Nýtt ár Gleðilegt ár! og takk fyrir það gamla.
Nýtt hjólár er að hefjast og dagana farið að lengja. Sumir eru nú þegar byrjaðir að dunda í fákunum og eru að undirbúa hjólasumarið.
Við hjá Tíunni höfum svosem tekið því rólega frá aðalfundi enda Covid að hrekkja okkur öll og lítið hægt að gera í því. Samt sem áður þá eru við byrjuð að setja niður viðburði í viðburðadagatalið okkar sem má sjá á facebook síðunni okkar. Þar sem við stefnum á Hjólaferð suður á fyrsta maí og svo hópkeyrslu hér norðan heiða 15 maí.
Eins og í fyrra verða einnig Hjóladagar með Bíladögum og Pókerrun er komið á dagskrá eins og síðustu 4 ár í ágúst.
Félagsgjöld : Stjórn ákvað í desember eftir að hafa gert fyrirspurn til félaga á facebookvefnum um að hækka félagsgjöldin í ár upp í 5000 kr. Þar með hækkaði félagsgjaldið um 1000kr en það var áður 4000 kr. Ákvað stjórn einnig að hækkunin öll færi beint inn sem styrkur til Mótorhjólasafns Íslands og hækkuðum við þar með styrk Tíunnar til safnisins um 100%. og fer þar með 2000kr af félagsgjaldinu beint til Safnsins. Mótorhjólasafnið þarf á styrk okkar að halda því það er nóg eftir til að klára húsið að innan þó það sé langt komið að utan.
Greiðsluseðlar og happadrætti.
Greiðsluseðlarnir fyrir félasgjaldið mun koma í heimabanka félagsmanna núna í janúar.
Eindagi seðlanna verður svo 5. mars. (ATH þeir sem borga félagsgjaldið fyrir 5.mars fá Happdrættismiða með félagasgjaldinu.) En greiðsuseðlarnir munu hanga inni í heimabankanum fram í byrjun maí og þá munu þeir ekki hækka þó þeir falli í eindaga, en þeir munu svo hverfa úr heimabankanum þínum í byrjun maí.
Í ár verða greiðsluseðlar bara sendir til virkar félaga Tíunnar. þe. til þeirra sem borguðu félagsgjöldin 2021 þetta er gert í sparnaðarskyni því að senda út seðla kostar alltaf eitthvað fyrir kúbbinn og það safnast þegar saman kemur.
Sem sagt ef þú greiddir ekki í fyrra en vilt samt fá seðil þá endilega hafðu samband við okkur á tian@tian.is og við munum bjarga málinu.
Happdrætti Tíunnar:
Í febrúar – mars mun Tían svo halda Happdrætti eins og við gerðum í fyrra og heppnaðist gríðalega vel og vakti mikla lukku. Miðaverð verður 1000 kr og verða miðarnir til sölu í vefverslun okkar og verður dregið á vordögum.
Glæsilegir vinningar eins og okkar er vona og vísa 🙂 og vonandi taka sem flestir þátt og fá sér miða.
Með bestu hjólakveðju
Stjórn Tíunnar