Þar sem hann Heiðar Þ. Jóhannsson (Heiddi) hefði orðið 70 ára þann 15.maí ætlar Tían Bifhjólaklúbbur að standa fyrir hópkeyrslu í minningu hans.

Við munum hittast á torginu kl. 12:00 og lagt verður af stað kl. 13:00 í keyrslu um Akureyri. Hópkeyrslan mun svo enda í Kirkjugarði Akureyrar þar sem krans verður lagður á leiði Heiðars.

Eftir það mun Tían bjóða upp á kaffi og köku í Mótorhjólasafni Íslands. Allir vinir og vandamenn Heiðars er velkomið að mæta í Kirkjugarðinn og á safnið.

Viðburðurinn á Facebook