Bílaklúbbur Akureyrar heldur Bikarmót í spyrnu á aksturssvæði BA þann 27. ágúst 2022

(Minningarkeppnin er haldin til heiðurs þeirra sem fórust í flugslysi á Akureyri 2013 þar sem flugvél Mýflugs brotlenti á spyrnubrautinni með þeim afleiðingum að tveir af þremur í vélinni fórust.)
Á brautarsvæðinu er minnigarsteinn þeim til heiðurs.


Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, reglum AKÍS og sérreglum keppninnar.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum ökutækja með frávikum skilgreindum í sérreglum keppninnar:

Athugið að stigin úr þessari  keppni og úr síðasta bikarmóti sem var haldið 13. ágúst telja til sameiginlegra stiga til BIKARMEISTARA í öllum flokkum ef næg þátttaka næst í alla flokka.

Eftir að skráningrfrestur er liðin, verður ekki í boði að handskrá keppendur.

Bílar
T flokkur
T/G 8,70 áttungsmíla
T/F 8,10 áttungsmíla
T/E 7,50 áttungsmíla
T/D 6,90 áttungsmíla
T/C 6,30 áttungsmíla
T/B 5,70 áttungsmíla
T/A Index
DS flokkur
OF flokkur

Mótorhjól
Götuhjól undir 700cc (G-)
Götuhjól yfir 700cc (G+)
Breytt götuhjól (B)
Opinn flokkur (O)

Ekki er ræst í riðlum í þessari keppni.

Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.

Veittir verða verðlaunagripir fyrir 1. og 2. sæti í öllum flokkum skv. lokaúrslitum.

Allt um keppnina er Hér