Undirbúningur:
Tveir möguleikar eru til að komast til Íslands:
Keyra til norðurenda Danmerkur þ.e til Hirthals og fara þaðan um borð í Norröna-skipið, sem er þrjá daga á leiðinni , allt eftir sjólagi, eftir viðkomu í Færeyjum; eða sitja í þægindum í flugvél sem, eftir nokkurra klukkustunda flug, lendir á Keflavíkurflugvelli. Fyrri kosturinn væri vissulega heillandi, en við völdum þann seinni, og flugum og sendum hjólin beint til Íslands.
Þremur vikum fyrir brottför förum við til Ducati umboðsins í London og settum Best Grip Nagla í Pirelli Scorpion Rally dekkin okkar (og við fullvissum þig um að þegar þú lýkur því að skrúfa naglana í ertu með á blöðrur á höndum!).
En eftir það eru V4 Ducati Multistradarnar okkar tilbúin fyrir Ísland og hjólin voru send með skipi til íslands, og sá umboðið þar um að gera hjólin klár fyrir okkur þar.
Á Valentínusardaginn var brottför , við vorum mjög spenntir.
Velkomin til helvítis
Sagan segir að Ísland sé verndað af fjórum landvættum, eða goðsögulegum fornverum – Örni, Risi, Dreki og Naut – sem geta, eftir aðstæðum, haft mannvænlegan eða fjandsamlegan karakter. Jæja, en það var augljóst að við hljótum eitthvað að hafa reitt þá til reiði rétt fyrir komu okkar, því um leið og við stígum fæti á eyjuna skall á með snjóstormi sem nánast feykti okkur um koll.
Daginn eftir sóttum í Ducati umboðið á Íslandi, hjólin og þeir voru búnir að gera þau klár fyrir okkur og við þá tilbúnir í ferðalagið. Sólin skín og vindurinn virðist vera fjarlæg minning. En vegna snjósins virðast fyrstu kílómetrarnir eins og í helvíti! Hvíta teppið, sem er þjappað af umferð bíla og frosið og hált þar að auki, gerir aksturinn mjög erfiðan en naglarnir redduðu okkur alveg. En um kvöldið komumst við til Vík í Mýrdal, þorp sem er byggt milli sjávar og jökla þar sem aðeins 320 íbúar búa. Í Vík í Mýrdal hvíldum við okkur í tvær nætur, notuðum dagana til að hjóla um svæðið í íslenska náttúru sem er með svo töfrandi landslagi og það hættir aldrei að koma manni á óvart. Ótrúlegir klettar og fjöll og strendur með svo ótrúlega svörtum sandi að hann var eins og kol, og svo fossarnir sem eru allstaðar hér og sem virðast koma beint úr ævintýrum.
Aðeins rétt undir núlli
Aftur af stað í austurátt. Hitastigið var ekki kannski ekki banvænt en það var á milli -8 og +2°C, sem er ekki hlýtt, en við því bjuggumst við, en akstursaðstæður voru áfram erfiðar þar sem vegirnir voru sífelt að breytast vegna snjóa nú eða miklum vindi og hálku. Á leiðnni til Hafnar í Hornafirði stoppuðum við hjá Jökulsárlóni, lón þar sem hundruð ísjaka fljóta um allt, í ótrúlegum bláum litum og losna jakarnir beint frá einum af skriðjöklum Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu og fljóta mjög rólega til sjávar. Skammt þar frá er „demantaströndin“ svo nefnd eftir glitrandi ísbrotum, sem líkt og gimsteinar liggja meðfram ströndinni.
Við ákveðum að staldra við til að dást að þessu stórkostlega náttúru sjónarspili, án þess að bregðast við undrun annarra ferðamanna á svæðinu ,sem fannst faratækin okkar óvenjuleg á þessum árstíma og í þessu veðurfari.
Eftir gistingu á Höfn daginn eftir keyrðum við um á suðausturhluta Íslands skellum okkur út fyrir veg á frosinn sand þar sem við sáum greinilega jeppaför og lékum okkur aðeins á hjólunum, þessi hjól stóðu sko alveg fyrir sínu frábær fjöðrun og handling tók vel á því í sandinum.
Góður dagur og gistum við því aðra nótt á Höfn.
Reiðmenn í storminum
Við vöknuðum upp við vondan draum, því búist er við miklum stormi á næstunni. Pökkuðum saman dótinu okkar í snatri og hröðuðum okkur aftur til Reykjavíkur, þangað sem við komum dauðþreyttir eftir um 600 km ferðalag á einum degi. Reyndar fórum við lengra því gistingin okkar var í Grindavík , en ætlunin var væri að leggja af stað daginn eftir og skoða vesturland.
En veðrið leikur okkur aftur illa: rauð viðvörun, búist er við vindhviðum yfir 40 m/s. Á skömmum tíma nær stormurinn yfir allt Ísland og við getum ekki gert annað en að læsa okkur inni í húsinu og fela hjólin í bílskúrnum til að eiga ekki á hættu að þau fjúki á haf út. Landið er orðið hvítt og vindhviðurnar það svakalegar að gististaðurinn okkar hristist verulega; og hélt veðrið fyrir okkur vöku í næstum tvær nætur með tilheyrandi veðurbraki. Við höfðum aldrei upplifað slíkt veður áður, En íslendingarnir voru bara hinir rólegustu enda ýmsu vanir.
En eigandi gististaðarins sagði okkur þó að þetta sé mun harðari vetur en undan farin ár á þessum slóðum.
Loka kafli
Eftir tvo daga veðurtepptir í slæmu veðri getum við loksins farið út að hjóla aftur. En þar sem tíminn sem við höfum til ráðstöfunar er að renna út. Verðum að ná fluginu þá ákvöðum við bara að hjóla í nágrenni Reykjavíkur. Skoða flottar torfæruleiðir og keyra á milli annara áhugaverðra staða á Reykjanesinu.
En við vitum núna að Ducati Multistrada getur tekið þig hvert á land sem er, en ef Ísland og dutlungar þess verða á vegi þínum, þá er engin spólvörn sem getur bjargað þér.
Áður en lagt var af stað höfðum við nefnilega ekki séð neinar mótorhjólaferðasögur frá Íslandi að veturlagi og langaði okkur að prófa hvort þetta væri hægt, en það má með sanni segja að það er náttúruöflin sem ráða ríkjum á Íslandi. Ef þú ættir einhvern tíma í framtíðinni færð þá hugmynd að fara í svona vetrarmótorhjólaferð hugsaðu þá um verstu aðstæður sem þú getur hugsað þér og margfaldaðu þær með 10. Og umfram allt, fylgdu gullnu reglunni um að Íslendingar, fólk sem býr við þessar aðstæður kunna að umgangast landið sitt, svo farðu að þeirra ráðleggingum þegar þeir gefa þér ráð,
því það getur skilið á milli lífs og dauða í þessu veðravíti og ef að ferðin er þaulskipulögð gleymdu því,því að þau plön munu breytast í íslenskri náttúru. ■
Alessandro Broglia, Alessandro Mollo PHOTOGRAPHY: Davide De Martis