Eins og þeir sem fylgjast með klúbbnum okkar hafa tekið eftir þá höfum við verið að setja inn bækur í vefverslunina okkar til sölu.
Upphafið af því var auðvitað að Njáll Gunnlaugsson var að gefa út stóra og veglega bók um Harley Davidson á Íslandi „Ameríska Goðsögnin“.  en líka það að við eigum og rekum þessa vefverslun og því ekki að nýta hana.

Versluðum við slatta af bókum „árituðum af höfundi og fáum að framselja þær hér á vefnum“.
Og fyrst við vorum byrjuð á þessu þá vissum við að Mótorhjólasafnið var með slatta af bókum til sölu í afgreiðslunni þar, og því ekki að vekja athygli á þeim bókum líka og jafnvel selja þær líka fyrir safnið.
Klúbburinn fær engann hagnað af þessum aðgerðum en safnið fær allt.

Endilega skoðið það sem er til
https://tia.is/verslun/

Einnig settum við inn nokkra landsmótsboli sem við áttum á lager ef einhverjir langaði í ódýra boli.

Í vetur stefnum við á að vera með merktan fatnað í boði ásamt ýmsum minjagripum.

Party verður hjá okkur núna á laugardaginn  5 nóvember á safninu. Slóð á partíið
19. nóvember stefnum við á að hafa Bingó þar sem allir verða velkomnir meðan húsrúm leyfir,   „vorum með húsfylli síðast.“ Slóð á Bingóið

Vonum að þið kunnið að meta það sem er gert,

Með bestu kveðju
Formaður
Tíunnar Víðir Már Hermannsson