EINA ÚTRÁS MÓTORHJÓLAMANNA

Föngulegur hópur keppenda í kvartmílu á mótorhjólum sýndi slemmtilega takta og ljóst að ástæða er til að halda sér keppni fyrir mótorhjól. Nú vantar bara kappakstursbrautina fyrir kappana, svo þeir hætti að æða um í almennri umferð.

Fyrir löngu er komin tími til að útbúa sér kappakstursbraut fyrir bíla og mótorhjól hérlendis. Mótorhjól eru orðin svo öflug að menn ráða ekki við sig, þegar komið er af stað á götunum og ófá óhappin hafa orðið í sumar af þeim sökum. Eini staðurinn sem mótorhjólamenn geta fengið útrás er kvartmílubrautin.


Mæting í síðustu mótorhjólamílu Sniglanna var því mjög góð og tilþrif skemmtileg, þó keppnin gilti ekki til Íslandsmeistara.

Fimm flokka skipting var í keppninni, sem gefur mönnum möguleika á að reyna sig í sambærilegum hjólum, fremur en að einu sinni flokkar ráði ferðinni eins og í öðrum kvartmílum. Margir snöggir mótorhjólamenn eru hérlendis og nokkrir þeirra hafa lagt kvartmíluna fyrirsig. Íslandsmeistararnir í báðum flokkum í fyrra áttu víð í öflugasta flokkn­um í kvartmílu Sniglanna.

Hlöðver Gunnarsson sem varð meistari í 750 flokki í fyrra hefur í ár ekið 1100 cc hjóli og leiðir Íslandsmeistarakeppnina, á meðan allt hefur gengið á afturfótunum hjá Guðjóni Karlssyni, sem vann þennan flokk í fyrra. En endurkomu þarf að vinna ferðir hinsvegar Guðjón sigraði á Hlööver í keppninni. Hlöðver var snöggari í ljósunum, en Guðjón sigldi orkubúi sínu af öryggi framúr.

 

KG racing eins og Þomar kallaði hann, er hér í stuði. Karl Gunnlaugsson hefur unnið 3 mót í 750 og vann tvo flokka í síðustu keppni



ÚRBRÆDD VÉL – NÚ ORKURÍK

Vélin bræddi úr sér í keppni fyrr í sumar og ákvað að auka slagrúmtakið úr 1100 cc í 1255cc boraði út sylindrana,fékk öfluga stimpla og stangalegur og póleraði heddið.  :ar með rauk þjappan upp í 13.3.1 og ég verð að nota 115 oktana bensín í keppni.“  sagði Guðjón   Aflið hefur aukist til muna, en það er erfiðara að beita hjólinu, krefst meiri tækni. „Guðjón margsló íslandsmetið í kvartmílu á mótorhjóli, fór best á 10.07. ,,Ég er sannfærður um að ég kemst niður fyrir 10 sekundur í haust. Svo getur vel verið að ég faí heitan ás, stærri blöndunga og nítró fyrir næsta ár…“ sagði Guðjón hugsi, en hann hefur þegar eytt nærri 150.000 krónum í að bæta vélina.
Guðjón lagði Hlöðver að velli í úrslitum, en Hlöðver hefur unnið tvö mót og tvisvar lent í öðru sæti. Hann hefur nú góða foristu til meistaratitils.
,,Ég hef ekki gefið mér tíma til að hressa upp á vélina, en það verður sjálfsagt nauðsynlegt í framtíðinni fyrst einn er kominn af stað. Um leið gerir það keppnina dýrari og jafnari. Á móti kemur  að keppninar verða viðburðaríkari og ég hef trú á að hjólamílur verði stór viðburður á næsta ári,“ sagði Hlöðver.

KARL ER KAPPSFULLUR

Steini Tótu gerði harða hríð að Voffa Jóns Björns Björnssonar, sem Hjörtur Jónsson stýrði. Hann reyndi nokkrum sinnum framan frá og aftan að skríða á bak voffanum. Það tók að lokum aftanrá, en skrautlegar voru aðfarirnar.

Fáir hafa komist með tærnar þar sem Karl hefur hælana í sumar. Hann hefur unnið þrjú mót og sett Íslandsmet á 750cc Suzuki hjóli sínu. Stillingarvandamál hafa plagað hann á köflum, en keppnisharkan hefur fært honum verðlaunasæti þó ílla gengi, silfur og brons.
Hann er því öruggur um að verða Íslandsmeistari í sínum flokki. Sigur í keppni Sniglanna var þó ekkert auðfenginn. Karl á harða keppinauta, sem geta slegið hann út af laginu hvenær sem er.
Hörður Lýðsson á Suzuki vann fyrstu keppni ársins og Logi Guðmannsson á Suzuki sló báða út af laginu í fjórðu keppninni.
Karl lagði þó hinsvegar í Sniglaspyrnunni, en Hörður mætti honum í úrslitum. Karl gerði sér svo lítið fyrir og vann einnig 1000cc flokkinn, ök á Honda CBR hjóli og vann Valgeir Geirsson í úrslitum.

Karl er staðráðinn að keppa í Englandi á næst ári enda orðinn eldheitur eftir marga sigra í kvartmíluþ Hann keppti í áhugamannamótum í fyrra, en endaði með að brotna á löpp. ,, Ég hef áhuga á að keppa í þremur mótum, í bresku meistarakeppninni og reyna að nýju fyrir mér í kappakstri.

Eitt af nýjustu hjólunum, Yamaha FZR600. Loksins eru menn farnir að hugsa eitthvað annað en 1100cc hjól, Nóg er orkan samt.



Kappakstursbraut er nokkuð sem vantar hérlendis fyrir mótorhjól og bíla, svo menn hætti æðubunugangi  innanbæjar. Það skortir skilning yfirvalda á nauðsyn þess að braut sé sett upp. Það er fullt af fótboltavöllum, en ekkert fyrir nútímatæki. Við getum allir eins verið á hestvögnum ennþá,,,,, sagði Karl.

KAPPAKSTURSBRAUT KOSTAR 10 MILLJÓNIR


„Það hefur verið gaman að vinna kvartmílumótin í sumar, en það situr meira í manni að hafa sett Íslandsmet, með tímann 10.93. Ég hef reynt að stilla hjólið sem best, fjarlægja spegla og ljós til að minnka loftmótstöðuna. Svo hef ég gert eitt og annað til að standa betur að vígi en andstæðingar. Mótin hafa líka verið jöfn og spennandi í ár, sem gerir þetta enn skemmtilegra.“

Ekki það fallegasta á landinu, en óneitanlega sérkennilegt. MotoMorini Dart 350 sem flutt var inn.

Mikið af góðum mótorhjólaökumönnum kom fram í sumar, en sjálfur Kvartmíluklúbburinn er í lægð og því héldu Sniglar eigin mót. Lítið var um keppnisbíla í kvartmílu og mæting dræm. Mótorhjólamenn eru spenntir fyrir því að fá hringakstursbraut, svo þeir geti fengið útrás á lokuðu svæði. Einnig var gerð tilraun til að fá lögreglu til að leyfa kappakstur á lokuðu svæði í sumar, en það tókst ekki. Hlöðver og Karl voru meðal þeirra sem reyndu að fá lögregluna til samvinnu.

„Borgarráð samþykkti kappaksturinn, en lögreglan ekki. Við ætlum þó að halda áfram að reyna, þó þetta samræmist ekki stefnu lögreglunnar sem stendur,“ sagði Karl.

,, ÞAð myndi kosta um10miljónir að gera varanlega 2km braut. 10 metra breiða, sem gæti nýst bílum og mótorhjólum. Slíka braut mætti nýta til æfinga fyrir unga ökumenn, auk þess að nota hana fyrir akstursmót. Enn sem komið erum við  hinsvegar svo gamaldags í hugsunarhætti að það eru litlar líkur á

Jón björn Björnsson fékk ekki að skila dekkinu eftir þessa svakalegu upplifun. Reyndar hafði hjólbarðaverkstæði Sigurjóns gefið honum dekkið, svona til að skapa smá stemmingu á brautinni, Fyrst var hitað upp og svo gefið í og strókurinn stóð langt aftur

lappakstursbraut í náinni framtíð,“ sagði Karl.

3T Tímarit 1990

ÚRSLIT Í MÓTORHJÓLAMÍLU SNIGLANNA

600cc flokkur

  1. Fjölnir Þorgeirsson – Suzuki GSXR

  2. Gunnar Rúnarsson – Kawazaki GPZ

  3. Jón Arnarsson – Honda CBR

750cc flokkur

  1. Karl Gunnlaugsson – Suzuki GSXR

  2. Hörður Lýðsson – Suzuki GSXR

  3. Sveinn Logi Guðmannsson – Honda CBR

900cc flokkur

  1. Halldór Sigríggsson – Kawazaki GPZ

  2. Ragnar Einarsson – Kawazaki GPZ

  3. Stefán Matthíasson – Kawazaki GPZ

1000cc flokkur

  1. Karl Gunnlaugsson – Honda CBR

  2. Valgeir Geirsson – Honda CBR

  3. Gunnar Rúnarsson – Kawazaki GPZ

1000cc plús flokkur

  1. Guðjón Karlsson – Suzuki GSXR

  2. Hlööver Gunnarsson – Suzuki GSX