Desember 2018

Það er nú misjafnt hvernig hver og einn vill eyða jólunum. Flestir halda í hefðirnar og eyða jólunum heima hjá fjölskyldu og vinum, aðrir fara til dæmis til Tenereef og eyða jólunum í hitanum jafnvel með öðrum íslenskum fjölskyldum.

Svo eru það þeir sem eyða jólunum á Suðurpólnum eins og barst okkur í fréttunum á jóladag að íslendingar hefðu eytt jólunum þar.

En allavega einn úr Tíunni ( Jói Rækja) eyðir jólafríinu á því að keyra Harley Davidson frá Florida til New Orleans og eyða jólunum þar. og svo áramót einhverstaðar í Florida.

 

______________________________________________________________________________

Ferðasagan í flórida

14 des

Búin að kaupa flug til Orlando næsta föstudag og ætla að eyða jólum í New orleans og áramótum í Miami eða Key West, í Orlando bíður mín faraskjóti í ferðina, ég nefnilega þekki meistara í öllum heimsálfum sem redda Rækjunni 😉 Gudmundur hlakka til að sjá ykkur 🙂

 

 

23 des

Klukkan er 14:00 og aðeins 300km eftir, búið að ganga mjög vel. Er að steikjast úr hita og bjórinn í töskunum orðin 200 gráður 😜

24 des

Gleðileg jól allir heima, er á chateau hóteli í franska hverfinu í New Orleans, hótelið er frábært og á besta stað með læstu einkabílastæði fyrir hjólið. Skrapp á nokkra staði í gærkveldi, góður matur, geggjuð musik (live) og allir brosandi hér. Njótið jólanna, borðið yfir ykkur og umfram allt verið þakklát og nægjusöm ❤😎
P.s. þegar maður hjólar allan daginn í sól þá verður maður eins og rautt jólaljós í framan 😂
25 des
Frábært aðfangadagskvöld, brjálað partý og lifandi tónlist út um allt, kynntist eðalfólki og þvældist um allt með þeim. Hér er tékkað út af hótelum á þeim óþverratíma 11:00 hraustlega timbruð rækja að skríða frammúr.😎
P.s. já ég plankaði á barnum 😉

Myndbönd frá ferðinni   Myndaband1     myndband 2

26 des
Aldrei vanmeta náttúruna, fellibyljasvæði, búin að keyra í klukkutíma í gegnum svona svæði og brotna skóga

27 des
Fyrsti hikkstinn, staddur í Apalachicola í gærkveldi og stoppaði í sígo og hjólið steindautt, dó við hliðina á flottu hóteli með eitt herbergi laust og happy hour að byrja 😀 kynntist frábærum gaur þar sem skutlaði mér um allt í morgun að finna rafgeymi, hjólið í gang og ég brunaði í Harley Tallahasse, gamli geymirinn (sem var nýlegur) gallaður og þeir yfirfóru allt frítt, on the road again 😁

Myndband 

28des

Smá af ferðalaginu, keyrði um 400km í dag niður ströndina í átt að Everglades, hrikalega flott leið, gegnum Tampa, Clearwater, St. Petersburg og endalausa strandbæi, stoppaði oft og dólaði mér. Fór bæði á Macdonalds og walmart, nánast orðin lókal 😉 sé alltaf betur hvað allt er stórt í Ameríkuhreppi, fæ alltaf herbergi með 2 hjónarúmum og panta orðið alltaf á veitigahúsum bara smárétt eða forrétt, pantaði í gær alvöru steik af menu og fékk hálft naut og ferkílómeter af salati 😮 búin að læra að keyra á stuttermabol, hjálmlaus, fékk nánast hitaslag áður en ég fattaði það 😂 fáninn er farin að trosna enda búin að berjast þarna í ca 2500km 😁
Já gleymdi,,, er núna í Sarasota í svítu með svalahurð beint við sundlaugina og er á leiðinni í það mál, svo á hótelbarinn því stelpan í lobbyinu gaf mér nokkra frímiða á barinn af því ég er fyrsti Íslendingurinn í gistingu

29des

Fór í gærkveldi á elsta Kiki bar usa, hitti helling af frábæru fólki, tók plankan á barnum og drakk g&t frítt allt kvöldið, þarna var Steve Patmagrian sem er eftirsóttur leikmyndahönnuður hér, geggjað gaman. Í dag er nánast of heitt til að hjóla þannig að ég fór á ströndina í Venice, spjallaði lengi við einn heimilislausan sem kenndi mér að búa til rósir úr pálmablöðum. Venice beach er fræg fyrir hákarlatennur úr 10 milljón ára Megalon sem skolast á land þarna, leigði skóflu og sigti og fann eina flotta, tók svo Interstate niður til Naples, of heitt til að hjóla ströndina. Á morgun keyri ég svo 41 í gegnum Everglades og set inn nýjan póst ef ég verð ekki étin af krókódíl 😁 Laugardagskvöld í Naples, farinn út á lífið 😜

😜

 

30des

Keyrði gegnum Everglades í dag, klappaði krókódíl, smakkaði krókódíl og fór í airboat ride, knúin áfram af gamalli v8 350. Komin til Miami á hótel á besta stað, Miami beach center, kom beint í garð/sundlaugarpartý, ætla að gista hér í 3 nætur og ákveða hvar ég verð á gamlárskv á morgun. Komin með Mohito og lífið er yndislegt 😁

Þegar ég kem á hótelið í Miami þá lagði ég hjólinu fyrir utan þar sem vegaframkvæmdir voru og skellti mér beint í mohito í sundlaugarpatrý. Tíu um kvöldið sé ég blá ljós þar sem hjólið stóð og stekk af stað, þar var mjög alvarlegur lögreglumaður að skrifa sekt á hjólið. Ég segi honum rólega að ég sé frá Íslandi en hann samþykkti það alls ekki því númmerið var skráð í Orlando. Sýndi honum þá vegabréf og hann róaðist allur og segir að sektin standi og ég verði að færa hjólið því það væri dráttarbíll á leiðinni. Ég minnist á það að ég sé búinn með “nokkra” mohito og hann horfði á mig undrandi á þessum upplýsingum og spyr “ok og getur þú keyrt?” ég hélt það nú og fór á sundskýlu af stað að leita að bílastæðahúsi. Fór vel og fegin að hjólið var ekki tekið.

31.Des
Gamlárskvöld á South beach Miami er er stærsta party sem ég hef upplifað, tugþúsundir á djamminu, risa flugeldasýning og allir vinir. Djammaði fram á morgun með góðum vinum og skrölti upp á herbergi um morguninn.