Já ef þú ert í vandræðum með að finna jólagjöf handa kallinum eða konunni og Mótorhjól eru ofarlega á áhugamálalistanum nú eða ferðalög á mótorhjólum.
Þá þarftu ekki að leita lengra!
Jólagjöf mótorhjólamannsins fæst hjá okkur. www.tia.is/verslun
Öll sala er til styrktar Mótorhjólasafns Íslands.
-
-
Íslensk hjón fóru af stað í 5 mánaða ferðalag um mið-Asíu á tveimur mótorhjólum. Í því ferðalagi heyrðu svona letidagar sögunni til enda var tekist á við aðstæður sem fyrir flesta eru töluvert utan þægindahringsins.
-
-
Hin goðsagnakenndu Harley-Davidson-mótorhjól þarf ekki að kynna fyrir neinum, enda muna flestir eftir vígreifum lögreglumönnum á slíkum gæðingum. Færri vita hins vegar að þetta voru vinsælustu mótorhjólin á fyrri hluta síðustu aldar þegar sannkallaðar hetjur riðu um héruð landsins á vélfákum. Hér er saga Harley-Davidson á Íslandi rifjuð upp í máli og myndum, allt frá því að fyrstu mótorhjólin birtust árið 1917. Eftir gullöld einstaklingshjólanna á þriðja og fjórða áratugnum tók lögreglan þau í þjónustu sína og þá upphófst einn merkilegasti kaflinn í sögu þeirra. Í bókinni er einnig fjallað um nokkrar aðrar gerðir amerískra mótorhjóla sem bárust hingað til lands á liðinni öld. Höfundurinn, Njáll Gunnlaugsson, er landsþekktur áhugamaður um mótorhjól og hefur lengi rannsakað sögu þeirra. Hann skrifar reglulega um bíla og mótorhjól í dagblöð og á samfélagsmiðla, samhliða því að kenna Íslendingum að aka þessum undratækjum
-
-
Sniglast um 20 ára Sögu Bifhjólasamtakana Lýðveldisins Sniglarnir eiga sér tæplega 40 ára sögu en það eru ekki allir sem vita það að þegar þeir voru 20 ára þá gáfu þeir út bókina Sniglaför. Bókin á sér engan líkan en í henni grófu sniglarnir í fjölskyldualbúmin og opnuðu þau fyrir okkur. Enda er bókin prýdd fjölda mynda frá ýmsum tækifærum og tímum bæði af sniglunum og fákunum þeirra.
-
-
Ekki allir fá tækifæri til að láta drauma sína rætast og er ég ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að láta minn rætast. Bókin mín Hringfarinn segir sögu mína í máli og myndum þegar ég fór einn á hjóli í hnattferð.
-
-
100 ára saga mótorhjólsins á Ísland Hér er komin biblía allra þeirra sem áhuga hafa á mótorhjólum. Í bókinni er víða komið við og 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi rakin í máli og myndum. Fjölmargir einstaklingar koma við sögu. Margir þeirra voru fyrstir til að fara ýmsar leiðir á vélknúnum ökutækjum og ruddu þannig brautina. Í bókinni eru yfir 200 myndir sem fæstar hafa birst áður á prenti.