Frakkland verður fyrsta landið til að innleiða notkun hávaðamyndavéla á næstunni. Um er að ræða
Meduse-myndavélar sem tengdar eru stefnuvirkandi hljóðnemum og fundið geta hávaðasöm ökutæki
og myndað þau. Fær hvert ökutæki sem fer yfir mörk sekt upp á 135 evrur, eða um 20.000 kr.

Er myndavélunum aðallega beint gegn hávaðasömum mótorhjólum og hafa vélarnar verið settar upp þar
sem mótorhjól venja komur sínar á undanförnum vikum. Fyrsta slíka vélin var sett upp í nágrenni
Parísar á Rue 46 í Saint-Lambert des-Bois sem er vinsæll vegur meðal mótorhjólafólks. Deilt er
um hvort myndavélar þessar séu nógu nákvæmar og má til dæmis ímynda sér að vélarnar eigi erfitt
með að greina hver á sök í hópi mótorhjóla. Spurningin er, nú þegar Frakkland hefur hafið innleiðingu hávaðamyndavéla, hvort önnur lönd fylgi í kjölfarið.

 

Njáll Gunnlaugsson
11.2.2022
Bílablaðið í Fréttablaðiðinu