...

Það var flottur hópur Akureyrarhjólara skelltu sér í hjólaferð til Varmahlíðar í morgun.

"Fallið" Minnismerki um fallna Bifhjólamenn . Verk eftir Heidda #10

„Fallið“ Minnismerki um fallna Bifhjólamenn . Verk eftir Heidda #10

Á leiðinni fjölgaði hjólunum eitthvað þar sem hjólarar utan af ströndinni bættust við og var vel á anna tug hjóla sem mættu í Varmahlíð rétt eftir hádegið.

Við bættust í hópinn hjólarar úr Skagafirðinum og var hátt í þriðja tug hjóla komin saman á stæðinu við listaverkið hans Heidda „Fallið“ sem er til minningar um fallið mótorhjólafólk.

Smaladrengir fengu Höllu Rut Stefánsdóttir sóknarprest í Hofsóss- og Hólaprestakalli til að vera með hugvekju og var einnig táknræn einnar mínutu þögn til að minnast fallinna félaga.

Á eftir athöfnina slitnaði hópurinn eitthvað í sundur en margir fóru samt í kökuhlaðborð í Árgarður þar sem kvennfélag Lýtingstaðahrepps stóð fyrir,
og sýnist manni á myndunum að enginn hafi verið svikinn af því veisluhlaðborði.

Frábær sumardagur fyrsti þó hann hafi verið í svalari kantinum á Öxnadalsheiðinni + 2°C.

 

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.