Í gegnum árin hafa vísindaskáldsögur og bíómyndir verið stútfullar af allskonar mótorhjólatengdum hlutum, raunverulegum og já kannski minna raunverulegum.
Hlutum ss hjálmum sem væru með gervigreind. Gætir til dæmis lesið moggan á meðan þú skreppur í eitthvað mission impossible eða færð hinar og þessar upplýsingar inn á sjónglerið sem þú lest auðvitað á meðan þú keyri um á hraða ljóssins í umferð stórborga.

En að öllu gammi slepptu að þá virðist framtíðin vera að banka uppá.

Á dögunum kom á markaðinn hjálmur sem gæti staðið undir þessum vísindaskáldskap.

FORCITE var að setja á markaðinn alveg nýja kynslóð hjálma. Hjálmur sem er með allskonar gadget innbyggðu ss myndavél, sound system. OG í glerinu færðu allskonar upplýsingar ss stefnuljós, upplýsingar um hraðamyndavélar og viðvaranir við einu og öðru sem vert er að skoða betur. Hjálmurinn ber heitið Forcite MK1S NEXUS Edition. Hjálmurinn er vottaður sem alvöru mótorhjólahjálmur, vottun ECE 22.05 og DOT fyrir USA. Hjálmurinn er léttur enda ytri skelin úr T-400 Carbon fiber en allskonar ný hönnun á hlutum er í honum ss högg-dempun framan á kjálkastykkið þar sem myndavélin er. En um 35% skaða á hjálmum úr slysum er framan á kjálkastykkið. Hjálminn þarf að tengja við sérstakt app til að stilla hann og til að stýra aukahlutunum.

Verðið á hjálminum má eiginlega segja að komi á óvart €1499 eða £1299 En einnig er hægt að fá eldri útgáfu á £‎799 en svo á  auðvitað eftir að flytja hjálminn heim og borga toll svo eitthvað mun verðið fara upp við það allt.

Sjón er sögu ríkari en nálgast má nánari upplýsinga og allskonar vídeó frá framleiðanda á heimasíðu þeirra

https://www.forcitehelmets.com/en-gb/
https://www.forcitehelmets.com/mk1s-nexus/