Að vafra um vefinn og leita að einhverju nýju og áhugaverðu um mótorhjól er ekki alltaf að bera árangur en,stundum finnur maður smá.
Honda er er semsagt að fara selja Dax aftur eftir 40 ára fjarveru!
Honda DAx smáhjól sló svo rækilega í gegn á sjöunda áratugnum. Ekkert annað mótorhjól býr yfir þeim töfrum sem þetta þjóðsagnakennda mótorhjól hefur. Honda DAX 125 slæst í hópinn með Honda Monkey 125 en bæði þessi hjól búa yfir miklum karakter og njóta vinsælda og eftirtektar hvar sem þau koma.
- Mótor -125cc 9 hestöfl
- Gírar – 5
- Sætishæð – 775mm
- Eiginþyngd -107kg
- Verð frá 995-1150 þús