Sænski rafmótorhjólaframleiðandinn kynnti á dögunum Bukk, sem er nýtt hjól frá Cake. Bukk byggir á upplýsingum úr mótaröð sem Cake heldur þar sem ekið er á hjólum þeirra.

Rafhlaðan í Bukk er 72V, 2,9 kWh lithium-ion. Hún skilar 21,5 hestöflum og gerir Bukk hraðskreiðasta hjólið í vörulínu Cake. Hámarkshraði hjólsins er 100 km/klst.

Ekki er gefin upp drægni fyrir Bukk í kílómetrum. Hins vegar gefur Cake upp að hleðslan dugi í þrjár klukkustundir í akstri á slóðum. Rafhlaðan er um 100 mínútur að hlaða upp í um 80%.

Vísir.is
Kristinn Ásgeir Gylfason
25.11.2022