinu og ýtir því meira á hjólið niður og hjálpar því aðdráttarafli jarðar að toga hjólið niður. Miðflóttaraflið togar líklega ekki nóg í ökumann og hjól svo mjög líklegt er að ökumaðurinn falli í þessari beygju ef ekki er gripið til aðgerða strax s.s með hraðaaukningu og eða hætta við beygjuna (rétta hjólið af).

 

Mynd 3 sýnir ökumann halla sér of mikið inn á við í beygjunni og líkja þar með eftir keppnisökumönnum.
Ekki er sérstaklega mælt með því að ökumenn á venjulegum hringtorgum eða í húsahverfum beygi með þessum hætti en vanir ökumenn geta nýtt þessa aðferð ef gallinn er útbúinn hlífum á hnjánum til að taka við þessu skrapi en nýta má þessa aðferð s.s ef gripið er ekki eins og það á að vera á götunni ss vegna bleytu eða sandur sé á götunni.