Á Landsmóti 2021 dró Dagga mig yfir túnið í Húnaveri, hlummaði mér í stól fyrir framan Grím son hennar hans vinahóp sem voru ný komnir með próf og sagði „Þetta er Óli, þið ætlið að verða vinir“ Síðan þá hefur ekki slitnað slefið á milli okkar að hennar sögn.
Eftir það landsmót var farið að kalla okkur Hvolpasveitina, enda erum við bara litlir krakkar miðað við hvað flestir hinir sem hjóla eru ógeðslega gamlir.
Nú var komið að því, landsmót er á næstuni og auðvitað ætlum við að mæta.
En spurningin var… Hvaða leið eigum við að fara? Við ákváðum að fara hringinn og auðvitað var ég settur í að plana ferðina enda sá eini sem virðist rata einhvað að viti. Þegar aðeins þrír dagar voru í brottför fór pabbi (Hjörtur Líklegur) að skipta sér af. Veðrið átti að vera helvíti blautt fyrir austan á þriðjudeginum. Sjitt… ég var búinn að plana öll stopp og hvar við myndum tjalda. Pabbi stakk uppá því að fara vestfirðina. Ekki séns. Ég var búinn að plana hringinn og ég ætla ekkert að hætta við það núna og sagði strákunum að redda sér regngöllum.
Daginn fyrir brottför kom Viddi í bæjinn frá Sauðárkrók. Við Grímur hittum hann í skeifuni (eini staðurinn sem hann rataði á vegna þess að þar er KFC) og fylgdum honum heim til Gríms. Á leiðini tókum við eftir því að keðjan á Honduni hans Vidda væri frekar slök og réðumst í það um leið og við komum í skúrinn hjá Grím.
__________________________________________________________________________________________________
Dagur 1. Þriðjudagur
Við Hittumst kl 09:30 á Olís við Norðlingaholt. Þór á Harley Fat Boy, Viddi á Shadow 750, Jói á Shadow 750, Grímur á Yamaha FZ6 og ég á Yamaha FZ1
Við vorum allir tilbúnir í pollagöllum með tjöld, svefnpoka og allt ruslið sem okkur datt í hug að taka með okkur. Fyrsta stopp var á Selfossi þar sem Hrannar beið eftir okkur á Harley Sportster 48. Meðan við ræddum aðeins málin kom til okkar maður og sagði að einn okkar missti tjaldsúlurnar af hjólinu rétt eftir litlu kaffistofuna. Auðvitað enduðu þær á miðjum veginum og þar með voru þær dæmdar ónýtar og Viddi stökk í Rúmfatalagerinn og keypti sér nýtt tjald á meðan við hinir klæddum okkur úr pollagöllunum, enda var uþb 12-17 stiga hiti. Frá Selfossi að Vík var ferðalagið bara æðislegt, gott veður, góðir vinir og ekkert vesen. Á Vík fórum við í pollagallana eftir bensínstopp og rukum af stað. Þegar við vorum rétt komnir framhjá Hjörleifshöfða losnuðu töskurnar hjá mér lítillega og það var græjað fljótt og við rukum aftur af stað.
Við sulluðum í pollum á leiðinni á Kirkjubæjarklaustur og sumir farnir að kvarta undan sjónleysi. Þá var sniðugt að stoppa til að teygja sig og bóna glerin á hjálmunum. Á meðan við biðum skoðaði mamman í hópnum (Ég) veðurspánna og hún var ekki með okkur í liði. Þá datt mér í hug að fara að leita af gistingu innandyra. Ég fór að hringja nokkur símtöl og kom að mestu tómhentur til baka. Hótelin of dýr og fólkið sem manni datt í hug að væri heima voru bara alls ekki heima eða gátu ekki tekið á móti 6 blautum hvolpum. Ég hugsaði bara „Þetta reddast“ og við héldum áfram. Rétt fyrir Fagurhólsmýri byrjaði vindurinn að mótmæla komu okkar og reyndi sitt besta að ýta okkur útaf. Sem betur fer náðum við að lifa þessa litlu kviðu af og héldum áfram á Jökulsárlón.
Þegar við vorum komnir þangað fóru sumir að kvarta undan þreytu og aðrir vegna bleytu. Þá ákvað ég að bjalla í pabba gamla og sjá hvort hann væri með mann í símaskránni sem gæti hjálpað okkur. Hann fór að hugsa og datt þá í hug að prófa Rúnar Björnsson (Rúna Rauða) á Breiðdalsvík. Ég vildi að minnsta kosti komast á Höfn og sjá tjaldstæðið áður en maður dæmdi það ómögulegt. Þegar við vorum alveg að koma losnaði bensínbrúsinn af hjólinu hans Vidda. Brúsinn ekkert skemmdur sem var nú gott því hann var stór partur af því að Hrannar myndi komast alla leið. Þegar við lentum á Höfn var tekið vel á móti okkur á N1 sjoppuni. Kjötsúpur og hamborgarar var það eina sem okkur langaði í og það græjað í hvelli. Meðan við borðuðum fékk ég þetta yndislega símtal frá pabba að Rúni Rauði vorkenndi okkur blautu krökkunum og bauð okkur að gista hjá sér. Fagnaðarlætin voru mikil hjá Hvolpasveitini inni í sjoppuni því að tjaldstæðið á Höfn líktist frekar sundlaug en tjaldstæði.
Núna var kominn tími til að leggja í hann. Allir klæddu sig í pollagallana… SHIT, LÖGGAN. Tuktinn hékk útá plani og fylgdist með okkur. Það hefði ekki verið neitt mál nema vegna þess að þrír af sex hvolpum voru ekki með stóra mótorhjólaprófið og voru á of kraftmiklum hjólum fyrir það. Úps, hvað gerum við núna. Það er ekki eins og það komi útkall á Höfn og þeir þurfi að fara. Við biðum stutta stund og loksins þurftu þeir að fara í kaffipásu eða fara að skamma túrista. Við læddumst út frá Höfn en ekki áður en Hrannar spurði þreyttur og kaldur „Hvar er Breiðdalsvík?“ „Bara rétt hjá… svona klukkutími“ svaraði ég vitandi að það var lygi, skellti hjálminnum á hausinn og rauk af stað.
Þegar við lentum hjá Rúnari var tekið vel á móti okkur. Ég réðst á töskurnar á Harleyinum hans Þórs og fann ölið. Þetta fannst Þór mjóg skrýtið þar sem ég hef aldrei drukkið. Þá reif ég tvær dósir úr töskuni og otaði þeim að Rúnari og heimtaði að borga skuldina með ölinu. Þegar við vorum allir komnir í hús sást ekki í ofna fyrir fötum og dóti.
Strákarnir fengu sér smá öl með Rúnari og ég sötraði bara kók og fékk mér smá narsl. Við vorum ekki lengi að sofna þetta kvöldið enda um það bil 670 km sem við höfðum keyrt þennan dag. Eina sem ég gat hugsað var að morgundagurinn yrði þurr.
___________________________________________________________________________________________
Drulla og bleyta 🙂
Dagur 2. Miðvikudagur
Við vöknuðum um kl.10, Rúnar farinn í vinnu og við með skilaboðin að skella bara í lás. Úff, vona að ekket gleymist inni. Við fórum og klæddum okkur í gallana. Sumir voru að fara aftur í blauta galla en aðrir ekki. Ég til dæmis var bara þurr að öllu leiti nema hanskarnir voru rakir, það er gott að eiga góðan pollagalla og vatnshelda touring skó. Við tókum bensín og fórum að ákveða leiðina sem við vildum fara á Egilsstaði. Ég, Grímur og Þór vildum fara mölina upp frá Breiðdalsvík En Hrannar og Jói vildu fara malbikið. Viddi vildi fara mölina líka en með ónýta og teygða keðju ákvað hann að það væri skynsamlegra að fara malbikið. Við ákváðum að hittast bara á N1 á Egilsstöðum þar sem báðir vegirnir fara beint framhjá stöðinni. Við lögðum af stað í sitt hvora áttina og lofuðum að hittast á N1. Greyjið Yamminn minn ákvað þennan morguninn að hann vildi vera 750cc þriggja cylendra hjól nema á háum snúning þá datt sá fjórði inn. Það truflaði mig ekki mikið enda vanur því að keyra götuhjól á möl. Allt gekk vel hjá báðum hópunum nema þegar við lentum í þykkri þoku. Eftir smá myndastopp fóru Grímur og Þór af stað á undan mér. Andskotinn… Ég þarf að vera á háum snúning til að hjólið gangi á öllum og þeir voru fyrir. Þá var bara eitt í stöðuni, hazzard ljósin á, blikka háu ljósunum og láta vaða frammúr. Hjúkk það slapp, smá tæpur í einni beygju en það er fínt að láta púlsinn hækka af og til. Við tókum malbikið á stóru ferðinni enda er þarf að nota þessi hestöfl af og til. Þegar við renndum inn á N1 var fínt veður þar. Við hoppuðum af hjólunum og ég fór að kippa háspennukeflinu úr til að þurrka það. Hinir strákarnir komu fljótlega eftir að við mættum og þá var farið að skoða okkar hjól. Grút skítug, eins og þau eiga að vera.
Blautt og möl
Við fengum okkur morgunmat á N1 Egilsstöðum (mætti halda að við værum sponsaðir af N1) og ræddum við nokkra túrista á meðan sem einnig voru á hjólum. Þau létu vita að Möðrudalur hefði verið kaldur og smá þoka hafi verið á leiðini og smá rigning. Við héldum af stað, Yamminn ennþá gangandi á þrem… en það verður bara að keyra hraðar fyrir vikið. Á miðjum Möðrudal datt sá fjórði loksins inn stuttu fyrir Grímsstaði á fjöllum. Þar splittuðum við hópnum aftur upp og fórum sitt hvoru megin við Dettifoss. Þar misstum við drullustrákarnir okkur og fórum að leika okkur að skoða há póstnúmer á hraðamælunum. Þegar við keyrðum niður að Dettifossi voru þar túristar á ADV hjólum á kubbadekkjum og í goritex göllum. Þeir vissu ekki að það er alltaf veður fyrir leður á íslandi. Við spjölluðum við þá í smá stund og þeir dáðust að því að við keyrðum þessi götuhjól á mölinni. Einn þeirra spurði mig hversu hratt ég keyrði á mölini og ég svaraði með að hæðsta talan sem ég sá hefði verið 190. Hann leiðrétti mig og vildi fá að vita hraðann á MÖLINNI, hann fékk aftur sama svar. Eftir spjallið röltum við niður að Dettifossi og sáum þar hina strákana á bakkanum hinum megin við allt þetta vatn sem var að detta.
Við vorum alveg að deyja úr hita, enda í leðri og pollagalla yfir því. Við fórum úr pollagöllunum áður en við héldum af stað í Ásbyrgi, besta ákvörðun ferðarinar. Það var nefnilega bongó blíða restina af deginum. Í Ásbyrgi fórum við Grímur í það að þrífa og smyrja keðjurnar en, Þór skimaði eftir hinum hópnum. Þegar þeir mættu tóku þeir bensín og fóru að hugsa um að fylla á ölbyrgðarnar. Ég stökk á google og sá að vínbúðin á Húsavík lokaði eftir 45 mínútur. „ÞÓR! Farðu núna ef þú vilt ná í ríkið“ Kallaði ég á hann. Það tók hann ekki langann tíma að drulla sér af planinu og malbiks hópurinn elti. Við Grímur kláruðum að þrífa og smyrja og hoppuðum af stað. Eftir að keyra frá Ásbyrgi í gegnum Skúlagarð og í gegnum allt Kelduhverfið á hraða sem er best að lýsa sem póstnúmer í Hafnafirði komst ég að því að regnpokar sem fara yfir mjúkar töskur þola ekki svona hraða. Þeir voru báðir alveg að fara af
Akureyri Hér kem ég.. Loksins farið að þorna
og báðir rifnir. Við stoppuðum og ég reif þá af og tróð ofaní töskurnar. Eftir það héldum við okkur á aðeins minni ferð og þegar við mættum á planið hjá Vínbúðini voru stákarnir að raða ölinu á hjólin al-sælir með kaupin. Við tókum bensín á Húsavík og skelltum okkur til Akureyrar. Stuttu eftir Ystafell hætti Harleyinn hans Þórs að vilja bremsa að aftan. Þegar það var skoðað kom í ljós að afturfelgan hafi étið lopapeysuna hans. Peysan var skorin í tætlur og plokkuð úr bremsudæluni og felguni.
Þegar við komum að Leiruni á Akureyri hringdu Hrannar og Viddi, hjólið hans Hrannars var stopp. Ekkert gekk að ýta því í gang og það startaði ekki. Stebbi Steingríms kom og reddaði honum fari í sendibílnum heim til Víðis sem var búinn að bjóða okkur gistingu eftir að ég óskaði eftir gistingu á Akureyri í svona smá gríni en smá alvarleika líka. Daginn eftir fór Hrannar og reddaði nýjum geymi í hjólið og það rauk í gang. Þá var bara að fara að koma sér af stað. Eftir stutt byrgðastopp á Glerártorgi var planið að leggja af stað en þá vildi Harley ekki í gang… aftur. Víðir kom með kerruna aftaní húsbílnum og bauð honum far á landsmót. Hrannað þáði það enda ekki mikið annað í stöðuni.
Við fórum stuttu seinna af stað og enduðum á landsmóti áfallalaust. Ferðin heim var einnig frekar eðlileg. Ekkert kom fyrir og frekar leiðinlegt að skrifa um svoleiðis ferðir.
En með þessari sögu er hægt að segja að maður getur alltaf treyst á mótorhjólafólk til að hjálpa manni þegar maður lendir í smá bobba.
Ég vill bara þakka öllum sem komu að því að hjálpa okkur í ferðini og einnig viljum við þakka öllum sem voru á Landsmóti 2022 fyrir geggjað mót.
Ólafur Hjartarson Nielsen „Óli Prik“