Í dag (Laugardag) fór fram hjá Tíunni Pokerrun í algeru blíðskaparveðri.
Alls tóku 20 aðilar þátt. Ekið var frá Mótorhjólasafninu á Akureyri og var ekin um 150 km leið með nokkrum stoppum þar sem dregin voru spil.
Á enda stöð sem að þessu sinni var Olís á Akureyri voru svo úrslitin í pokerrun kunngerð, og var það Róbert Atli Didron sem reyndist með bestu höndina en hann var með fullt hús, „kóngar og tvistar,“ Hann fékk því þátttökupottinn en hann var 40 þúsund krónur og svo fékk hann að sjálfsögðu Pokerrunbikar Tíunnar 2022.
20 þúsund kr ganga svo til Mótorhjólasafnsins

Tían þakkar kærlega fyrir þátttökuna og fyrir góðann hjólatúr.

Róbert Atli stoltur með vinninginn 40 þúsund kr. og bikar.