UKRAINIAN MUSCLE: A SUPERCHARGED HARLEY V-ROD FROM KYIV

Supercharged Harley-Davidson V-Rod by Custom Culture

VRod frá Harley Davidson var ansi umdeildur hjá heitasta harley fólkinu víðsvegar um heiminn.
Enda mótorinn hannaður af Þjóðverjum þe. tæknimönnum Porche og var því gjörólíkur öðrum harley mótorum. sem og útlitið var talsvert breytt, svo hjólið var í raun allt öðruvísi Harley.
Margir í dag sakna hjólsins en þeir hættu að framleiða það.

Hér aftur á móti ber að líta á mikið breyttann V-rod sérsmíðaður fyrir einhvern Úkraínskan auðkyfing.

Nýtt útlit og búið að bæta við keflablásara !

 

Custom Culture í Kiev borg í Úkraínu er mótorhjólabúð og verkstæðisþjónsta með mikla ást á amerískum hjólum en þeir gerðu þessar breytingar á hjólinu.
Hjólið er komið með 1318cc uppfærslu með reinforced connection rods, forged pistons and honed cylinders.

 

 

Supercharged Harley-Davidson V-Rod by Custom Culture

Hér á hliðinni má sjá tannhjólabúnaðinn og strekkjarana fyrir reimina sem knýr keflablásarann (Supercharger).   Staðurinn sem áður var með orginal vatnsdæluna en hún varð að víkja svo í staðinn var sett rafknúin vatnsdæla bakvið vatnskassann.

Supercharged Harley-Davidson V-Rod by Custom Culture

Einnig var breytt loftintökum, beltadrifið látið víkja og sett keðja, sett var ECU Thunder Max  tölva fyrir vélina til að tjúna.

Ekki hafa þeir gefið upp hvað hjólið er öflugt eftir þessar breytingar en það er líklegt að það sé mörgum hestum öflugra en 118 sem er orginal afl hjólins.

Supercharged Harley-Davidson V-Rod by Custom Culture

Custom Culture  uppfærðu einnig fjöðrunina og settu upside down Marzocchi framdempara , Bembo bremsudælur dælum af Augusta MV F4. og settir  Arlen Ness bremsudiskar og að aftan var settt nýr sérsmíðaður CNC-machined afturgaffall, og Öhlins afturdempari.

Felgurnar eru frá Rick’s Wheels í Bandaríkjunum,  og hjólbarðarnir eru Metzeler ME 880 Marathon tires, þ.e. 130×18 að framan , og risastórt 300×18 dekk að aftan.

Supercharged Harley-Davidson V-Rod by Custom Culture

Boddyið var allt handunnið ál, mótað á staðnum.

Supercharged Harley-Davidson V-Rod by Custom Culture

Bensíntankurinn þe. þar sem hann vanalega er er bara skel, en raunverulegi tankurinn er í stélinu, Sérsmíðuð afturljós , sérsmíðuð framljós og strútsleður á sætinu sem að sjálfsögðu er líka sérhannað fyrir hjólið.

Ýmislegt fleira er sérsmíðað í hjólið eins og frambrettið, vatskassagrindin, kveikjuplatan á hlið mótorsins og nýjir sérsmíðaðir petalar.

 

Supercharged Harley-Davidson V-Rod by Custom Culture

Annaðhvort eru Úkraínumennirnir risastórir eða hjólið er bara nokkuð fyrirferðalítið hjá þeim.

 

Supercharged Harley-Davidson V-Rod by Custom Culture