...
Jóna Guðný Magnúsdóttir var ein þeira fáu hjólkvenna, já og manna sem hjóluðu á Landsmót Bifhjólafólks í Trékyllisvík á Ströndum síðast liðið sumar.
Hér fáum við hennar upplifun af því ferðalagi:     (p.s hugsanlega þarf hjálp túlks til að skilja allt slangrið í greininni).
Landsmót Bifhjólafólks 2023!!!
______________________________________________________________________________________

Ég og minn Shjadów gamli puðruðumst í ógurlegu stuði af stað til Trékyllisvíkur, einhverstaðar þarna á Vestfjörðum?

Var ég meðal annars vopnuð pollagalla , því ég hef ekki átt pollabuxur síðan ég var að éta sand hérna 197 og seint, 😉  lobbapeysu lobbasokkum, sköllóttu framdekki og hriplekum 20 ára plús mótorhjólahjólaskóm!!
Sonna í ljósi þess að gúgúl maps finnur víst ekki Trékyllisvík var þetta æsispennandi óvissuferð, stefnan sett á Hólmavík sonna til að byrja með og vona svo að restin væri einhvernveigin merkt eða við myndum rekast á einhverja sem væru á sömu leið og myndu rata.
Já það var stoppað í hverju einasta benzínhreiðri sem á leið okkar varð, ekki skildi vera gert gys að okkur meir fyrir benzínleysi!!
Og var svo ekki lukkan yfir okkur er verið var að sulla benzíni yfir tankinn á Shjadów gamla á Hólmavík, Egill Þorgeirsson og Eva koma þar blaðskellandi og útlista alveg skýrt og greinilega fyrir vitskertningnum (mér sko) restina af leiðinni!!

Einhvernveginn tókst mér samt að taka vitlausa beygju,,,,,  eða meira sonna ekki taka beygjuna og fylgdi bara ströndinni, sem ég átti einmitt ekki að gera🙄 dæss bætti þarna við einhverjum 20+km!!       Fínasti malarvegur svo ég var ekkert að skilja hvað fólk var að tuða yfir að vegurinn á mótið væri slæmur, ekkert að essu!!💪🤘
Kem ég svo ekki bara að gatnamótum með skilti sem beinir mér aftur til Hólmavíkur…..Argggg,  þarna var hringt neyðarsímtal í „stórabró“ Jóhannes Axelsson ❤ sem gat útlistað nokkurn veginn hvert ég ætti að fara.

Og þá fyrst upphófst ævintýrið!!

Það var ekkert verið að spauga með veginn, leirkend möl sem er ekkert grín í mígandi rigningu og með sköllótt framdekk…. og heilu og hálfu klettarnir stóðu upp úr veginum á köflum😳  þverhnýpt niður í sjó og andskotan ekki rassgat neitt beinn og breiður vegur neitt!!
Get ekki sagt að hugsað hafi verið hlýlega til mótshaldara þegar steypst var niður snarbratta brekku þar sem bara ólgandi sjórinn blasti við framundan og svo 90 gráðu beygja……
En þetta hafði Shjadów gamli í rólegheitunum með mig veinandi af lofthræðslu á leiðarenda!!
Og get ekki með nokkrum orðum lýst því hvað pungurinn á mér var stór og síður þegar ég steig af hjólinu komin á leiðarenda!!!💪🤘🚜👍
Þarna var svo samankominn hópur af bestu yndislegu vitskertningum sem mér þykir svo vænt um, kynntist líka fullt af nýjum vitskertningum,
leikir búningabrölt, tjútt og trall! fórum á hjólunum í sund í Krossneslaug já ég viltist líka á leiðinni þangað, já sennilega er ég pínu vangefin eitthvað🙄 en hey ég varð ekki benzínlaus, vann meira að segja benzínúttekt í happadrættinu……👍

Mikil ofboðsleg snild var þetta mót, eldraun og ævintýr!!

Þó við Shjadów gamli færum ekki hratt þennan malarkafla þá tókst okkur á heimleiðinni að fara framúr einum sko, hann var að vísu á reiðhjóli en við höfðum ann!!👍🤣🤣🤣
Takk svo mikið fyrir mig Hilde B Hundstuen og þitt fólk, etta var æði!!!

#Jóna

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.