Eins og allt alvöru mótorhjólafólk veit þá er stutt í Landsmót Bifhjólafólks sem haldið verður í Varmalandi í Borgarfirði helgina 4 – 8 júlí nk.
Sniglar halda þar upp á 40 ára afmæli sitt og halda mótið með pompi og prakt og má búast við miklu fjölmenni þar að þessu sinni á þessum glæsilegu tímamótum.

Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts sér sem endranær um að selja landsmótsmerkið fyrir Landsmót sem að þessu sinni er (SÉRSTAKT AFMÆLISMERKI) og mun selja merkið einnig á Landsmótinu,  Einnig verður afmælis merkið fánlegt í Vefverslun Tíunnar og á Mótorhjólasafninu eftir Landsmót Bifhjólafólks og geta menn þá fengið það sent eða sótt það á Mótorhjólasafnið þegar það er opið.

Merkin sem eru stærri en venjulega eru einmitt einnig seld á Mótorhjólasafninu fyrir þá sem eiga leið hjá, ásamt góðum lager af eldri merkjum.

Merkið kostar aðeins 2500 kr og fer allt söluandvirði merkjanna til uppbyggingar Mótorhjólasafnsins.

Í Vefverslun er einnig að finna ýmsan fatnað eins og flottar Tíupeysur , Hettupeysur og boli.

https://tia.is/verslun/