Landsmót Snigla er án efa mesta hátíð bifhjólamanna ár hvert og hefur enginn sem hefur á landsmót komið gleyma því. Landsmót snigla var fyrst 1987 og var haldið í Húnaveri og mættu þar um 120 bifhjólamenn og skemmtu sér vel í glampandi sól og steikjandi hita alla helgina.
1988 -89-90 voru landsmót haldin í Húnaveri og fjölgaði gestum ár frá ári .
Skógar árið 1991 var landsmótið haldið að Skógum undir Eyjafjöllum og var það besta landsmót frá upphafi. (þá). Var 20° hiti og heiðskýrt og skemmtu sér meira en 310 bifhjólamenn sér konunglega þá helgi. 1992 var Landsmót haldið í Trékyllisvík á Ströndum og mættu þar 200 manns þrátt fyrir slæma vegi.
Alls staðar sem Sniglar koma saman og halda mót koma þeir sveitungunum og lögreglu þægilega á óvart með kurteisislegri framkomu og góðri umgengni.
1993 þegar mótið var haldið í Hallormstaðaskógi gaf Lögreglan á Egilstöðum okkur borðfána í þakklætiskyni fyrir samstarfið.
Landsmót er alltaf haldið fyrstu helgina í júlí þe. ef sunnudagurinn er 1.júlí þá er það helgin sem landsmót er. o.s.f.v.
Landsmót er ekki bara ætlað Bifhjólamönnum heldur öllum sem hafa áhuga á mótorhjólum.
og skiptir það ekki máli hvernig hjól.
2007 urðu svo kafla skil í Mótshaldinu því þá hættu Sniglar að halda mótið með hefðbundnu móti og varð mótið þar með Landsmót Bifhjólamanna. upp frá því hafa ýmsir Mótorhjólaklúbbar haldið landsmót , má þar nefna Óskabörn Óðins, MCskál, Goðar, Sober riders, Tían, Raftar, Drullusokkar í Eyjum og fl…. einnig hafa ýmisr einstaklingar tekið að sér að halda mótið og hefur það gengið vel undanfarin ár.
Dagskráin hófst áður fyrr á föstudagskvöldum en í seinni tíð hefur dagskráin hafist á fimmtudagskvöldum með góðri kvöldvöku og jafnvel hljómsveit.
á föstudeginum var áður fyrr miðnæturtónleikar og Súpa sem elduð er í nornapotti sem allir snæddu og svo var setið við varðeldinn og sungið og drukkið fram á morgun.
Nú orðið er súpan enn við líði og svo dansiball og sungið og drukkið fram á morgun.
Á laugardeginum eru svo leikar þar sem keppt er í hinum ýmsu mótorhjólagreinum og eftir leikana er stórsteik og um kvöldið lokadansleikur fram á morgun…
Sunnudagur fer í frágang á svæðinu og taka allir þátt í því sem heilsu hafa. Við skiljum alltaf vel við okkur svæðin því við viljum halda áfram að halda landsmót.
Dæmi um þekktar hljómsveitir og einstaklinga sem hafa spilað á landsmóti.
Dimma (Oft)
Sniglabandið (að sjálfsögðu) (Mjög oft)
Vintage Caravan (2X)
Eyþór ingi
Ingvar Valgeisson
Rúnar F
Hvanndalsbræður X2
ATH ef þið eigið plaggat sem ekki er hér þá er ég að safna myndum… tia@tian.is