Sjálfvirkur árekstarboði fyrir mótorhjól.
Þegar kemur að rúnti eða lengri ferðum á mótorhjólum, þá líklegast eru flestir hjólarar með svipaða rútínu ss klæða sig í öryggisfatnaðinn en einnig að setja síman á öruggan stað en samt þannig að auðvelt er að ná í hann ef á þarf að halda. Ef það er hópur að fara þá svona óneitanlega verður maður sjálfvirkt öruggari, hópurinn passar upp á hvorn anna.
Aftur á móti ef maður er einn á ferð og eitthvað kemur upp á er staðan önnur og jafnvel mun alvarlegri. Að sjálfsögðu er allskonar útbúnaður til á markaðnum sem er mis dýr og svo einnig eigum við svo sem von á snjöllum búnaði s.s BMW Propritary ECALL System sem getur aðstoðað, en bara spurning hvort og þá hvenær sá búnaður verður aðgengilegur fyrir alla. Að sjálfsögðu lætur maður vita af ferðum sínum svo ef maður skilar sér ekki á áfangastað á réttum tíma verður sent út hjálparkall. En þá þarf að leita af þér.
Þetta allt er einhvernvegin allt svona Ef þetta er að þá. Eða ef hitt er að þá.
Það eygir í lausn sem allir ættu að geta notað, er ekki bundið við einhvern einn hjólaframleiðanda eða slíkt og ef líkum lætur mun ekki kosta handlegg og nýra.
Bosch framleiðandinn hefur nú í prófunum Sjálfvirkan árekstarboða sem er snjallskynjari og mun hann skynja ef eða þegar óvænt högg kemur á hjólið. Árekstrarboðin reiknar út óvæntu höggið, ferðahraðan ásamt stefnu hjólsins áður en höggið kom og stefnu hjóls eftir höggið. Ef reiknilíkanið reiknar út sem svo að þarna hefur orði árekstur að þá er boð send út til lögreglu og ef höggið er mikið og boðinn telur að samkvæmt reiknilíkani að slys á fólki sé óumflýjanlegt er sjúkrabíll einnig kallaður á staðinn og gefin er upp GPS hnitin.
Slæmu fréttirnar eru þó þær að enn sem komið er, er þetta bara í boði í Þýskalandi og virkar bara með kerfi bráðaliða þar.