...

Í dag 16.febrúar sendum við út greiðsluseðla  í heimabanka fyrir félagsgjöldum Tíunnar.

Félagsgjaldið er 5000 kr og 300kr seðilgjald svo seðillinn er 5300kr
Ríflega helmingur greiddra félaga 2022 nýtti sér millifærsluaðferðina eða vefinn en restin fær sent í heimabanka.

2000kr af félagsgjaldinu renna beint til Mótorhjólasafnsins á Akureyri en eins og flestir sem til þekkja er nóg eftir að gera þar til að klára húsnæðið.
Afsláttur er  á skoðunardeginum sem er 13.maí að þessu sinn hjá Frumherja Akureyri
Einnig fást afslættir víða út á félagsaðild sem nánar má skoða hér.

Ef þú ert með ábendingu um fyrirtæki sem mundi vilja gefa okkur afslátt, sendu á okkur upplýsingar og við förum í málið.

Ef aftur á móti einhver hefur fengið kröfu sem vildi hana ekki, nú eða vantar og vill kröfu að þá bara að hafa samband.
tian@tia.is

Eða nýta sér vefinn og greiða félagsgjöldin þar eða ganga í klúbbinn.   https://www.tia.is/verslun 
Nú eða millifæra : á Tíuna             565 – 26 – 100010      Kt 591006 -1850
En setjið skýringu með.

Kveðja Stjórnin

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.