Síðastliðna Þorláksmessu þá buðu félagar í Sober riders Mc upp á andskötusúpu fyrir gesti og gangandi sem leið áttu um Laugaveg í Reykjavík. Með þessari (vonandi) jólahefð hjá Sober Riders ætla þeir sér að styrkja gott málefni, gestum gefst kostur á að styrkja með frjálsum framlögum.

Sober Riders hefur nú þegar valið að þessu sinni verður Frú Ragnheiður styrkt með þeim framlögum sem safnast.

Fjármagnið sem safnast mun renna til skaðaminnkunarverkefnisins Frú Ragnheiðar sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.
Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og bjóða þeim upp á skaðaminnkandi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu.
Oft er um líf að ræða og hefur Frú Ragnheiður sannað tilgang sinn margsinnis.

Stjórn Tíunnar ákvað að þessu tilefni að styrkja málefnið með 35.000 kr framlagi og skorar á aðra klúbba og fyrirtæki að styðja við bakið á Frú Ragnheiði.
Leggja má inn frjálst framlag inn á reikning 0513-26-7872 kt: 550313-0140 og merkja það „Súpa“