DAKAR 2024

Dakar – dagur 1

Á upplýsingarfundi í gær fyrir þennan dag var sérstaklega varað við erfiðum leiðum í dag, mikið grjót sem væri erfitt yfirferðar.
Og það stóðst svo sannarlega og duttu 2 hjólamenn út í dag.
Joaquim Rodrigues(HERO) féll eftir 82km, hann var með meðvitund þegar sjúkraþyrla kom að honum en greinilega eitthvað brotin.
Siguvegari gærdagsins Tosha Schareina(Honda) féll eftir 240km og úlnliðsbrotnaði. Liðsfélagi hans Ross Branch(Honda) kom að honum fljótt og var hjá honum þar til þyrlan kom, tapaði hann um 25mín á þessu en samkvæmt reglur fær hann þann tíma til baka, það er gert til þess að menn hiki ekki við að stoppa við slysstað og aðstoða þá sem þess þurfa.
Ross hafði verið á fljúgandi ferð í dag og biðu menn spenntir eftir tímum þegar hann kom í mark 16mín á eftir fyrsta manni en eftir leiðréttinguna kom í ljós að hann var sigurvegari dagsins.
Næstum 11mín á eftir var þá Ricky Brabec(Honda) og 30sek seinna spútning gaurinn frá því í fyrra Mason Klein(KOVA) en hann var fyrstur inná leið dagsins og fékk 6mín í bónus fyrir það, vel gert og það á kínversku hjóli sem margir hafa ekki haft trú á.
Það hefur gengið á ýmsu fyrir Mason en einum degi fyrir rallið leit út fyrir að hann yrði ekki með þar sem hjólið var fast í tolli en það slapp og hann er að brillera.
Þar sem búið var að segja að fyrsta vikan yrði erfið þá sást að margir af toppökumönnunum voru aðeins að spara sig.
Heimsmeistarinn Luciano Benavides(Husqvarna) sagði „leiðin var nánast ófær og þetta væri næstum eins og hardenduro eða trial og vonandi verður þetta ekki svona á morgun.“
Daniel Sander(GasGas) sagði eftir daginn „það er rokk og ról þarna, mér líður eins og við séum búin með 5 daga nú þegar. Líklega ein af erfiðistu leiðum sem ég hef hjólað“.
Toby Price(KTM) lenti í brasi með gírskiptir sem losnaði inná leiðinni sirka 70km fyrir fyrstu bensínáfyllingu sem hægði á honum en hann var fastur í 4 gír en gat lagað þetta í bensínstoppinu, hann kláraði dag í 16 sæti 23mín20sek á eftir fyrsta manni svo það þarf að ganga betur.
En þeir voru margir toppökumennirnir sem voru sirka 15-20mín á eftir fyrsta manni en ef leiðarnar verða svona áfram eins og spáð hefur verið þá munu þessir reynslukallar mjakast ofar á listanum með degi hverjum.
Dagleið morgundagins er 655km og þar af 463km á sérleiðum

Dakar – dagur 2

Það tekur á að aka í sandinum

Það tekur á að aka í sandinum

Leið dagsins bauð uppá minna grjót en í gær en í staðinn fengu þeir miklar sandöldur sem taka líka mikið á menn og hjól.
3 keppendur duttu út í dag, spánverjinn Carles Falcón(KTM) féll illa og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var ástand hans slæmt.
Einnig þurftu Lorenzo Santolino(Sherco) og Xavier Flick(KOVE) að draga sig í hlé(ástæða ekki ljós).
Sigurvegari dagsins var Jose Ignacio Cornejo Florimo(Honda) á tímanum 4k24m17s.
Ræsti hann þriðji í morgun og keyrði vel í allan dag og náði sínum 7 sérleiða sigri í Dakar.
„þetta var nokkuð góður dagur, langur og þurfti að einbeita sér vel í leiðarbókinni, mjög margar villuleiðir. Ég slóst í för með smá hóp í kringum 90km og við hjóluðum megnið af deginum saman. Það gekk fínt og við bættum rötun upp hjá hvor öðrum. Ég féll einu sinni er ég lenti á stein en slapp vel og dagurinn góðu annað en hægt er að segja um gærdaginn“.
Næsti maður í mark var heimsmeistarinn Luciano Benavides(Husqvarna) tæpum 6 mín seinna.
„Ég er ánægður með daginn, miklu betri en gærdagurinn. Mun hraðari, færri steinar og soldið af sandi. Mér leið miklu betur með þessa leið. Ég vissi að þetta yrði erfitt Dakar en ég er í góðum gír, líður vel. Það tók á að fylgja leiðarbókinni í dag á þessum hraða en ég gerði fá mistök og þrátt fyrir að hjóla í rykinu í dag þá gekk allt upp“.
Raðirnar eru aðeins að þéttast því næstu 8 menn raða sér á sirka 5mín tíma á eftir honum.
En það var líka bras, Daniel Sander(GasGas) gerði mistök í rötum og tapaði miklum tíma í dag og situr í sjötta sæti.
Sigurvegari Dakar 2023 Kevin Benavides(KTM) lenti einnig í brasi og tapaði miklum tíma „fyrir mig var þetta erfið leið, margir vegapunktar sem þvældust aðeins fyrir mér og ég gerði mörg smá mistök. Svona er Dakar og stundum ganga hlutirnir ekki upp. Núna ætla ég að einbeita mér að næsta degi“.
Mason Klein(KOVE) sem átti frábæran dag í gær en í dag skelfilegan, hjólið bilaði eftir 46km á sérleiðinni og var hann um 2 tíma að koma því af stað aftur og féll með því í 43 sæti(-2k4m39s).
Sérleið morgundagsins er 733km í heildina og þar af 438km á sérleið, það gæti orðið erfitt að finna rétta taktinn því það verður mikið grjót, miklar sandöldur og lausan sand þess á milli.
Já og til að toppa þetta fá viðgerðarliðin einungis 2 tíma til að yfirfara hjólin áður en þau fara í Parc ferme fyrir maraþondagana.
10 fyrst á leið dagsins:

1 J. CORNEJO (CHL) HONDA 4h24m17s +00:00:00

Aleinn í eyðimörkinni

Aleinn í eyðimörkinni

2 L. BENAVIDES (ARG) HUSQVARNA 4h30m16s +00:05:59
3 P. QUINTANILLA (CHL) HONDA 4h30m29s +00:06:12
4 S. BÜHLER (DEU) HERO 4h31m04s +00:06:47
5 R. BRABEC (USA) HONDA 4h31m31s +00:07:14
6 S. SUNDERLAND (GBR) GASGAS 4h31m34s +00:07:53
7 T. PRICE (AUS) KTM 4h31m57s +00:08:16
8 S. HOWES (USA) HONDA 4h33m56s +00:10:15
9 A. VAN BEVEREN (FRA) HONDA 4h35m49s +00:12:08
10 S. SVITKO (SVK) KTM 4h35m56s +00:12:15
Heildarstaðan eftir dag 2:
1. R. BRANCH (BWA) HERO 9h50m05s +00:00:00
2. J. CORNEJO (CHL) HONDA 9h53m00s +00:02:55
3. R. BRABEC (USA) HONDA 9h57m20s +00:07:15
4. P. QUINTANILLA (CHL) HONDA 10h05m25s +00:15:20
5. L. BENAVIDES (ARG) HUSQVARNA 10h07m27s +00:17:22
6. D. SANDERS (AUS) GASGAS 10h07m29s +00:17:24
7. S. SUNDERLAND (GBR) GASGAS 10h08m24s +00:18:19
8. T. PRICE (AUS) KTM 10h09m44s +00:19:39
9. A. VAN BEVEREN (FRA) HONDA 10h10m48s +00:20:43
10 .M. MICHEK (CZE) KTM 10h13m03s +00:22:58
Góðar stundir
Dóri Sveins.
________________________________________________________________

Dakar – dagur 3

Það var kalt þegar sigurvegari gærdagsins Jose Cornejo(Honda) fór af stað kl.5 í morgun og fyrir lá 2ja tíma akstur að sérleið dagsins.
En það er alltaf bras.
Dagurinn var erfiður fyrir Sam Sunderland(GasGas) 2faldan sigurvegara Dakar er hann stoppaði eftir aðeins 11km, ekki alveg komið á hreint var var að en sagan segir að hann hafi orðin olíulaus sem er soldið kaldhæðnislegt í olíulandinu Saudi Arabíu. Það er ótrúlegt að lenda í þessu og verður forvitnilegt að heyra hvað gerðist. Eftir rúmlega 3ja tíma stopp gaf hann upp vonina og er þetta annað árið í röð sem hann dettur út.
Sebastian Buhler(HERO) féll illa í dag eftir 360km en Toby Price(KTM) og Skyler Howes(Honda) komu að honum og kölluðu á þyrlu til að koma honum undir læknishendur. Fengu þeir svo eftir daginn bættan tímann sem þeir töpuðu í stoppinu.
Mason Klein(KOVE) skipti um mótor eftir brasið í gær en yfirmaður KOVE gaf út yfirlýsingu um það sem gerðist hjá Mason, fór í sundur olíuslanga fyrir olíukælir og varð að tengja frammhjá kælinum og komast þannig í mark og tóku þeir ekki séns á öðru en að skipta um mótor og settu vírofnar slöngur í staðinn.
Var Mason svo komin á fljúgandi ferð í dag en svo sást til hans í kringum 270km á hægri ferð og svo stopp við 300km svo það sé ekki fyrir endann á vandræðum hans.
Hraðastir í dag voru þeir Joan Barreda(HERO) og Pablo Qintanilla(Honda) en eftir að keppnisstjórn var búin að skoða ferla þeirra kom í ljós að þeir höfðu hjólað of hratt á nokkrum stöðum og hlutu því hraðarefsingu, Pablo fékk 6mín refsingu og datt þá í 7 sæti og Joan fékk 12mín refsingu og féll í 15 sæti í dag.
Það var því Kevin Benavides(KTM) sem stóð upp sem sigurvegari dagsins og hafði hann þetta að segja eftir daginn „Ég fór mjög einbeittur inní daginn og ætlaði ekki að klikka á leiðarbókinni, það voru ansi margir villuslóðar en ætlaði að ekki að klikka á þessu. Þetta var löng leið og erfiður dagur en ég er mjög sáttur við daginn og líður vel. Við erum núna á maraþonleið og fæ smá tíma til að yfirfara hjólið fyrir morgundaginn og svo bara æða af stað“.
Fast á hæla hans var Ricky Brabec(Honda) en hann sagði eftir daginn „Dagurinn í dag var erfiður, morgunn var ansi erfiður og ég var bara ekki tilbúin í þetta en eftir sirka 40km fór ég að finna taktinn og fór að líða betur með mig. Ég var samt soldið ósáttur við sjálfan mig að vera ekki betur búin undir daginn en þetta er bara dagur 3 og ég er í góður formi og er tilbúin í næsta dag. Liðið er að standa sig frábærlega og núna hvílum við okkur og við munum berjast til enda“
Jose Corejo(Honda) sagði eftir daginn: „Þetta var erfið leið í dag til þess að fara fyrstur inná, landslagið var fjölbreytt, skiptist á sandur, gjór og sandöldur og flókið að fylgja leiðarbókinni. Pablo náði mér í kringum 160km og við fylgdumst að til enda og gekk vel hjá okkur. Við skiptumst á að ýta við hvor öðrum á köflum og reyndum að bæta hvorn annan í rötun“.
Ross Branch(HERO) kom inn 5 í dag en heldur ennþá toppsætinu yfir heildina með rúmlega 3mín forskot á næsta mann.
Honda liðið er að gera góða hluti en sem komið er, eiga 4 hjól á topp 5 yfir heildina.
Leiðin á morgun er 631km og þar af 299km á sérleið. Það má reikna með miklum hraða á köflum en það mun reyna á rötun á köflum.
Tímar dagsins:
1. KEVIN BENAVIDES KTM 04H 39′ 28“
2. RICKY BRABEC HONDA 04H 40′ 39“
3. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 04H 42′ 19“
4. SKYLER HOWES HONDA 04H 42′ 25“
5. ROSS BRANCH HERO 04H 42′ 46“
6. JOSE IGNACIO CORNEJO FLORIMO HONDA 04H 43′ 02“
7. PABLO QUINTANILLA HONDA 04H 43′ 42“
8. STEFAN SVITKO KTM 04H 44′ 32“
9. TOBY PRICE KTM 04H 46′ 04“
10. MARTIN MICHEK KTM 04H 47′ 00“
Heildarstaðan eftir dag 3:
1. ROSS BRANCH HERO 14H 32′ 51“
2. JOSE IGNACIO CORNEJO FLORIMO HONDA 14H 36′ 02“
3. RICKY BRABEC HONDA 14H 37′ 59“
4. PABLO QUINTANILLA HONDA 14H 49′ 07“
5. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 14H 53′ 07“
6. KEVIN BENAVIDES KTM 14H 53′ 23“
7. TOBY PRICE KTM 14H 55′ 48“
8. DANIEL SANDERS GASGAS 14H 57′ 04“
9. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 14H 59′ 51“
10. MARTIN MICHEK KTM 15H 00′ 03“
Góðar stundir
Dóri Sveins
_______________________________________________________

Dakar – dagur 4

Það var afmælisdrengur dagsins Kevin Benavides(KTM) sem fór fyrstur af stað útí 5 gráðu kaldan morguninn kl.05:05, fyrir lá 3ja tíma kaldur ferjuleiðarakstur að sérleið dagsins.
Það var vitað að dagurinn yrði hraður og leiðarbókin soldið snúin en Kevin tókst að halda sér fremstum alla leið í dag en þegar hann var í bensínáfyllingu við kílómeter 187 tók hann eftir skurði í afturdekkinu og til þess að komast örugglega alla leið þá dró hann aðeins úr hraðanum og tókst að skila sér í mark og þegar búið var að reikna inn bónustímann fyrir að fara fyrstur inná leiðina var hann á 3ja besta tíma dagsins.
Hann sagði í lok dags „þetta var góð afmælisgjöf, ég er mjög sáttur við daginn. Ég var í góðum gír í morgun og það lagðist vel í mig að vera fyrstur í dag. Leiðin var hröð, mjög hröð og leiðarbókin snúin svo ég var mjög einbeittur. Þegar ég kom að bensínáfyllingunni fór ég létt yfir hjólið og rak þá augun í stóran skurð á afturdekkinu. 120km eftir af sérleiðinni og svo ferjuleið, ákvað að draga aðeins úr hraðanum í von um að það myndi halda alla leið sem það og gerði“.
Ricky Brabec(Honda) fylgdi honum eins og skugginn í dag og kláraði í 2 sæti í dag. Hann sagði þegar hann kom í mark „þetta var góður dagur, ég fór annar af stað í dag. Planið var að hjóla af öryggi og vanda sig en fljótlega var ég komin á fulla ferð og þegar ég nálgaðist Kevin fylgdi ég honum í sirka 150km, það var skemmtilegt. Við skemmtum okkur vel í sandöldunum. Núna erum við búnir með maraþonhlutann og komnir í bækistöðvar og liðið getur yfirfarið hjólið vel og við hvílt okkur betur. En svo styttist í verðskuldaður hvíldardag“.
En það var Jose Corejo(Honda) sem keyrði eins og herforingi í dag, startaði 6 af stað en með hröðum og öruggum akstri náði hann besta tíma í dag og er komin með forrustu yfir heildina. Hann var glaður við komuna í mark og sagði „leið dagsins gekk vel. ég gerði smá mistök í byrjun og villtist aðeins en ákvað að einbeita mér vel og auka hraðann til að bæta upp tímatapið. Við bensínáfyllinguna sá ég að ég var komin á góðan stað og það gaf mér meira sjálfstraust. Við Ross Branch(HERO) fylgdumst að í góðan tíma en svo hvarf hann og ég vissi ekki hvað hafði gerst, kannski festist hann en ég vona minnsta kosti að það sé allt í góðu með hann. Heilt yfir er ég rosalega ánægður með daginn“.
Daniel Sanders(GasGas) átti ekki góðan dag og sagði „dagurinn í dag var ekki góður, ég gerði mistök strax í byrjun og tapaði bæði tíma og áttum. Svo komst ég í réttan gír og á rétta leið og gekk vel fram að bensínáfyllingu. Fljótlega eftir að ég fór af stað losnaði bensíntappinn og týndist, við þetta fór að sullast bensín úr og yfir mig, ég stoppaði og reyndi að loka opinu en það gekk ekki vel, ég tapaði slatta af bensíni en komst alla leið en það voru ekki nema 2 lítrar eftir á hjólinu þegar ég kom í mark en hér er ég klár í næsta dag“.
Keppnisstjórn var búin að gefa út að rötun yrði flókin og erfið, margt sem gæti truflað og þeir félagar Toby Price(KTM) og Pablo Quintanilla(Honda) fengu aðeins að finna fyrir því. Féllu þeir báðir fyrir því að sjá trukk inná leiðinni sem truflaði einbeitingu og þeir villtust báðir svipað.
Pablo sagði „ég kom eftir árfarvegi og sá þennan stóra trukk þarna og hóp manna vera vinna í kringum hann. Hugsaði að ég hlyti að vera á rangri leið, gæti bara ekki verið að það væri einhver vinnuhópur inná leiðinni svo ég sneri við og mætti þá Toby, við hugsuðum báðir það sama að þetta gæti ekki verið rétt. Hann sneri þá líka við og svo fundum við rétta leið en hún rétt við trukkinn svo við töpuðum smá tíma á þessu“.
Á morgun er heildarvegalengd 645km en sérleiðin er frekar stutt, aðeins 118km en það þýðir ekki að það verði auðvelt, er að mestu leyti sandöldur með sínum djúpu dölum og háu toppum.
Staðan á 4 degi:
1. J. CORNEJO HONDA 2h51m11s +00:00:00
2. R. BRABEC HONDA 2h54m10s +00:02:59
3. K. BENAVIDES KTM 2h54m29s +00:03:18
4. R. BRANCH HERO 2h55m37s +00:04:26
5. A. VAN BEVEREN HONDA 2h56m36s +00:05:25
6. L. BENAVIDES HUSQVARNA 2h58m33s +00:07:22
7. J. BARREDA BORT HERO 2h59m26s +00:08:15
8. R. GONÇALVES SHERCO 3h01m02s +00:09:51

9. S. HOWES HONDA 3h01m16s +00:10:05

10. R. DUMONTIER HUSQVARNA 3h03m05s +00:11:54

Heildarstaðan eftir dag 4:

1. J. CORNEJO HONDA 17h27m13s +00:00:00
2. R. BRANCH HERO 17h28m28s +00:01:15
3. R. BRABEC HONDA 17h32m09s +00:04:56
4. K. BENAVIDES KTM 17h47m52s +00:20:39
5. A. VAN BEVEREN HONDA 17h49m43s +00:22:30
6. L. BENAVIDES HUSQVARNA 17h58m24s +00:31:11
7. P. QUINTANILLA HONDA 17h58m57s +00:31:44
8. T. PRICE KTM 18h02m07s +00:34:54
9. M. MICHEK KTM 18h05m24s +00:38:11
10. R. DUMONTIER HUSQVARNA 18h05m57s +00:38:44
Góðar stundir
Dóri Sveins
_____________________________________________________________________

Dakar – dagur 5

Dagurinn byrjaði á rosalega langri og kaldri ferjuleið, rúmum 500km en hérna sést hálf kuldalegur Toby Price(KTM) https://www.dailymotion.com/embed/video/x8rboae?autoplay=1
En það var Honda ökumaðurinn Pablo Quintanilla sem brunaði hraðast í mark í dag á þessari frekar stuttu sérleið en þetta er 7 sérleiðar sigur hans í Dakar. Hann var ekki nema rúman einn og hálfan tíma að þeysast þessa 118km í sandöldunum. „eftir tvo slæma daga small allt saman í dag. Ég gaf allt í þetta en þetta var ekki auðvelt. Ég náði að halda góðri keyrslu í allan dag en ég átti ekki von á svona lausum sandi því það hefur verið rigning á þessu svæði síðustu daga en ég átti samt góðan dag. Ég naut mín vel á hjólinu og mjög sáttur við mína stöðu fyrir 48 tíma dagana. Þetta hjálpar mér og opnar kannski einhverja möguleika“.
Liðsfélagi hans Adrien Van Beveren(Honda) var aðeins 37sek hægari að klára daginn og ástralarnir Toby Price(KTM) og Daniel Sanders(GasGas) örskömmu síðar.
Adrien Van Beveren(Honda) sagði „ég barðist hart í dag og fljótlega náði ég Ross Branch(HERO) og ég held í raun að það hafi hægt á mér. ég er ekki viss en mér líður þannig svona eftir á en mér leið vel, hjólið var algjör draumur, það er að virka ótrúlega vel við þessar aðstæður. Það er geggjað því ég elska svona sandöldur svo ég skemmti mér vel eins og sést á tímum dagsins. Það var fullt af hröðum ökumönnum sem störtuðu á eftir mér og höfðu förin til að elta en það eru fullt af sandöldum framundan. Næstu 2 dagar verða svakalegir, hlakkar til þeirra“.
Það hefur ekki farið mikið fyrir 2földum Dakar sigurvegara fram að þessu en Toby Price(KTM) kom þriðji í mark í dag og sagði þetta „dagurinn í dag var soldið lúmskur og ég ánægður að keppnisstjórn varaði okkur við leiðinni því það voru ansi mörg „drop“ af toppum á sandöldunum og þrátt fyrir viðvaranir þá getur þetta verið varasamt. Ég gleymdi mér nokkrum sinnum og féll í frjálsu falli sem gaf smá auka hjartaslög en heilt yfir átti ég góðan dag. Hér er ég og það er fyrir mestu, ef maður fer frammúr sér getur það endað illa svo ég er glaður með stöðuna. Honda strákarnir eru sterkir núna og Ross á HERO hjólinu sína líka. Við þurfum að hafa vel fyrir þessu og reyna gera færri mistök, búin að gera þau nokkur sjálfur en það er ennþá margir dagar eftir“.
Daniel Sanders(GasGas) sagði „í dag kláraði ég 4 og svona heilt yfir er ég nokkuð sáttur. Það voru mörg „scary“ augnablik í dag þegar ég kom yfir toppana á sandöldunum en svo hinum megin var svo frjálst fall sem tók vel á lærin. Á morgun verður startað í öfugri röð svo ég næ lengri hvíld fyrir stóra daginn“.
Heimsmeistarinn Luciano Benavides(Husqvarna) var brjálaður þegar hann kom í mark í dag vegna vélarbilunar „þetta var slæmur dagur hjá mér. Hjólið fór að hökta hjá mér rétt fyrir lok leiðarinnar en ég veit ekki hvort það er mótorinn eða eitthvað annað. Ég náði í mark en þrisvar fjórum sinnum dó það á síðustu kílómetrunum“.

En hann skilaði sér samt 9 í mark í dag.

Mason Klein(KOVE) neitar að gefast upp og náði 5 besta tíma í dag en hann fékk að sofa rúmu klukkutíma lengur en fyrstu menn því hann fór af stað númer 56 en það er nú þegar búið að skipta 2svar um mótor í hjólinu en hann nær alltaf að klára en það verður samt að koma fram að þetta kínverska hjól er ennþá í þróun og fátt sem reynir meira á faratæki en Dakar. Hann væri líklega að berjast á topp 10 ef hann hefði áreiðanlegra hjól.
Framundan er nýtt í Dakar, 2 dagar keyrðir saman og kallast „48 chrono“ og reynsla af maraþonleiðum er ekki að hjálpa neitt fyrir þetta.
6 bækistöðvar eru dreifðar inná leiðinni. Keppendur mega halda áfram eins og þeir þola en klukkan 16:00 verða þeir að stoppa við næstu bækistöð og fá þá afhentan lágmarks búnað það sem þeir þurfta til að halda út nóttina en þeir fá engar upplýsingar um tíma svo þeir vita ekki stöðu sína þegar þeir leggjast til svefns.
David Castera keppnisstjóri sagði að hann myndi líklega ekki vinna neina vinsældarkosningu með þessu því til þess að bæta ofaná erfiðleikana í eyðimörkinni þá er leiðarbókin frekar flókin og margir „faldir“ vegapunktar. Til þessa hafa bílanir getað notað förir eftir hjólin til að hjálpa sér við rötun en á þessum 48 tímum munu þeir fara aðra leið og það hefur sýnt sig áður að það flækir málið mikið fyrir þá.
Það verður minnsta kosti spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út.
En fyrstu 10 á leið 5 eru:
1. PABLO QUINTANILLA HONDA 01H 32′ 53“
2. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 01H 33′ 30“ + 00H 00′ 37“
3. TOBY PRICE KTM 01H 34′ 32“ + 00H 01′ 39“
4. DANIEL SANDERS GASGAS 01H 35′ 51“ + 00H 02′ 58“
5. MASON KLEIN KOVE 01H 35′ 54“ + 00H 03′ 01“
6. ROSS BRANCH HERO 01H 36′ 35“ + 00H 03′ 42“
7. RICKY BRABEC HONDA 01H 36′ 41“ + 00H 03′ 48“

 

 

8. STEFAN SVITKO KTM 01H 37′ 03“ + 00H 04′ 10“
9. TOBIAS EBSTER KTM 01H 37′ 26“ + 00H 04′ 33“
10. SKYLER HOWES HONDA 01H 37′ 48“ + 00H 04′ 55“
Og þeir fyrstu 10 yfir heildina eru:
1. ROSS BRANCH HERO 19H 05′ 03“ 00H 01′ 00“
2. JOSE IGNACIO CORNEJO HONDA 19H 06′ 17“ + 00H 01′ 14“
3. RICKY BRABEC HONDA 19H 08′ 50“ + 00H 03′ 47“
4. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 19H 23′ 13“ + 00H 18′ 10“
5. KEVIN BENAVIDES KTM 19H 26′ 20“ + 00H 21′ 17“
6. PABLO QUINTANILLA HONDA 19H 31′ 50“ + 00H 26′ 47“
7. TOBY PRICE KTM 19H 36′ 39“ + 00H 31′ 36“
8. DANIEL SANDERS GASGAS 19H 42′ 47“ + 00H 37′ 44“
9. ROMAIN DUMONTIER Husqvarna 19H 43′ 55“ + 00H 38′ 52“
10. MARTIN MICHEK KTM 19H 44′ 55“ + 00H 39′ 52“
Góðar stundir
Dóri Sveins
______________________________________________________

Dakar – dagur 6

48 Chrono kallaðir þeir næstu 2 daga og þetta er algjörlega nýtt fyrir alla.
Flestir keppenda hafa aldrei verið 8 tíma á sérleið en fyrirkomulagið er að þeir hjóla frá klukkan 08:00 til klukkan 16:00 og þá ber þeim skilda að fara styðstu leið í bækistöð en þær eru 6 eða 8 dreifðar um leiðina.
Þeir mega svo leggja af stað klukkan 07:00 næsta morgun.
Þeir fá við komuna afhent tjald, svefnpoka og þurrmat, eins einfalt og hugsast getur.
Sérleið þessa tvo daga er 625km löng og er boðið uppá endalausar sandöldur en inná milli eru smá sandsléttur en það eru margir „faldir“ leiðarpunktar svo rötum verður erfið.
Bónustíminn sem fremstu menn geta unnið sér inn á þessari löngu leið er max 9mín3sek
Þeir sem keppa í Rally GP flokknum sem flestir af topp ökumönnunum eru í munu starta í öfugri röð. sem þýðir að Pablo Quintanilla(Honda) sem vann í gær startar 17 í dag.
Joan Barreda(HERO) sem lenti 2svar í áhöppum í gær, brákaði meðal annars rifbein, kláraði síðastur í þessu flokki í gær startar fyrstur. Náði hann að halda forrustu í allan dag og ávann sér um 8mín í bónustíma.
Aðrir munu starta í réttri röð.
Eins og Honda liðinu hefur gengið vel til þessa þá áttu ekki allir Honda menn góðan dag í dag, Skyler Howes(Honda) sem var í 13 sæti yfir heildina í gær komst ekki langt í dag, eftir aðeins 39km var hann stopp og varð að hætta í Dakar vegna vélarbilunar sem honum tókst ekki að finna lausn á.
Pablo Quintanilli(Honda) var full graður á gjöfinni í dag og varð bensínlaus aðeins 12km frá fyrstu bensínáfyllingarstöð og varð hann að bíða í einn og hálfan tíma eftir því að einhver var tilbúin að gefa honum smá bensín. Þetta færir hann mikið niður í heildartímanum en er ennþá inní keppninni. Sagði hann í dag „þetta er sorglegt þegar maður er búin að stefna lengi á góðan árangur í Dakar og búið að ganga vel að lenda í svona“.
Reyndar voru margir tæpir á bensíni og fréttist af einum bensínlausum 2km frá áfyllingarstöðinni.
Laus sandur og full gjöf tekur vel til sín.
Það voru reyndar margir ósáttir við að það væri svona langt í áfyllingu en þetta var öllum keppendum og liðum ljóst að þarna væri verið að teygja sig mikið en bitnar jafnt á öllum.
Nacho Cornejo(Honda) náði Joan Barreda(HERO) frekar fljót enda erfiðast að vera fyrstur á leið og fylgdi honum í humátt restina af deginum. Ricky Brabec(Honda) var á fullri ferð í dag og fyrstir inná bækistöð F við 513km markið fyrir klukkan 16 í dag og fljótlega bættust 10 í viðbót, þar á meðal Toby Price(KTM) og Daniel Sanders(GasGas) en þeir áttu góðan dag í sandinum í dag.
Einnig voru þar Van Beveran(Honda), Ross Branch(HERO), Joan Barreda(HERO), Stefan Svitko(KTM) ofl.
Ricky Brabec(Honda) sagði „við erum í forustu og eina sem við getum er að halda hópnum fyrir aftan okkur áfram“.
Með því að ná svona langt í dag eiga þeir stuttan dag á morgun, rétt rúma 100km og svo er komið að langþráðum hvíldardegi.
Hérna er smá myndband sem sýnir hvað sandurinn getur verið lúmskur https://www.facebook.com/reel/911588773918571
Svona var staðan við síðasta leiðarpunkt en hann er talsvert frá bækistöðinni svo það segir ekki elveg rétta stöðu en gefur svona til kynna röðina:
1 A. VAN BEVEREN (FRA) 6h30m39s
2 R. BRABEC (USA) +00:01:21

3 T. PRICE (AUS) +00:01:49
4 D. SANDERS (AUS) +00:03:32
5 L. BENAVIDES (ARG) +00:06:07

 

6 R. BRANCH (BWA) +00:07:56
7 K. BENAVIDES (ARG) +00:12:19
8 S. SVITKO (SVK) +00:13:09
9 J. CORNEJO (CHL) +00:14:57
10 J. BARREDA BORT (ESP) +00:29:58
Góðar stundir
Dóri Sveins.
_________________________________________________________________________

Dakar – dagur 7 – 48 Chrono seinni hluti

Við rásmarkið.

Kapparnir sem stoppuðu í fyrstu bækistöðvum í gær voru ræstir fyrstir í dag klukkan 06:20 enda lengsta leiðin hjá þeim en topp ökumennirnir sem voru í síðustu bækistöðinni fóru af stað 07:00 og voru margir komnir í mark uppúr 08:30 enda ekki nema um 112km í mark.
Það var skemmtileg stemming í gærkvöldi https://www.facebook.com/reel/1338866800162312
Svo fáum við far í eyðimörkinni https://www.facebook.com/reel/24485714584407136
En þó þessir toppkallar sem virðast stundum ekki vera frá sömu plánetu og við hin ættu stuttan dag í dag þá er það ekki svo með meirihluta keppenda, þeir komumst mun styttra í gær og eiga langan dag fyrir höndum í dag í gegnum sandöldurnar.
Joan Barreda(HERO) átti ekki góðan dag, rétt um 13km eftir að hann fór af stað í morgun stoppaði hann vegna vélarbilunar og fór það svo að hann gat ekki haldið áfram og er hættur í Dakar 2024.
Var hann í 12 sæti yfir heildina fyrir þessar 48tíma leið.
Hér er smá myndband meðan allt var í lagi hjá honum https://www.facebook.com/reel/386238433888796
Skyler Howes(Honda) náði ekki að klára daginn vegna bilunar svo hann er hættur í Dakar 2024.
Einnig varð Mason Klein(KOVE) að viðurkenna sig sigraðan vegna enn einnar bilunar í hjólinu og er hættur þetta árið.
Adrien Van Beveren(Honda) var hraðastur í gær og hélt uppteknum hætti í dag, kom fyrstur í mark og vann sinn 4 sérleiðasigur í dakar og er þá í 4 sæti yfir heildina en hann hafði þetta að segja „í gær gaf ég allt í þetta og náði öllum mínum helstu keppinautum en sá svo að ég var að verða bensínlaus svo ég slakaði aðeins á.
Ég held að flestir hafi verið að hugsa það sama því það kom engin frammúr mér þrátt fyrir þetta. Ég er með sparnaðarstillingu á hjólinu svo ég stillti á það og var rólegur á gjöfinni.
Líkamlega var þetta erfitt en ég náðu að uppfylla mínar væntingar enda búin að æfa í svona landslagi mikið. Ég finn alveg vel fyrir þessu en það er gott, þá veit ég að ég er að leggja mig allan fram og það er partur af því að vera íþróttamaður“.
Toby Price(KTM) nýtur sín vel í eyðimörkinni og átti annan besta tíma í dag, „chrono leiðin er búin, ég lenti í smá brasi, festi mig einu sinni og datt einu sinni en ekkert alvarlegt.
Komin í mark og er glaður með það. Fyrsta vikan er búin að vera ágæt hjá mér, við erum ennþá með og nálægt toppnum, mér líður vel og er tilbúin að pressa áfram“.
Ricky Brabec(Honda) skilaði sér 3 í mark í dag en heldur ennþá forustu yfir heildina, sagði hann „þessir tveir dagar í eyðimörkinni voru bara nokkuð skemmtilegir.
Útilegan í gærkvöldi var skemmtileg, við áttum skemmtilegt kvöld við eldinn, grilluðum matinn okkar sjálfir og skemmtum okkur vel. Held samt að fæstir hafi sofið vel í tjöldunum. Leiðin var löng en ég held samt ef við hefðum farið af stað í gærmorgun klukkan 7 þá hefðum við klárað þetta á einum löngum degi. Ég hef heyrt að sumum finnst þetta of mikið en svona er Dakar, það er og á ekki að vera auðvelt.
Ég viðurkenni nú samt að ég er soldið aumur í kúplingsfingrunum svo það verður gott að taka einn hvíldardag. Fyrsta vikan var frábær og ég er spenntur fyrir seinni vikunni“.
Fjórði maður í mark í dag er maður sem nýtur sín vel í sandinum en það er Daniel Sanders(GasGas) og sagði hann „þetta voru grimmir 626km á 2 dögum með rúmlega 200km ferjuleið en ég skilaði mér í 4 sæti og er í 7 sæti yfir heildina. Þetta tók vel á og ég er aumur í öllum skrokknum, sérstaklega úlniðum og mjöðminni.
Sé sturtuna og rúmið mitt í hillingum eftir slæman svefn í tjaldinu síðustu nótt. Heppilega þá er hvíldardagur á morgun svo ég jafna mig vonandi fyrir seinni vikuna“.
Ross Branch(HERO) skilaði sér 5 í mark í dag en er í 2 sæti yfir heildina tæpri mínútu eftir fyrsta manni. „Þetta er klárlega erfiðasta rallyleið sem ég hef nokkurntímann hjólað. Við hjóluðum 513km sem voru erfiðir og svo í dag þá var sandurinn svo mjúkur svo þetta var súper erfitt. En ég er í lagi og hjólið er í lagi en það tók vel á því þessa 2 daga. Liðið er að standa sig frábærlega og það er ósanngjarnt eftir alla þessa vinnu að það sé bara eitt HERO hjól ennþá inní keppninni.
Það hefði verið svo gott að hafa félaga sinn með sér í næstu viku en svona er rally, ég verð að standa mig vel. Takmarkið var að klára fyrstu vikuna, nú er það komið og þá er að stefna á að klára næstu viku í heilu og stefna á sigur“.
Á morgun er semsagt hvíldardagur, þ.e.a.s keppendur geta hvílt sig og viðgerðarliðin fá heilan dag til að yfirfara keppnistækin og koma þeim í toppstand fyrir seinni vikuna.
Góðar stundir
Dóri Sveins
Fyrstu 10 í mark í dag eru:
1. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 07H 57′ 29“
2. TOBY PRICE KTM 08H 01′ 42“
3. RICKY BRABEC HONDA 08H 02′ 31“
4. DANIEL SANDERS GASGAS 08H 04′ 24“
5. ROSS BRANCH HERO 08H 07′ 09′
6. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 08H 08′ 08“
7. KEVIN BENAVIDES KTM 08H 13′ 34′
8. STEFAN SVITKO KTM 08H 18′ 48′
9. JOSE IGNACIO CORNEJO FLORIMO HONDA 08H 19′ 18“
10. JEANLOUP LEPAN 08H 23′ 53“
Fyrstu 10 yfir heildina eru:
1. RICKY BRABEC HONDA 27H 11′ 21“
2. ROSS BRANCH HERO 27H 12′ 12“
3. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 27H 20′ 42′
4. JOSE IGNACIO CORNEJO FLORIMO HONDA 27H 25′ 35“
5. TOBY PRICE KTM 27H 38′ 21“
6. KEVIN BENAVIDES KTM 27H 39′ 54“
7. DANIEL SANDERS GASGAS 27H 47′ 11“
8. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 27H 58′ 47’´
9. STEFAN SVITKO 28H 19′ 03“
10. JEANLOUP LEPAN 28H 43′ 03“
_________________________________________________________________

Dakar – dagur 8 hvíldardagur

Svo þarf að þrífa sandinn úr öllu…

Eftir erfiða viku fá keppendur verðskuldaða hvíld til að undirbúa sig fyrir seinni vikuna en viðgerðarliðið fær enga hvíld en fær mun rýmri tíma til að yfirfara keppnistækin.
Hjá stærri liðunum eru yfirleitt 2 viðgerðamenn á hvert hjól, svo eru sérstakir menn sem sjá um fjöðrun, aðrir um rafkerfi og aðrir um tölvu- og leiðsögubúnaðinn.
Fyrsta sem gert er þegar hjólin koma inn er létt yfirferð til að sjá hvort það er eitthvað sérstakt sem þarf að gera, svo eru þau þrifin vel, þurrkuð og svo hefst sundurtekt.
Fjöðrun er tekin í sundur og yfirfarin fyrir hvern dag.
Skipt er um keðju og tannhjól fyrir hvern dag.
Skipt um olíu og síur.
Einnig sett ný dekk og ný mús fyrir hvern dag.
Allt rafkerfið eru yfirfarið og lagað ef þarf.
Mótor er yfirfarin og það svo í reglum að það má ekki skipta um mótor nema þá fá 15mín í refsingu en það má skipta um stimpil og yfirfara hedd, t.d til að stilla ventla og svoleiðis en sama heddið verður að fara á enda allt merkt frá keppnishaldara.
En það er ekki svo að allir keppendur fái frí þennan dag.
Hetjurnar sem keppa í gamla „malle moto“ flokknum eru þeir sem keppa án allrar aðstoðar, þ.e.a.s þeir sjá um allt sitt viðhald sjálfir ásamt því að keppa.
Þessi dagur er samt draumur fyrir þá því þarna fá þeir heilan dag til að yfirfara hjólin því á keppnisdögum er oft erfitt að keppa allan daginn og þurfa svo að yfirfara hjólið og stundum laga það áður en þeir geta sinnt sjálfum sér, borðað og hvílt sig fyrir næsta dag.
Morgundagurinn byrjar svo með látum, 873km dagleið og þar af 483km á sérleið.
Fyrri hluti dagsins liggur um stórkostleg gil í gegnum fjöllin sem geta verið villugjörn þar sem leiðir liggja nánast til allra átta og svo seinni hlutinn eru fleiri sandöldur með öllum sínum hæðum og lægðum.
Læt hér nokkrar myndir frá viðhaldi dagsins fylgja með.
Góðar stundir
Dóri Sveins
_______________________________________________________________

Dakar – dagur 9 leið 7

Það voru vonandi úthvíldir keppendur sem fóru af stað snemma í nótt inní lengsta dag Dakar 2024. 873km voru framundan og 483km af því sem sérleið.
Það verður að segjast að Honda er að koma rosalega öflugir til leiks í Dakar 2024 og eru búnir að sitja um toppinn frá byrjun, eiga 3 af 4 efstu sætum en það eru ennþá eftir 5 dagar svo við sjáum hvað setur.
Jose Cornejo(Honda) náði sér í 3 sérleiðasigurinn í þessu Dakar ralli, „Ég var ekki alveg í góðum fókus til að byrja með, var í smá baráttu við hjólið og datt en svo hristi ég slenið af mér og sagði við sjálfan mig. Allt í lagi, nú kýlir þú á þetta!
Eftir það fór mér að ganga betur, náði góðum spretti og hélt því til enda. Það eru allir að reyna sitt besta svo ég einbeiti mér að einum degi í einu. Ég ætla að berjast á hverjum degi og vinna upp tíma“.
Luciano Beanavides(Husqvarna) sem er ríkjandi heimsmeistari byrjaði þessa seinni viku á fljúgandi ferð og kom annar í mark í dag en situr í 8 sæti 43mín á eftir fyrsta sæti. „Já þetta var ansi erfið leið, ég gerði smá breytingar á hjólinu fyrir þessa leið og þær komu vel út, fannst hjólið betra eftir það. Heilt yfir er ég mjög sáttur við daginn þó ég hafi gert nokkur smá mistök í byrjun en náði svo góðum takti og góðum hraða“.
Bróðir hans Kevin Benavides(KTM) kom aðeins 20sek seinna í mark og situr í 5 sæti yfir heildina rúmum 24mín á eftir 1 sæti. Möguleikar hans á sigri í Dakar eru að dofna en það er ljóst að hann ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana en hann sagði „Mér gekk vel í dag og ég náði að vinna upp tíma svo bilið í fyrsta sæti minnkar en þetta var erfiður dagur, mjög erfiður. Leiðarbókin flókin, mikið af grjóti og sandöldur, blanda af öllu“.
Ross Banch(HERO) var í smá brasi í dag svona framan af en skilaði sér samt 4 í mark og er núna aðeins 1 sek á eftir fyrsta manni í heildina!
Hann sagði í dag „þetta var rosalegur dagur, svona einn af þessum dögum sem ég vill bara gleyma. Það var bras á hjólinu í byrjun og ég lét það trufla mig of mikið og missti einbeitingu og fór að gera mistök. Ég hugsaði með mér, ég verð að harka af mér, koma mér og hjólinu í mark svo það sé hægt að græja það og svo full ferð á morgun“.
Ricky Brabec(Honda) kom 5 í mark í dag en heldur samt forustu yfir heildina. „Fyrsti dagur eftir hvíld er aldrei auðveldur, ég fór þriðji af stað í morgun svo það var soldið erfitt. Allir þessir sem ég vildi vinna fóru af stað fyrir aftan mig svo ég vissi að þetta yrði erfiður dagur. Afturbremsan bilað hjá mér eftir 40-50km svo það hægði aðeins á mér en ég skilaði mér í mark svo ég er ánægður með það þó ´g hefði viljað klára ofar en ég er ennþá í fullu fjöri svo við sjáum hvað næstu 5 dagar bera í skauti sér“.
Daniel Sanders(GasGas) kom svo sjötti í mark í dag en rykið var að trufla hann mikið í dag, „þetta var soldið erfiður dagur vegna allra villuslóðana og rykið sem hópurinn á undan mér þyrlaði upp. Það var aðeins að trufla mig og ég náði mér bara ekki á gott strik. En mér líður vel og líst vel á leiðarnar sem eru framundan svo ég er undirbúin að pressa meira og ná að vinna upp tíma næstu daga“.
Á morgun eru dagurinn 678km langur og af því sérleiðin 458km löng.
Hún verður nokkuð auðveldari en síðustu dagar, byrjar á sandsléttu sem færist svo yfir í grjótið sem verður svo grófara svo það þarf að vera vel vakandi þar.
Hérna má sjá smá myndbandsbút þar sem sýnt er hvernig þeir hjóla og lesa af leiðarbókinni allan daginn https://www.youtube.com/shorts/1NBbwVFdhdQ
Og stutt myndband af hjólamönnum í dag https://www.dailymotion.com/embed/video/x8rgfyl?autoplay=1
Smá myndband af leið dagins https://www.facebook.com/reel/227588777056585
Staðan í dag:
1. JOSE CORNEJO HONDA 05H 18′ 33“
2. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 05H 21′ 45“
3. KEVIN BENAVIDES KTM 22′ 05“
4. ROSS BRANCH
HERO 05H 25′ 09“
5. RICKY BRABEC HONDA 05H 25′ 59“
6. DANIEL SANDERS GASGAS 27′ 50“
7. STEFAN SVITKO KTM 05H 28′ 50“
8. TOBY PRICE KTM 05H 29′ 59“
9. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 05H 31′ 17“
10. MARTIN MICHEK KTM 05H 34′ 56′
Heildarstaðan
1. RICKY BRABEC HONDA 32H 37′ 20“
2. ROSS BRANCH HERO 32H 37′ 21“
3. JOSE CORNEJO HONDA 32H 44′ 08“
4. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 32H 51′ 59“
5. KEVIN BENAVIDES KTM 33H 01′ 59“
6. TOBY PRICE KTM 33H 08′ 20“
7. DANIEL SANDERS GASGAS 33H 15′ 01“
8. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 33H 20′ 32“
9. STEFAN SVITKO KTM 33H 47′ 53“
10. MARTIN MICHEK KTM 34H 20′ 41“
Góðar stundir
Dóri Sveins.
______________________________________________________________

Dakar – Dagur 10 sérleið 8

Það var sorgleg tilkynning sem barst í dag um að spænski hjólakeppandinn Carles Falcon sem lenti í slæmu slysi á degi 2 hefði látist í gær.
Leið dagsins var tvískipt, þ.e.a.s 165km í sandi, svo tók við 179km ferjuleið og svo að endingu 114km grýtt leið gegnum fjöllin. Svona tekur á því þú setur þig í keppnisgír en svo dettur keppnin niður meðan þú keyrir ferjuleiðina og svo þarftu aftur að setja þig í keppnisgírinn 2 tímum seinna og klára.
Menn voru soldið að spila með taktík í dag þar sem vitað er að leiðin á morgun verður erfið, ekki bara vegna grjótsins heldur þarf að einbeita sér vel að rata og þá er taktíkin soldið að vera ekki fyrstur í dag heldur láta nokkra vera á undan og græða tíma á morgun með því að elta förin.
Svona er allt hluti af leiknum en ekki eru allir hrifnir af svona aðferðum.
Adrian Van Beveren(Honda) er ekki hrifin og sagði „ég veit ekki hvað ég á að segja um svona hegðun, það fer í taugarnar á mér þegar svona aðferðir yfirtaka sportið. Í gær barðist maður að halda haus og ná góðum árangri og svo næsta dag er stutt einföld leið og þá er engin ástæða til að reyna eitthvað á sig. Sjá menn nánast stoppa til að klára nokkrum sætum neðar er ekki íþróttamannsleg hegðun. Ég veit ekki hvort menn græða á þessu í endann, það kemur í ljós“. En hann er samt ekki sjálfur alveg saklaus af þessum leikjum því hann stoppaði óvænt í smá stund í dag.
Þarna er hann líklega að skjóta á liðfélaga sinn Ricky Brabec(Honda) sem átti bestan tíma í dag framan af en í bensínstoppunum geta menn oft áttað sig á stöðu annara og eftir það hægði hann á sér og kláraði 7 í dag rétt rúmum 4mín á eftir fyrsta manni, þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann leikur þennan leik en hann sagði „þetta var soldið snúin dagur því það eru einhverjir leikir í gangi. Morgundagurinn á að vera soldið erfiður svo það eru einhverjir sem hægðu á sér til að vera ekki alveg fremstir. Við sjáum hvernig þetta fer, það eru 4 dagar eftir og ég er vongóður“.
Keppendur eru soldið að spila á þessar bónusekúndur sem þeir fá með því að leiða inná leiðinni, reiknast það útfrá þeirri vegalengd sem þeir leiða og í dag voru það Jose Cornejo(Honda) og Luciani Benavides(Husqvarna) sem græddu mest þannig en þeir fylgdust að seinni hluta dagsins.
Skilaði það Luciano Benevides(Husqvarna) í 2 sætið og Jose Corenjo(Honda) í það 4.
En það var Kevin Benavides(KTM) sem var fljótastur í dag rúmri hálfri mín á undan bróður sínum, og situr nú í 5 sæti yfir heildina. Er þetta hans annar sérleiðasigur í þessu Dakar ralli.
Hann sagði eftir daginn „þetta voru 2 gjörólíkar leiðir í dag. Fyrri parturinn vr sandur og sandöldur, svo kom ferjuleiðin og svo gjörbreyttist landslagið, þá tóku við grýttir fjallaslóðar. En ég átti góðan dag, leið vel og þá sérstaklega seinnipartinn, vonandi heldur það áfram og ég mun pressa áfram“.
Topp 10 listinn hefur verið soldið Honda, KTM, Hero, GasGas og Husqvarna en í dag laumaði sér Rui Goncalves á Sherco hjól í 6 sætið en hann er í 26 sæti yfir heildina, líklega gert vel fyrir sálina að vera svona meðal topp ökumannana.
Dakar 2024 er farið að taka sinn toll á keppendur og ökutæki, nú eftir leið 8 eru 27 mótorhjólakeppendur dottnir út og meirihluti þeirra af tæknilegum ástæðum.
Leið morgundagsins er 639km í heildina og þar af 417km á sérleið, leiðin virðist við fyrstu sýn vera nokkuð þægileg en það breytist fljótt því þessar grýttu leiðar sína engar leið svo það þarf soldið að fylgja tilfinningu frekar en augum þennan daginn.
Staðan dagsins í dag er:
1. KEVIN BENAVIDES KTM 03H 35′ 03“
2. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 03H 35′ 34“
3. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 03H 36′ 30“
4. JOSE CORNEJO HONDA 03H 36′ 44“
5. TOBY PRICE KTM 03H 37′ 21“
6. RUI GONÇALVES SHERCO 03H 37′ 27“
7. RICKY BRABEC HONDA 03H 39′ 11′
8. ROSS BRANCH HERO 03H 39′ 52“
9. DANIEL SANDERS GASGAS 03H 40′ 13“
10. STEFAN SVITKO KTM 03H 40′ 31“
Og heildarstaðan er:
1. RICKY BRABEC HONDA 36H 16′ 31“
2. ROSS BRANCH HERO 36H 17′ 13“
3. JOSE CORNEJO HONDA 36H 20′ 52“
4. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 36H 28′ 29“
5. KEVIN BENAVIDES KTM 36H 37′ 02“
6. TOBY PRICE KTM 36H 45′ 41“
7. DANIEL SANDERS GASGAS 36H 55′ 14“
8. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 36H 56′ 06“
9. STEFAN SVITKO KTM 37H 28′ 24“
10. MARTIN MICHEK KTM 38H 13′ 24“
Góðar stundir
Dóri Sveins
=================================================================

Dakar – dagur 11 sérleið 9

Við skulum byrja á nokkrum stuttum myndböndum.
Hér sjáum við Daniel Sanders á fullri ferð: https://www.dailymotion.com/video/x8ri77y
Framundan voru 436km af sandi og grjóti, það er nú svoleiðis ef leiðin virkar einföld með fáum hættumerkjum í leiðarbókinni þá býr eitthvað að baki.
Grýttar leiðir dagsins voru erfiðar vegna þess að engir slóðar sjást á köflum til að elta svo þá þarf að treysta á leiðarbókina og sjálfan sig.
Það er ekkert sofið út í Dakar og Kevin Benevides(KTM) rauk fyrstur af stað klukkan 04:26 í orðsins fyllstu merkingu en það var rok í morgun þegar þeir fóru af stað.
Stuttu seinna fylgdi bróðir hans Luciano Benevides(Husqvarna) en þeir bræður kláruðuð í gær í 1 og 2 sæti.
Kevin hélt ekki forustu lengi því eftir 68km var hann búin að tapa 9mín á frakkann Adrien Van Beveren(Honda) svo þá fór að tikka bónustími fyrir hann.
Daniel Sanders(GasGas) fylgdi fast á hæla hans og eftir 110km var hann aðeins 2sek á eftir honum og 14sek á eftir honum var Pablo Qiuntanilla(Honda) en þrátt fyrir góðan hraða í dag verður að segjast að vonir Pablo til sigurs í Dakar þetta árið eru nánast úti en hann var tæpa 5klukkutíma á eftir fyrsta manni í gær.
Eftir 185km var Ricky Brabec(Honda) komin með forustu, 25sek á undan næsta mann og næstum 4,5mín fljótari en Ross Branch(HERO) sem sat í öðru sæti í gær.
En það voru Kevin Benevides(KTM) og Adrien Van Beveren(Honda) fylgdust að fremstir frá bensínáfyllingunni við 200km markinu og söfnuðu því báðir bónusstigum þar sem koma sér vel.
En það voru Hondur sem röðuðu sér í fyrstu 3 sæti dagsins.
Adrien Van Beveren(Honda) sem sigraði sérleið dagsins, annar sigur hans í Dakar 2024 og sá fimmti á hans ferli.
Það hjálpaði honum að fá 5mín36sek í bónustíma fyrir að leiða í dag.
Sagði hann þetta eftir daginn „þetta var erfiður en góður dagur, ég leiddi daginn næstum 400km af leiðinni. Kevin fylgdi mér og það var styrkur í því. Þetta reyndi á, komu erfiðir kaflar og ég reyndi að gera mitt besta, halda fókus og held að mér hafi bara gengið vel. Ég gerði minnsta kosti mitt besta og sé ekki eftir neinu í dag“.
Ricky Brabec(Honda) átti besta tíma dagsins en eftir bónustími hafði verið reiknaður inni hjá þeim sem leiddu var hann 32sek á eftir en heldur ennþá forustu yfir heildina og svo var Pablo Quintanilla(Honda) 4mín19sek lengur en fyrsti maður.
Ricky sagði „Þetta var kannski síðasti sénsinn til pressa vel til að ná góðu forskoti og reyna breikka bilið í næsta mann. Við gáfum allt í þetta i dag og það gekk allt upp. Það bilaði reyndar hjá mér afturbremsan svo það var annar dagur án hennar sem gerði daginn erfiðari en þar fyrir utan þá var dagurinn góður. Ég er tilbúin í morgundaginn“.
Fyrrum Dakar sigurvegarar þeir Toby Price(KTM) og Kevin Benevides(KTM) eiga orðið litla möguleika á sigri en þeir kláruðu 4 og 6 í dag og erum í kringum 30mín á eftir í heildina.
Toby sagði “ þetta var ekki slæmur dagur, gerði smá mistök í byrjun en náði mér á strik aftur. Ansi grýtt leið í dag og sólin var að trufla mig en ég kom mér í mark og tilbúin fyrir morgundaginn“.
Leið morgundagsins er 612km og þar af 371km á sérleið og mega keppendur búast við svipaðri leið og í dag.
10 fyrstu í dag eru:
1. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 04H 36′ 46“
2. RICKY BRABEC HONDA 04H 37′ 18“
3. PABLO QUINTANILLA HONDA 04H 41′ 05“
4. TOBY PRICE KTM 04H 43′ 20“
5. ROSS BRANCH HERO 04H 43′ 45“
6. KEVIN BENAVIDES KTM 04H 44′ 59“
7. JOSE CORNEJO HONDA 04H 46′ 43“
8. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 04H 46′ 52“
9. STEFAN SVITKO KTM 04H 49′ 14“
10. BRADLEY COX KTM 04H 49′ 40“
Heildarstaða eftir leið 10 er:
1. RICKY BRABEC HONDA 40H 53′ 49“
2. ROSS BRANCH HERO 41H 00′ 58“
3. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 41H 05′ 15“
4. JOSE CORNEJO HONDA 41H 07′ 35“
5. KEVIN BENAVIDES KTM 41H 22′ 01“
6. TOBY PRICE KTM 41H 29′ 01“
7. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 41H 42′ 58“
8. DANIEL SANDERS GASGAS 41H 53′ 36“
9. STEFAN SVITKO KTM 42H 17′ 38“
10. MARTIN MICHEK KTM 43H 14′ 24“
Góðar stundir
Dóri Sveins.
______________________________________________________________

Dakar – dagur 12 leið 10

Eins og að keyra á tunglinu.

Eins og síðustu daga þá var skítkalt í morgun eins má sjá á Daniel Sanders https://www.dailymotion.com/video/x8rj54u
Smá yfirlitsmynd þar sem Ricky Brabec(Honda) sækir hart að liðfélaga sínum Adrien Van Beveren(Honda) https://www.dailymotion.com/video/x8rjcqh
Og stutt myndband frá hjólum dagsins https://www.dailymotion.com/video/x8rjlxk
En það var Adrien Van Beveren(Honda) sem fór fyrstur af stað útí kuldann í dag klukkan 04:53 en strax við vegpunkt við 39km var Ross Branch(HERO) komin á fljúgandi ferð og komin með besta tímann en það stóð stuttu yfir því Martin Michek(KTM) bæti þann tíma.
En við 150km punktinn var Ricky Brabec búin að ná Ross Branch og komin með besta tímann við 180km punktinn og náði sér þar í nokkrar bónus sekúndur. En á sama tíma var Adrien Van Beveran farin að dragast afturúr.
Ricky Brabec var á fljúgandi ferð í dag því við punkt 225km en með besta tímann og endaði með því að sigra leið dagsins, ekki með neinum yfirburðum því liðfélagi hans Jose Cornejo var einungis 2sek lengur og hinn liðsfélaginn 20sek á eftir honum, þ.e.a.s eftir að það var búið að reikna út allan bónustíma.
En einn daginn eru Hondamenn að raða sér í 3 efstu sætin.

Ricky Brabec sagði „við bensínáfyllinguna sáum við að það var eitthvað skrýtið í gangi hjá Ross. Við bara vissum ekki hvað var í gangi. Hann fór of snemma í burtu. Ég veit ekki hvað var að gerast, hvort hann var að reyna laumast eitthvað eða hvað hann var að reyna. Við Adrien fylgdumst að í lokin og áttum góðan dag og glaðir með að vera búnir með 10 sérleið. 2 dagar eftir og allt liðið er í toppmálum“.

Viðhaldið….

Jose Cornejo sagði eftir daginn „löng leið, hraðinn í dag var mikill. allir eru á fullu að gera sitt besta. Ég náði Kevinn og fór frammúr honum, svo gerði ég mistök og hann fór frammúr og svo fór ég frammúr honum. Ég var í góðum gír og gaf allt mitt í daginn, var að reyna bæta upp mistökin í gær. Núna eru 2 dagar eftir og það verður ekki gefið eftir, stefni á toppinn en það er hörku barrátta um toppsætið og mjótt á munum“.
Adrien Van Beveran sagði „þeir sögðu að þessi dagur yrði auðveldari en gærdagurinn, ég er nú ekki alveg sammála því. Þeir voru ekkert að grínast með að leiðarbókinn og rötun yrði erfiðari í ár en áður. Þetta er búið að vera erfitt. Við Ricky hjóluðum saman seinnipartinn í dag, það var skemmtilegt og gaf mér soldið „boost“. En kannski gleymdu við okkur aðeins, hægðum aðeins á okkur. Sjáum hvort við það nokkuð í bakið. Núna eru 2 dagar eftir og það þarf að fókusa vel á þá því svona langir dagar eru farnir að taka toll“.
Daniel Sanders(GasGas) sagði „í dag náði ég 4 besta tíma, aðeins 47sek á eftir fyrsta manni og er því 8 yfir heildina. Leiðin í dag var ansi grýtt en eftir að ég stillti demparana aðeins þá varð þetta þægilegra. Mér gekk mjög vel á leiðarbókinni í dag og það skilaði sér. En núna eru bara 2 dagar eftir og það má ekki missa einbeitinguna núna“.
36 hjólamenn eru hættir af ýmsum orsökum en þreyta er farin að hrjá marga enda þetta Dakar verið erfitt, langir dagar og ekki allir sem hafa svona mikið úthald en vonandi ná sem flestir að halda út keppnina.
Leið morgundagsins er 527km og þar af 420km á sérleið sem mun ekki vera auðveld, það verðu nóg að grjóti í boði og tala keppnishaldarar að þeir sem þjáðust á degi 2 muni taka djúpt andann yfir þessari leið og vona að dekkinn þoli þetta.
10 fyrstu á leið dagsins eru:
1. RICKY BRABEC HONDA 03H 51′ 39“
2. JOSE CORNEJO HONDA 03H 51′ 41“
3. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 03H 51′ 59“
4. DANIEL SANDERS GASGAS 03H 52′ 26“
5. HARITH NOAH SHERCO 03H 53′ 34“
6. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 03H 54′ 12“
7. ROSS BRANCH HERO 03H 55′ 24“
8. KEVIN BENAVIDES KTM 03H 56′ 10“
9. MATHIEU DOVEZE KTM 03H 57′ 51“
10. TOBY PRICE KTM 03H 58′ 27“
Og heildarstaðan er:
1. RICKY BRABEC HONDA 44H 45′ 28“
2. ROSS BRANCH HERO 44H 56′ 22“
3. ADRIEN VAN BEVEREN HONDA 44H 57′ 14“
4. JOSE CORNEJO HONDA 44H 59′ 16“
5. KEVIN BENAVIDES KTM 45H 18′ 11“
6. TOBY PRICE KTM 45H 27′ 28“
7. LUCIANO BENAVIDES HUSQVARNA 45H 37′ 10“
8. DANIEL SANDERS GASGAS 45H 46′ 02“
9. STEFAN SVITKO KTM 46H 24′ 31“
10. MARTIN MICHEK KTM 47H 15′ 13“
Góðar stundir
Dóri Sveins.
_______________________________________________________

Dakar dagur 13 leið 11

Leið dagsins var gróf og erfið, sandur að hluta og svo tók við ruddagrjót sem tók mikið útúr þreyttum keppendum.
Þetta sýnir aðeins hvernig dagurinn var https://www.dailymotion.com/video/x8rkoll
Rallybílanir njóta alltaf góðs af hjólunum, hafa þá för til að elta en þeir eru stundum fljótir að ná þeim hjólurum sem leggja síðastir af stað, skemmtilegt atvik í dag þegar Loic Minaudier sem er aðstoðarökumaður í einum rallýbílnum og fyrrum mótorhjólakeppandi stökk útúr bílnum í dag þegar þeim fannst eitt hjólið vera fyrir þeim https://www.facebook.com/reel/921175943009650
Ég bara verð að leyfa þessu að fljóta með https://www.facebook.com/reel/698071975299791
Rafmagnsfaratæki eru orðin mörg og það líka í Dakar eins og Audi er búið að sýna vel en það er líka rafmagnshjól í Dakar, það er greinilega ekki tilbúið í svona mikla þolraun en þróun mun örugglega halda áfram en þessi knapi slapp ótrúlega vel frá þessu https://www.facebook.com/super7moto/videos/3257880454517756
Það sem komið er af þessu Dakar ralli hefur Nacho Cornejo(Honda) leiti flesta kílómetra 1435km og þar af verið einn í 398km. Adrien Van Beveren(Honda) er svo næstur með 1137km en hann hefur verið miklu meira einn eða 619km .
Það var Hondagengið sem fór fyrst af stað í dag og sýndu strax flotta takta en Ross Branch(HERO) sem er í 2 sæti yfir heildina var sjöundi af stað í dag og nýtur þess að hafa för fyrir framan sig sem hjálpar.
En það er soldið gaman að fylgjast með Indverjanum Harith Noah(Sherco) en hann hefur verið að gera góða hluti en veit varla af því því hann ákvað fyrir rallið að fylgjast ekkert með neinum samfélagsmiðlum meðan rallið er. Hann veit ekki hvernig honum gengur nema af því leyti hvaða sæti hann á að leggja af stað, þannig er lítil pressa á honum og hann er að skemmta sér vel. Hann kom 5 í mark í gær og er í 12 sæti yfir heildina.
Hann sagði í gær „morgundagurinn verður örugglega ekki góður fyrir mig, ég er alls ekki góður í grjóti. Ég er betri núna en ég var í fyrra en samt ekki orðin svona góður“.
Hann er þriðji Indverjinn sem klárar Dakar rall en Dakar saga hans er samt ekki löng né góð, 2020 datt hann út á leið 3, 2021 kláraði hann í 20 sæti, 2022 datt hann út á leið 10 og í fyrra slaðaðist hann á leið 4.
Vonandi gengur honum betur í ár og nær að klára.
En Pablo Quintalla var fljótastur að 43km punkti, Adrien Van Beveren 19sek á eftir og Ross Branch 28sek seinna en Ricky Brabec(Honda) sem fór fyrstur af stað var þarna orðin 1min30sek á eftir, kannski einhver leikur í gangi.
Ross Branch sem var rúmum 10mín á eftir Ricky í gær ætlar greinilega ekki að gefa eftir og var fyrstur á 93km punkti og þá 2mín11sek á undan Ricky en að frádregnum bónustíma þá munar ekki nema 41sek.
Hann var fyrstur við punkt 139km og einnig fyrstur við punkt 179km þá komin með 4mín18sek forskot á Ricky en þar sem Ricky er ennþá fremstur á leiðinni tikkar bónusinn og munar því ekki nema 1mín24sek. Adrien fylgir Ross eins og skugginn.
Nacho Cornejo(Honda) sem var nýbúin að ná liðsfélaga sínum Ricky Brabec stoppaði við 115km punktinn og greinilegt að eitthvað var að. Þetta gerðist stuttu eftir bensínstopp en hann talaði um það í stoppinu að bensíndælan í aðaltankinum virtist ekki virka.
Varð hann að taka aðaltankinn af og hella í aukatankinn til þess að komast áfram og tapaði hann tíma á þessu.
Þrátt fyrir að vera langhraðastur í dag þá dugði það ekki Ross Branch ekki mikið til að minnka muninn í Ricky Brabec, var hann 6mín17sek fljótari en þegar bónustíminn var dregin af þá endaði munurinn í 32sek.
Þetta er hans annar sérleiðasigur þetta árið, „þessi dagur var mun betri en sami dagur í fyrra, ég naut mín vel í dag og skemmti mér vel. Auðvitað var þetta erfið leið og ótrúlega grýtt leið á kafla en ég naut þess og gaf bara í. Auðvitað hugsar maður hvort ég hefði ekki átt að gera það fyrr en Ricky á alveg skilið að vera þar sem hann er. Við höldum áfram að berjast og sjáum hvað gerist á morgun, síðasta daginn.
Mér gekk samt ekki alveg eins vel í runnunum(camel grass) og þarf að bæta og æfa mig þar til að ná meiri hraða. Þetta gefur mér tækifæri til að æfa mig og bæta mig fyrir næsta ár, sé þarna að ég get bætt mig þarna.
Ég er mjög sáttur við hjólið, liðið er að standa sig frábærlega, ég er virkilega stoltur af liðinu og ég mun gera allt til þess að skila mér í mark, það er þeirra sigur. Ég finn mikin stuðning frá þeim sem fylgjast með og þakka þeim mikið fyrir.
Það er einn dagur eftir, 180km í lokin svo þetta er ekki búið ennþá, ég ætla að reyna njóta þess“.
Ricky Brabec sagði „ég opnaði daginn og var nánast einn í allan dag, átti alltaf von á að Nacho Corejo myndi ná mér og við hjóla saman en hann lenti í smá brasi. Einnig átti ég von á að Adrian Van Benever myndi koma og ná að tikka inn bónustíma.
Ég veit að Ross er að gefa allt í þetta eins og sást í dag en ég hef þá tilfinningu að það verði ég, Adrien og Ross sem verðum í 3 toppsætunum. En við skulum sjá hvað gerist, það er ennþá einn dagur eftir.
Ég hjólaði vel í dag, gerði engin mistök en síðustu 100km hægði ég á mér og var að bíða eftir liðsfélögunum, ákveðin í að skila mér heilum í mark.
Maður þarf að hugsa þetta dag fyrir dag, klára hvern dag heill. Fyrsta markmið mitt er alltaf að skila mér heilum að hvíldardegi og þá stokka ég upp og einbeiti mér að seinni vikunni.
Að klára Dakar er sigur fyrir mér og ef mér tekst að sigra Dakarrallið þá er það stórkostlegt. Núna setjumst við niður með liðinu og við munum gefa allt í þetta á morgun. Það sést kannski ekki á myndum og myndböndum en það er mikið um runna(camle grass) þarna úti og þeir hafa stóra og langa þyrna. Ég hjólaði í gegnum svoleiðis runna á degi eitt og það kostaði heimsókn í sjúkratjaldið og það þurfti að skera í hendina til að ná brotinu úr, það er nánast ómögulegt að komast í gegnum Dakar án þess að vera með rifin jakka“.
Adrien Ven Benever sagði í lok dags „ég mætti stóri úlfaldahjörð um miðjan dag og það er sossum ekkert óvenjulegt, þeir eru jú dýr eyðimerkurinnar. Þetta var á mjög hröðum kafla rétt eftir bensínáfyllingu og þegar ég nálgaðist færðu þau sig yfir til vinstri svo ég fór hægra megin og gaf í þá ákvað eitt þeirra að fara frekar í hina áttina og þvert fyrir mig, ég var þá komin á mikla ferð, ég reyndi að forðast árekstur á það en hjólaði í staðinn á stóran stein í kantinum og flaug fram fyrir hjólið.
Ég veit ekki hvort ég lenti líka á úlfaldanum en hann var minnsta kosti farin þegar ég stóð upp. Ég hugsaði með mér „úff þetta á eftir að verða vont“, ég held að ég hafi lent á hausnum og svo rúllað áfram. Ég fann að ég var soldið ringlaður eftir þetta, skoðaði hjólið og það sá alveg á því en ég náði að skila mér í mark. Það tapaðist mikill tími við þetta en kannski fór ég aðeins frammúr mér þarna, ætlaði að sanna að þetta grjót væri ekkert vandamál en þarf greinilega aðeins að endurskoða það“.
Leið morgundagsins er síðasta leið Dakar 2024, er hún 328km í heild og þar af 175km á sérleið.
Það má reikna með að flestir muni hjóla af öruggi og einbeita sér að því að skila sér í mark en það getur ýmislegt gerst á þessum km svo það er spennandi að sjá hvernig þetta endar.
10 fyrstu í dag eru:
1. Ross Branch HERO 4h51m57s
2. Ricky Brabec HONDA 4h52m29s

3. Adrien Van Beveren HONDA 4h55m14s

Það sukkar að festa sig.

4. Luciano Benavides HUSQVARNA 4h56m35s
5. Toby Price KTM 4h58m28s
6. Bradley COX KTM 5h00m02s
7. Kevin Benavides KTM 5h01m05s
8. Daniel Sanders GASGAS 5h04m20s
9. Martin MICHEK KTM 5h06m24s
10. Stefan Svitko KTM 5h07m44s
Og heildar staðan er:
1. Ricky Brabec HONDA 49H 37′ 57“
2. Ross Branch HERO 49H 48′ 19“
3. Adrien Van Beveren HONDA 49H 52′ 28“
4. Jose Cornejo HONDA 50H 16′ 41“
5. Kevin Benavides KTM 50H 20′ 16“
6. Toby Price KTM 50H 25′ 56“
7. Luciano Benavides HUSQVARNA 50H 33′ 45“
8. Daniels Sanders GASGAS 50H 50′ 22“
9. Stefan Svitko KTM 32′ 15“
10. Martin Michek KTM 52H 21′ 37“
Góðar stundir
Dóri Sveins.

Dakar 2024 – lokadagur – síðasta sérleið – Ricky sigrar.

Hér er smá samantekt yfir Dakar 2024 https://www.dakar.com/en/stage-12/bike/gallery/video
Síðasti dagurinn runninn upp, aðeins 328km í mark en það þarf að klára þá. Ef allt gengur að óskum þá stefnir í að Ricky Brabec(Honda) verði sigurvegari Dakar 2024 en hann er með rúmlega 10mín forskot á næsta mann. Það er klárt mál að hann mun ekki taka neina áhættu en verður að passa samt uppá tímann því á síðasta ári stefndi í sigur Toby Price(KTM) en Luciano Benevides(Husqvarna) sigraði með 43sek forustu.
Bónustímarnir fyrir að vera fyrstur af stað inná leiðar og vera fremstur hefur spilað stórt hlutverk í ár og spurning hvort þetta sé gott skref, sá sem fer fyrstur inná leið er vissulega að leggja línur fyrir þá sem eftir koma en á móti kemur að sá sem er t.d í fyrsta sæti getur hangið í þeim sem hraðast hjólar og grætt fullt af tíma án þess að vera hraðastur á leið dagsins.
Gærdagurinn var gott dæmi um það. En dagleiðin í dag bauð uppá max 1min50sek í bónus.
Ross Branch(HERO) fór fyrstur af stað í morgun og Ricky Brabec(Honda) stuttu síðar. En strax við punkt 33km var Ross farin að dragast afturúr en leiddi samt og bónustímin jafnaði tapið út.
Við 70km punktinn var það Pablo Quintanilla(Honda) sem var með forustu, reyndar bara 1sek á Bradley Cox(KTM) og Kevin Benevides(KTM) 2sek þar á eftir.
Honda gert vel þetta árið, hefur unnið 8 af 12 leiðum í Dakar 2024, hafa allir liðfélagar Honda tekið þátt í því. Nacho Cornejo 3 leiðir, Adrien Van Benever 2 leiðir og svo hafa Tocha Schareina, Ricky Brabec og Pablo Quintanilla unnið eina leið hver. Ross á HERO hjólinu unnið 2 og Kevin Benevides(KTM) einnig unnið 2 leiðar.
Við 150km punktinn var Ross á besta tíma, Ricky stutt fyrir aftan og Adrien þar á eftir svo í heildina var engin. En síðustu 25km hægðu þeir á sér og skiluðu sér í sæti 9, 7 og 4.
En það voru þeir KTM félagar Kevin Benavides og Toby Price sem áttu bestu tíma dagsins sem dugði þeim í 4 og 5 sæti yfir heildina.
39 hjólakeppendur kláruðu ekki Dakar 2024 af ýmsum ástæðum og þar af 1 í dag en til fróðleiks þá duttu 27 bílar út í dag.
Því miður þá varð eitt dauðsfall í Dakar þetta árið þrátt fyrir að öryggiskröfur séu alltaf að verða meiri og meiri.
En það var Ricky Brabec sem sigraði Dakar 2024 á Hondunni sinni tæplega 11mín á undan næsta manni. Þetta er níunda árið sem hann keppir og annar sigur hans en hann sigraði einnig 2020.
Við komuna í markið sagði hann „það er frábært að byrja árið á sigri en þetta var ekki auðvelt. Leiðarnar voru mjög erfiðar í ár, keppinautarnir eru harðir. Ross og líka liðsfélagarnir héldu mér á tánum allan tímann og ég held að það eigi ekki bara um mig. Held að við séum allir á tánum gagnvart hvor öðrum þar sem það munar ekki mikið á milli okkar.
Þetta var klárlega barátta alla leið til enda.Ég er mjög hamingjusamur að vera komin heill í mark, að þetta sé búið og við getum farið heim.
Yfir heildina var þetta gott rall, það voru breytingar sem við höfðum ekki prófað áður og það gerir þetta meira virði. Þetta var líka miklu erfiðara en áður. T.d vorum við Ross í 3 daga sem voru bara örfáar sek á milli okkar, 2 flottir keppendur í góðu flæði.
Það munar ekki miklu á milli efstu manna, þetta er búið að vera þétt alla daga, ég átti 2 frábæra daga sem ég gaf allt í þetta, 11 leiðin var soldið erfið þegar Ross startaði 18mín á eftir mér og hafði skýr för til að elta og gefa vel í.
Ég er rosalega ánægður með liðið og liðsfélagana, skemmtilegar vikur“.
Annar í Dakar2024 er Ross Branch(HERO) sem er búin að berjast eins og hetja allan tímann, hafði hann þetta að segja „ég er í sjöunda himni, þetta var langt rally, líklegasta erfiðasta rall sem ég hef nokkurn tímann keppt í. Ég tek hjálminn ofan fyrir Ricky, hann átti frábæra keppni. Við vorum nærri hvor öðrum lengi vel en svo tók hann rosa sprett og ég bara náði honum ekki. En þetta var rosalegt, svo skemmtilegt að keppa með þessum gaurum. Ég er himinlifandi með liðið, þeir eru búnir að leggja svo mikið á sig að halda þessum í gangi, við erum ungt lið svo þetta eru góð úrslit.
Ég er svo hamingjusamur að vera hér á palli. Það er auðvitað búið að vera markmið liðsins frá stofnun að komast á verðlaunapall.
Ég er heppni gæinn, ég fæ að fara út að hjóla og skemmta mér. Þeir sjá svo um alla vinnuna, viðhaldið og og þróun á hjólinu til þess að bæta það. Ég er virkilega stoltur af liðinu, ég veit líka hvar ég þarf að bæta mig, þá daga sem við vorum að hjóla mikið í runnunum(camel grass) var ég að tapa tíma en Ricky átti bara frábæra daga, alla daga. Hann á virkilega skilið að vinna, hann var betri en ég þetta árið en núna hef ég 11 mánuði að æfa mig og bæta mig og kem sterkari á næsta ári“.
Þriðji í mark þetta árið er frakkinn Adrien Van Benever en þetta er hans 9 Dakar rally, er hann búin að vera nokkuð stöðugur í gegnum rallið, 2 sérleiða sigrar og svo alltaf í toppsætunum.
Sagði hann í dag „eftir síðasta ár, óhöppin og alla þá erfiðleika gegnum árin þá er það góð tilfinning að ná á verðlaunapall í Dakar. Virkilega góð tilfinning, ég er búin að leggja mig allan fram alla daga. Að klára í þriðja sæti er frábær árangur eftir alla baráttuna. Þetta er en eitt skrefið nær mínum sigri“.
Toby Price(KTM) sem kláraði daginn í 2 sæti og því 5 yfir heildina hefur tvisvar sigrað Dakar(2016/2019).
Hafði hann vonast eftir góðum árangri þetta árið en þetta er 10 árið sem hann keppir í Dakar. Fyrsta vikan fór ekki nógu vel af stað hjá honum og þegar það munar orðið svona lítið á milli toppmanna þá elta minnstu mistök þig alla leið.
En hann hafði þetta að segja í lokin „rallið þetta árið er búið að vera erfitt. Ég er mjög ánægður að vera komin í mark í heilu lagi og þegar ég lít yfir síðustu vikur þá var ég aldrei langt frá en því miður gerði ég alltof mörg lítil mistök. Liðið hefur staðið sig frábærlega svo ég er leiður yfir því að geta ekki skilað mér í betra sæti eftir 52klukkutíma þarna úti.
Ég vill þakka öllu liðinu og öllum sem hafa veit mér hvatningu og stuðning“.
Þetta er búið að vera skemmtilegt rall til að fylgjast með, Honda er búið að sanna að þeir eru með sterkt hjól sem þolir Dakar, Hero eru líklega að koma sjálfum sér á óvart með árangri sínum þó þeir hafi bara komið einu hjóli í gegnum þessa þolraun.
KTM sem voru kóngarnir í 19 ár í röð eru með mjög áreiðanlegt hjól en þurfa samt að taka sig á fyrir næsta ár en það er samt staðreynd að þessir toppökumenn eru svo jafnir að smá mistök geta verið dýrkeypt.
Ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessum skrifum mínum.
Takk fyrir mig
Dóri Sveins
Lokastaðan í Dakar 2024:
1. Ricky Brabec HONDA 51h30m08s
2. Ross Branch HERO +00:10:53
3. Adrien Van Beveren HONDA +00:12:25
4. Kevin Benavides KTM +00:38:48
5. Toby Price KTM +00:45:28
6. Jose Cornejo HONDA +00:46:38
7. Luciano Benavides HUSQVARNA +00:53:31
8. Daniel Sanders GASGAS +01:14:32
9. Stefan Svitko KTM +01:56:28
10. Martin Michek KTM +02:48:49

Halldór Sveinsson kærar þakkir fyrir þessa fræðandi pistla. kv Tían Bifhjólaklúbbur