Alveg magnaður dagur fyrir Pokerrun. 25 manns á 21 hjóli tóku þátt. Frábært veður svolítið vindasamt en mjög hlýtt. Eftir að fyrsta spil var dregið var brunað til Grenivíkur þar sem annað spil var dregið í flýti.
Þaðan var brunað í Dalakofann og lenntum við í smá bleytu til baka ströndina og yfir Víkurskarðið en ekkert til að væla yfir því eins og hendi var veifað þornaði allt í Fnjóskadal og var þurrt restina af ferðinni.
Í Dalakofanum var rúmlega klukkutímastopp þar sem við snæddum fæði og drukkum veigar, og dregið spil 3.
Þaðan renndum við í Laxárvirkjun upp á efstu stíflu, og voru það nokkuð margir sem ekki höfðu komið þangað.
Þaðan fórum við stystu leið á Samgöngusafnið á Ystafelli og heilsuðum upp á staðahaldara, versluðum miða á safnið nú eða sumir kaffi og súkkulaði. Spil 4 dregið.
Frá Ysta Felli var brunað aftur í bæjinn og beint á Mótorhjólasafnið aftur . Þar var dregið spil 5.
Dómarar lögðu saman spilin og útkoman varð að Víkingur Jónsson er Pokerrunkóngurinn 2024 😉 og fékk hann flottan bikar og seðla í veskið að launum. heilar 50000kr. Mótorhjólasafnið fékk einnig verðlaun, því 25000kr fóru í kassann hjá safninu,
Geggjað gaman,, Sjaumst að ári.

Myndir /Guðmundur Örn / Kolli / Einar GameOver

Myndir á Facebook frá Pokerrun