Hver hefur ekki lent í því í mótorhjólatúr að leita sér að gistingu yfir nótt í ókunnugri borg eða landi.

Ertu þú til í að hýsa mótorhjólamann/konu á heimili þínu?

Kynnast nýju fólki með svipuð áhugmál í leiðinni og kynna land og þjóð?

Kynna þá fyrir flottustu túristastöðunum og hjálpa þeim sem þarfnast kannski smá aðstoðar með hjólið og finna viðgerð?
Við spjölluðum við Zee Traveler og spurðum
Hvað er Bunk-a-Biker?
Bunk-a-Biker er einfaldlega net mótorhjólamanna sem geta hýst aðra hjólamenn eða ferðamenn sem eru að leita að einhvers staðar til að gista.
Bunk-a-Biker var stofnað síðla árs 2016 af Kjetil Lystad sem býr í Noregi. Það er miklu erfiðara að tjalda um alla Evrópu svo hópur mótorhjólamanna sem býðst til að hýsa farandhjólamenn væri dýrmætur. Vegna heilsu og lífsmála hafði Kjetil ekki tíma til að reka hin fjölmörgu útibú Bunk-a-Biker og tengisíðuna. Allir hóparnir höfðu litla sem enga virkni þegar ég sendi Kjetil skilaboð um að bjóða fram aðstoð mína við að sameina hópana, skipuleggja allt efni og byrja að kynna nýja kortið til að fá meðlimi til að bæta við pinnum sínum.
Vefstjóri Tíunnar skoðaði aðeins kortið og það er aðeins einn bunk a biker pinni á Íslandi , og er hann á Súðavík og er þar Þórður Sigurðsson sem býður fólki inn á heimili sitt.
Hringdi ég í hann og spurði hann aðeins út í þetta. og hvort hann hafi haft einhverja í gistingu.
„Ekki sagði hann að neinn hefði gist en hann hefði samt tvö laus herbergi handa þeim sem hefðu samband við hann.“
Skoðið þetta endilega það væri gaman að það væri svona Bunk a Biker víðar á íslandi 🙂