Shivam Singh ók 127 metra á mótorhjóli í gegnum logandi göng á æfingasvæði hersins við höfuðborgina Bangalore.
INDLAND Hvirfilbyljirnir, mótorhjólasýningateymi indverska hersins, slógu í gær heimsmet fyrir lengstu ferð á mótorhjóli í gegnum logandi göng.
Shivam Singh, fyrirliði teymisins, ók 127 metra á mótorhjóli í gegnum logandi göng á æfingasvæði hersins við höfuðborgina Bangalore. Heimsmetshafinn kom alelda út úr göngunum og eftir
að slökkt hafði verið í honum var honum ekið beint á sjúkrahús.
Singh hlaut aðeins minni háttar brunasár við tilraunina en hann klæddist eldvörðum hlífðarfatnaði. Hjólið sem hann ók gjöreyðilagðist. Fyrri methafar voru Suður-Afríkumennirnir Enrico Schoeman og André De Kock.
Hvirfilbyljirnir voru stofnaðir árið 1982 og draga nafn sitt af glæfralegu athæfi sínu. Þeir hafa sett upp fleiri en eitt þúsund sýningar innan og utan Indlands.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem teymið setur heimsmet, en árið 2017 komu þeir 58 manns upp á eitt 500 cc Royal Enfield-mótorhjól og keyrðu það 1.200 metra og slógu þar fyrra heimsmet indverska hersins sem var 56 manns. – atv
Fréttablaðið 11.nóv 2020
mynd the Sun
https://www.thesun.co.uk/news/13158577/motorbike-flames-record-tunnel-fire-india/