Snigl er keppnisgrein á landsmóti bifhjólafólks

Snigl er ein elsta greinin sem keppt hefur verið í á landsmóti bifhjólafólks. Fyrst var keppt í
snigli á landsmóti Snigla í Húnaveri árið 1987.

Keppnisreglur

Keppnin felst í því að aka eftir tveimur samhliða brautum á sem lengstum tíma án þess að setja
fæturna niður eða annað sem styður við jafnvægið.
Yfirleitt er keppt á grasi og skulu brautarmörk máluð með skýrum hætti.
Hvor braut skal vera 1 metri á breidd og 16 metrar á lengd, 0,5 metrar skulu vera á milli
brautanna.

Keppnistæki

Aðeins eru leyfileg bifhjól á 2 hjólum.
Hjólið skal vera götuskráð.
Lágmarksfjöldi strokka skal vera tveir.
Lágmarksrúmtak vélar skal vera 250 rúmsentimetrar.
Lágmarksþyngd bifhjólsins skal vera 150 kg samkvæmt skráningarskírteini.
Nota skal viðurkennd bifhjóladekk.

Keppnisfyrirkomulag
Útsláttur:

Sá sigrar sem fer tvær ferðir á lengri tíma en andstæðingurinn.
Keppendur skulu skipta um braut eftir hverja ferð.
Ef afturdekk fer út fyrir hliðarlínu keppandi fallinn úr leik. Framdekk má fara út fyrir hliðarlínu.
Tímataka er frá því að afturdekk snertir upphafslínu þar til afturdekk snertir endalínu.

Tímaverðir eru tveir. Tímaverðir mæla tímann hvor á sinni braut og sjá um skráningu.

Samþykkt af: 
Skúla Gautasyni  
Njáll Gunnlaugsson
Steini Tótu
Björgvin Ploder
Einar Rúnarsson