Happdrættsmiði fylgir félagsgjaldi í klúbbinn ef greitt er árgjaldið á netinu fyrir 15 febrúar.

Eftir óformlegan stjórnarfund hjá klúbbnum var ákveðið að halda Happdrætti Tíunnar í lok mars og verður dregið þann 20 apríl sem er sumardaginn fyrsti.
Góð byrjun á sumri að fá vinning;)

Einnig ákvað stjórn að fresta útsendingum gíróseðla til 15 febrúar til að gefa ykkur kost á að greiða félagsgjöldin á netinu , jú því,

allir félagsmenn sem borga félagsgjöldin fyrir 15 febrúar á netinu. www.tia.is/verslun  fá einnig einn happdrættismiða í vorhappdrættinu okkar.

Þess ber að geta að það er ykkur og okkur til hagsbóta að félagsgjöldin séu greidd á netinu því að bankabáknið tekur alltaf sinn toll.
Mbk.
Stjórn Tíunnar