...

Þegar farið er í ferðalag á mótorhjóli er oft sagt að betra sé að búast við öllu. Það getur svo sannarlega verið réttmæli hér á landi þar sem allra veðra er oftast von. Hvort sem þú ert á ferðinni á vorin, sumrin eða á hausti að þá getur þú átt vona á nær öllum veðurbrigðum sem til eru en vonandi bara snjóar ekki á þig.

Eitt af því sem allir geta átt á hættu að lenda í er að hjólið bilar eða að verða bensínlaus á miðri heiði eða allavega langt frá næstu bensínstöð. Oft er ekki annað í stöðunni en að byrja bara að labba af stað. Ef fleiri eru með í hóp að þá er hægt að draga hjól. Það hinsvegar er ekki sama hvernig það er gert.

Með því að hafa með sér dráttartaug ertu við öllu búinn en ef hún er ekki meðferðis má oft finna á víðavangi eitthvað sem hægt er að nota. Að sjálfsögðu er ekki nein ein rétt leið til að draga mótorhjól en hér er dæmi um tvær aðferðir sem mælt er með en til þess þarf dráttartaugin að vera allavega 4 – 6 metrar að lengd fyrir báðar aðferðirnar.

Þegar þú hefur orðið þér úti um 4 – 6m langa taug að þá er vafið utanum fótstigið hægramegin á hjólinu sem dregur og ökumaður setur svo löppina á fótstigið til að halda dráttartaugini, hjólið sem dregið er vefur aftur á móti utan um vinstra fótstigið og ökumaður þess hjóls setur löppina á fótstigið til að halda dráttartaugini þar. Þessi aðferð minnkar hættu á að hjólið sem dregið sé lendi á hjólinu sem dregur ef það þarf að hægja snöggt á en einnig geta þá ökumenn sleppt dráttartaugini ef allt stefnir í óefni. Að nota hægra fótstigið á hjólinu sem dregur er einfaldlega vegna þess að ef það er keðjuknúið að þá getur keðjan nagað taugina í sundur á stuttum tíma en einnig ef drifreim er að þá getur taugin skemmt reimina.

Hin aðferðin er að þá er taugin eingöngu laus fyrir hjólið sem dregið er. Byrjað sé á að festa taugina á hjólið sem er að fara að draga í bæði fótstigin, þannig að taugin liggur yfir hjólið, upp á sætið. Miðjan á taugini á sætinu er fundinn og þar er fest taugin sem fer yfir í hjólið sem draga á. Við þetta myndar taugin Y. Lausi endinn er nú þræddur undir aðal ljósið á hjólið sem draga á og á milli dempara þess og upp við stýrið hægra megin, taugin er síðan þrædd yfir á vinstri hlið og vafin utan um vinstra haldið á stýrinu. Einn til tveir hringir og ökumaður heldur svo utan um taugina um leið og hann heldur utan um stýrið, þá getur ökumaðurinn sleppt taugini ef í óefni er að stefna.

Að sjálfsögðu eru til aðrar aðferðir við að draga hjól en hér er þó þessar tvær sem þarfnast ekki svo ýkja mikils undirbúning en alltaf þarf að fara varlega svo ekki sé verið að valda neinu tjóni á hjólunum.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.