Mótorhjól eins og Ariel, Honda CBX og Triumph já Íslendingar vilja stór mótorhjól. Í litlum 20000 manna bæ á Norður íslandi býst maður ekki endilega við því að rekast á Mótorhjólasafn og það svona stutt frá norður heimskautsbaugnum.
En hér er það, stórt og myndalegt mótorhjólasafn og hér er líka mikil mótorhjólamenning. Málið er nefnilega að Ísland er ekki alltaf þakið ís eins og nafnið bendir til heldur er Ísland græn eyja sem leynist í miðjum golfstraumnum sem gerir veðurfarið, Jú þolanlegt fyrir mótorhjólamenn yfir sumartímann, og jú það er líka plús að það er bjart allann sólarhringinn á sumrin en niðadimmur á veturna en þá er hvort sem er orðið of kalt til að hjóla.
Já þessi magnaða eyja er með yfir 15000 virka mótorhjólamenn sem er kannski ekkert undrunarefni þar sem íslendingar eru afkomendur Víkinga.
Mótorhjólasöfn hinsvegar eru ansi fjölbreytileg að gerðum. Sum eru uppbyggð í kringum einstakann safnara og sýna frá hans sjónarhorni hvernig söfn eiga að vera. En önnur söfn raða hjólunum upp eftir þjóðernum eða eftir frægum ökumönnum hjólanna, nú eða bara einstök hjól sem eru afar fágæt.
Mótorhjólasafn Íslands aftur á móti sýnir okkur hvernig venjulegir Íslendingar ferðuðust um á tveimur hjólum síðustu hundrað árin, og eru flest hjólin í sýningarsölunum hjól sem venjulegt fólk átti og ók um á þó svo að innan um séu líka keppnishjól til að krydda safnið.
Elsta hjólið á Safninu er Henderson árgerð 1918
En árið 1918 flutti Ingólfur Espólín kaupmaður á Akureyri inn mótorhjól af gerðinni Henderson.
Grímur Jónsson Vélsmiður í Reykjavík fann hjólið í ruslahaug og gerði hjólið upp og handsmíðaði allt í það sem vantaði.
Annað aldrað hjól á safninu er 1920 árgerð af Triumph og eru þessir gripir alger djásn á safninu.
Safnið sjálft er á tveimur hæðum skammt innan við bæjarkjarnann á Akureyri eða rétt við flugvöllinn.
Safnið var byggt af umhyggju og ástúð fjölda mótorhjólamanna og kvenna og af fjölskyldu Heidda #10
Heiðar á átti alls 23 mótorhjól sem safnið geymir í dag og þar á meðal Triumph X-75 Hurricane sem er frekar fágætt hjól. Ásamt yfir 90 annara hjóla
Safnið á líka mikið að skemmtilegum og fræðandi ljósmyndum og listaverkum sem öll tengjast mótorhjólum.
Merkajsafnið: Mikið er af klubbamerkjum á safninu sem sýna okkur hversu lifandi mótorhjólamenningin hefur verið í gegnum öldina á íslandi.
Skellinöðrum lagerinn á safninu vekur ætíð góð viðbrögð , sér í lagi þeirra sem eiga minningar einmitt af slíkum faratækjum og heyrast oft sögustundir um ævintýri því tengdu frá gestum safnsins
Svo endilega kíktu á Mótorhjólasafnið ef þú á leið um Akureyri. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því.
Þýtt úr erlendri grein