Ábyrgur akstur eða

ÖKUBÆNIR

Merki Tíunnar

 

ÖKUBÆN

 Trúarjátning bifhjólamannsins
 „til styrktar ef óhugur læðist í sál áður en  lagt er út í ólgusjó íslenskrar umferðarmenningar“

 


Ég trúi á bifhjólið, tákn frelsisins. 
Ég trúi á heilagt tvíeyki,
 bifhjólið og manninn. 
Ég trúi á lífið og bensínið,
bremsurnar og dauðann
 og inngjöf að eilífu. 
Amen 
 

 


Og svo önnur frá Endúróguðnum

 

Faðir hjól þú sem ert í cubicum
Helgist þitt nafn með tilkomu þíns slóða 
verði þinn kraftur, svo á slóða sem á götu.
Gef oss í dag og vort daglegan hraða. 
Fyrirgefa oss þó við keyrum ekki eftir reglum, 
svo sem vér og fyrirgefum þeim sem ekki skilja.
Eigi leið þú oss í ruglið. Heldur frelsi oss með krafti. 
Því þitt er ríkið, gatan og slóðinn að eilífu.
Amen

HJÓLABÆN

Blessaðu Drottin hjólið mitt
bjargaðu mér frá skaða
láttu mig velja veginn þinn
og vera á réttum hraða.

HJÓLABÆN 

Faðir hjól, þú sem gafst mér græju,
Gefðu mér afl, svo úr dekkjum mínum rjúki,
verði sá kraftur að ég prjóni þegar ég vilji.
Gef oss nóg bensín fyrir daglegar afstungur,
Fyrirgef oss vorar skuldir,
á hnakkinn setjumst,
í botn við gefum,
og diskóljósin skiljum eftir.
Eigi leið þú oss í gildrur,
heldur frelsa oss frá lögreglu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og endahraðinn að eilífu.
Amen