...

Tían, bif­hjóla­klúbb­ur Norður­amts, stóð fyr­ir hópkeyrslu í minn­ingu Heiðars Þ. Jó­hanns­son­ar, sem ávallt var kallaður Heiddi, í blíðskap­ar­veðri á Ak­ur­eyri í dag. Hann hefði orðið sjö­tug­ur á miðviku­dag­inn.

Bif­hjóla­menn hitt­ust á Ráðhús­torg­inu á há­degi og lögðu síðan af stað í hópkeyrslu um bæ­inn klukk­an 13.

Tóku öku­menn á 52 hjól­um þátt í hópkeyrsl­unni sem endaði við kirkju­g­arðinn á Nausta­höfða þar sem krans var lagður á leiði Heidda.

Tían bauð upp þá í kaffi og kök­ur í Mótor­hjóla­safni Íslands á Krókeyri.

Bald­vin Ringsted flutti stutt ávarp áður en Snigl­arn­ir af­hentu styrk upp á 500.000 krón­ur handa Mótorhjólasafninu á Akureyri.

mbl.is 18.05.2024
mynd Þorgeir Bald.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.